Fordómar hvers? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 2. júní 2012 06:00 Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00 Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Grein Rósu G. Erlingsdóttur um aðferðir Ólafs Ragnars Grímssonar í kosningabaráttu sinni hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli, enda bendir hún á þætti í hans kosningabaráttu sem mörgum þykir blasa við en ekki má svo auðveldlega ræða. Það er aldrei auðvelt, og svo sannarlega ekki vinsælt, að benda á kvenfyrirlitningu í okkar samfélagi enda vilja margir miklu heldur stinga hausnum í sandinn. Það þarf til hugrekki og rökfestu að ræða opinberlega samfélagsmein af þessu tagi. Jakobínu Ingunni Ólafsdóttur er mikið niðri fyrir er hún skrifar pistil sem birtur er í Fréttablaðinu 31. maí undir fyrirsögninni „Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar". Ástæða skrifanna er umrædd grein Rósu þar sem Rósa líkir orðræðu Ólafs Ragnars Grímssonar við þá sem átti sér stað þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forsetaembættisins. Rósa bendir á að Ólafur noti kvenlægar lýsingar, kalli Þóru skrautdúkku og gefi í skyn að hans helsti áskorandi um forsetaembættið verði þögull og þægur forseti. Ólafur grípi til sömu örþrifaráða og gert var til að koma höggi á Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún var í framboði fyrir rúmum 30 árum. Þá birtist hver greinin á fætur annarri sem fól í sér fordómafullar yfirlýsingar gegn persónu og kyni Vigdísar. Rósa bendir einnig á að Íslendingar hafi oft og lengi tekist á um stór mál og verið sundraðir í afstöðu sinni og spyr, hvort sundurlyndið sé meira eða minna í dag og hvort við þurfum Ólaf Ragnar til að kljá út um stór mál? Í fyrsta lagi virðist Jakobína ekki átta sig á því að hér skrifar stjórnmálafræðingurinn Rósa G. Erlingsdóttir grein um forsetakosningarnar. Forsetakosningarnar eru ekki flokksbundnar. Greinin er ekki sett fram í nafni Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Með því að halda því fram tekur Jakobína undir kenningu Egils Helgasonar að skrif Rósu séu örvæntingarfull tilraun úr herbúðum Þóru. Að stjórnarkonu úr Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar hafi verið teflt fram til að halda því fram að Ólafur Ragnar sé karlremba. Þetta er rangt. Egill Helgason hefur sjálfur gert margar örvæntingarfullar tilraunir til að gera Þóru að forsetaframbjóðanda Samfylkingarinnar en hvorki gengur né rekur, enda sýna skoðanakannanir að Þóra á bæði stuðningsmenn innan og utan Samfylkingarinnar. Ég blandaði mér í umræður á bloggsíðu Egils um þetta og gerði tilraun til að benda á þennan misskilning Egils. Hann á ekkert með það að afskrifa skrif Rósu þó hún sé meðlimur í Samfylkingunni. Benti honum góðfúslega á að hann gæti kannski sýnt greinarhöfundi þá virðingu að fjalla um innihaldið en afskrifa ekki höfund sökum flokkatengsla. Kosningar til forseta Íslands eiga ekki að vera flokkspólitískar og óheppilegt ef álitsgjafar vilja ríghalda í þann ósið að spyrða embættið við stjórnmálaöflin í landinu. Skilaboð mín virðast þó ekki ná í gegn. Í öðru lagi þykir mér grein Jakobínu bera vott um fordóma hennar sjálfrar þegar hún lýkur orðum sínum á því að hún vilji „ekki sjá konu í embætti forseta Íslands sem er teflt fram af körlum sem hyggja á að nýta sér kynjaða vitund kvenna til þess að koma annarri konu í forsetaembættið sem hlýðir kalli valdhafanna." Þetta er undarlegur málflutningur og gerir lítið úr forsetaframbjóðandanum Þóru Arnórsdóttur og hennar skoðunum. Að lokum, fyrir hönd Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, óska ég öllum frambjóðendum til forsetaembættisins góðs gengis og hvet til málefnalegrar umræðu. Þá hvet ég til þess að frambjóðendur falli ekki í þá freistni að nýta sér kynjaðar staðalmyndir til að reka kosningabaráttu sína og hafni allri kvenfyrirlitningu í orðum sínum.
Fordómar úr Kvennahreyfingu Samfylkingar Á bloggsíðu Egils Helgasonar heldur Hrafnhildur Ragnarsdóttir, formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, því fram að Rósa Erlingsdóttir, sem einnig situr í Kvennahreyfingu Samfylkingarinnar, sé að skrifa fræðigrein um pólitík og að greina orðræðu í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar í grein sem birtist á Visir.is undir fyrirsögninni Orð forsetans um "skrautdúkku“. 31. maí 2012 06:00
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun