Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 31. maí 2012 06:00 Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um „skrautdúkku". Grein Rósu Erlingsdóttur er uppfull af fordómum og niðurlæging fyrir kynjaða orðræðugreiningu ef það er sú staða sem á að gefa þessari grein. Ég vil fyrst nefna að þótt að orðið skrautdúkka sé stelpulegt orð þá geta karlar verið skrautdúkkur ekki síður en konur. Vissulega geta hugtök verið karllæg eða kvenlæg en það þýðir ekki að merkingin verði eingöngu yfirfærð á annað kynið. Orðið klappstýra er líka kvenlægt hugtak sem hefur verið notað í gildishlöðnum tilgangi um forsetaframbjóðanda en Rósa sér ekki ástæðu til þess að rýna í áhrif þess. Lítið fer fyrir eiginlegri orðræðugreiningu í greininni og ekki sýnt fram á réttmæti ályktana sem í henni eru dregnar með rökum eða gögnum. Fullyrðingin „Hér dylst engum að átt er við Þóru Arnórsdóttur sem samkvæmt skoðanakönnunum er helsti áskorandi Ólafs Ragnars" virðist vera helsta niðurstaða greinarinnar. Orðalag af þessu tagi þykir almennt ekki vera til sóma í fræðaheiminum en hvað það er sem engum dylst er að öllum jöfnu ekki aðgengilegt fræðimönnum. Rósa leitar í búðir Styrmis Gunnarssonar þegar hún velur að draga upp mynd af þjóðinni sem er stjórnmálamönnum og fjölmiðlum hugleikinn. En það er þjóð sem klofin er í herðar niður. Þessi lýsing á íslensku þjóðinni tilheyrir orðræðu auðræðis og valdhafa sem fara fram með tvíhyggjuna að vopni þegar mikið liggur á að hræða þjóðina til fylgis við málefni. Blæbrigðum mannlegs skilnings er fórnað á altari einhæfninnar. Vissulega eru til málefni sem hafa valdið deilum og ófriði en yfirleitt er þetta ekki svart/hvítt heldur hafa málefnin á sér margar hliðar s.s. félagslegar, lögfræðilegar, efnahagslegar og síðast en ekki síst margþætta hagsmuni. Ófriðurinn stafar þó fyrst og fremst af því að sífellt er gengið á rétt þjóðar og einstaklinga fyrir sérhagsmuni valdhafa og auðræðis. Rósa segir um Vigdísi Finnbogadóttur og EES-samninginn: „Í dag nýtur samningurinn og nauðsyn aðildar Íslands að EES almenns samþykkis. Ekki heyrast lengur þær raddir að Vigdís hafi gert mistök með undirritun sinni". Umræða um embættisafglöp Vigdísar Finnbogadóttur er tabú á Íslandi. Vigdís fylgdi valdhöfum af þægð og sneri baki við þjóðinni en Rósa víkur að þessu þegar hún segir: „hart var tekist á um samþykki EES samningsins árið 1993. Þá var þrýstingur gríðarlegur á Vigdísi Finnbogadóttur að skrifa ekki undir lög um samninginn sem heimilaði afsal á fullveldi þjóðarinnar". EES-samningurinn er frumforsenda hrunsins og það voru að mínu mati alvarleg stjórnarfarsmistök að bera samninginn ekki undir þjóðina. Í ofangreindum málflutningi Rósu má einnig lesa að friður geti skapast um það að stjórnvöld fari fram með ofbeldi gagnvart þjóðinni. Það að „ekki heyrist lengur þær raddir" lítur hún á staðfestingu um almenna ánægju en spyr ekki hvort það stafi af þöggun. Frjálst flæði fjármagns er baráttumál auðræðisins sem ræður fjölmiðlum í landinu. Þöggunin um hlut EES-samningsins í hruni efnahagskerfisins er gott dæmi um þá skoðanakúgun sem ástunduð er af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum. Rósa lætur sig ekki muna um að taka forræði yfir því sem „ljóst er" þegar hún segir: „Ljóst er að töluvert hefur áunnist í jafnréttismálum þau rúmu 30 ár sem liðin eru frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur". Ég veit ekki á hvern hátt þessi setning varpar einhverju ljósi á kynjaða orðræðu forsetans. Í þessari setningu speglast þó sú snobbaða sýn að ef einhverjar konur komist á toppinn þá hlýtur öllum konum að líða betur jafnvel þótt dritað sé yfir þær á vinnustöðum, lífsviðurværi þeirra og frelsi ógnað með láglaunastefnu kvennastétta og að þeim sé almennt haldið í skefjum í þjóðmálaumræðunni. Vissulega óska ég eftir því að fá sterka konu í forsetaembættið. Ég vil sjá konu í embættinu sem af heilindum berst fyrir mannréttindum, kvenfrelsi og lýðræði. Ég vil ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Tengdar fréttir Orð forsetans um "skrautdúkku“ Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands. 26. maí 2012 06:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um „skrautdúkku". Grein Rósu Erlingsdóttur er uppfull af fordómum og niðurlæging fyrir kynjaða orðræðugreiningu ef það er sú staða sem á að gefa þessari grein. Ég vil fyrst nefna að þótt að orðið skrautdúkka sé stelpulegt orð þá geta karlar verið skrautdúkkur ekki síður en konur. Vissulega geta hugtök verið karllæg eða kvenlæg en það þýðir ekki að merkingin verði eingöngu yfirfærð á annað kynið. Orðið klappstýra er líka kvenlægt hugtak sem hefur verið notað í gildishlöðnum tilgangi um forsetaframbjóðanda en Rósa sér ekki ástæðu til þess að rýna í áhrif þess. Lítið fer fyrir eiginlegri orðræðugreiningu í greininni og ekki sýnt fram á réttmæti ályktana sem í henni eru dregnar með rökum eða gögnum. Fullyrðingin „Hér dylst engum að átt er við Þóru Arnórsdóttur sem samkvæmt skoðanakönnunum er helsti áskorandi Ólafs Ragnars" virðist vera helsta niðurstaða greinarinnar. Orðalag af þessu tagi þykir almennt ekki vera til sóma í fræðaheiminum en hvað það er sem engum dylst er að öllum jöfnu ekki aðgengilegt fræðimönnum. Rósa leitar í búðir Styrmis Gunnarssonar þegar hún velur að draga upp mynd af þjóðinni sem er stjórnmálamönnum og fjölmiðlum hugleikinn. En það er þjóð sem klofin er í herðar niður. Þessi lýsing á íslensku þjóðinni tilheyrir orðræðu auðræðis og valdhafa sem fara fram með tvíhyggjuna að vopni þegar mikið liggur á að hræða þjóðina til fylgis við málefni. Blæbrigðum mannlegs skilnings er fórnað á altari einhæfninnar. Vissulega eru til málefni sem hafa valdið deilum og ófriði en yfirleitt er þetta ekki svart/hvítt heldur hafa málefnin á sér margar hliðar s.s. félagslegar, lögfræðilegar, efnahagslegar og síðast en ekki síst margþætta hagsmuni. Ófriðurinn stafar þó fyrst og fremst af því að sífellt er gengið á rétt þjóðar og einstaklinga fyrir sérhagsmuni valdhafa og auðræðis. Rósa segir um Vigdísi Finnbogadóttur og EES-samninginn: „Í dag nýtur samningurinn og nauðsyn aðildar Íslands að EES almenns samþykkis. Ekki heyrast lengur þær raddir að Vigdís hafi gert mistök með undirritun sinni". Umræða um embættisafglöp Vigdísar Finnbogadóttur er tabú á Íslandi. Vigdís fylgdi valdhöfum af þægð og sneri baki við þjóðinni en Rósa víkur að þessu þegar hún segir: „hart var tekist á um samþykki EES samningsins árið 1993. Þá var þrýstingur gríðarlegur á Vigdísi Finnbogadóttur að skrifa ekki undir lög um samninginn sem heimilaði afsal á fullveldi þjóðarinnar". EES-samningurinn er frumforsenda hrunsins og það voru að mínu mati alvarleg stjórnarfarsmistök að bera samninginn ekki undir þjóðina. Í ofangreindum málflutningi Rósu má einnig lesa að friður geti skapast um það að stjórnvöld fari fram með ofbeldi gagnvart þjóðinni. Það að „ekki heyrist lengur þær raddir" lítur hún á staðfestingu um almenna ánægju en spyr ekki hvort það stafi af þöggun. Frjálst flæði fjármagns er baráttumál auðræðisins sem ræður fjölmiðlum í landinu. Þöggunin um hlut EES-samningsins í hruni efnahagskerfisins er gott dæmi um þá skoðanakúgun sem ástunduð er af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum. Rósa lætur sig ekki muna um að taka forræði yfir því sem „ljóst er" þegar hún segir: „Ljóst er að töluvert hefur áunnist í jafnréttismálum þau rúmu 30 ár sem liðin eru frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur". Ég veit ekki á hvern hátt þessi setning varpar einhverju ljósi á kynjaða orðræðu forsetans. Í þessari setningu speglast þó sú snobbaða sýn að ef einhverjar konur komist á toppinn þá hlýtur öllum konum að líða betur jafnvel þótt dritað sé yfir þær á vinnustöðum, lífsviðurværi þeirra og frelsi ógnað með láglaunastefnu kvennastétta og að þeim sé almennt haldið í skefjum í þjóðmálaumræðunni. Vissulega óska ég eftir því að fá sterka konu í forsetaembættið. Ég vil sjá konu í embættinu sem af heilindum berst fyrir mannréttindum, kvenfrelsi og lýðræði. Ég vil ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna.
Orð forsetans um "skrautdúkku“ Ólafur Ragnar Grímsson steig fram á svið kosningabaráttunnar nýlega með orðræðu sem um margt minnir á vorið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir var í framboði til embættis forseta Íslands. 26. maí 2012 06:00
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun