Forseta-þingræði: fulltrúalýðræði + ópólitískt beint lýðræði Björn Einarsson skrifar 8. júní 2012 06:00 Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur. Lýðræði felur í sér að uppspretta valdsins er hjá fólkinu í landinu, þ.e. fullveldisréttur borgaranna. Fulltrúalýðræðið í huga John Stuart Mills fól í sér að kjósendur væru valdalausir milli kosninga. Forseta-þingræðið skv. núverandi stjórnarskrá var frá upphafi ætlað að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þannig að þjóðin tæki ákvörðun um mikilvæg málefni milli þingkosninga. Það gerir hún með málskotsrétti forsetans, sem á að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar vilji þingsins er annar en almennings. Það er löng hefð fyrir beinu lýðræði hérlendis, allt frá þjóðfundinum 1851, með Jón Sigurðsson í forsæti. Hann var haldinn þrátt fyrir nýlega endurreisn Alþingis 1848. Sveinn Björnsson kom beinu lýðræði inn í stjórnarskrána, með þjóðina á bak við sig, í óþökk Alþingis. En þegar hann var kominn í forsetaembættið virti hann það ekki. Síðan þá hefur það markvisst verið túlkað í burtu af stjórnmálamönnum, með tvo lagaprófessora fremsta í flokki, þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson, en þeir voru jafnframt stjórnmálaforingjar. Fulltrúalýðræðið á ekki að fela í sér alvald þingræðisins. Það leiðir til stjórnmálaspillingar, eins og við höfum reynslu af, þ.e.a.s. fyrirgreiðslupólitíkin alla síðustu öld. Alvald þingræðis leiddi einnig hinn vestræna heim til öfga í stjórnmálum, bæði til hægri og vinstri; nasismann, kommúnismann og óheftan kapítalismann. Í alvaldi þingræðis eru stjórnmálaákvarðanir teknar af forystumönnum stjórnmálaflokkanna eða með hrossakaupum milli flokka. Fulltrúalýðræðið þarf að þróast. Stjórnmálamönnum er ætlað að vera sérfræðingar í stjórnun landsins. Þeir eiga að hafa frumkvæði og vera framsýnir og hafa hagsmuni allra landsmanna í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Stjórnmál snúast um heildina en ekki sérhagsmuni. Þeir eiga að stjórna í umboði okkar og í samræmi við vilja fólksins í landinu. Rökræðulýðræði (deliberative democracy) felur í sér aukin samráð stjórnamálamanna og borgaranna. Skylda þarf stjórnmálamenn til að réttlæta allar stjórnvaldsákvarðanir. Sjónarmið fólksins þarf að leggja að jöfnu við sjónarmið sérfræðinga og hagsmunaaðila við samningu lagafrumvarpa. Halda ætti borgarafundi á vegum Alþingis um einstök málefni. Beint lýðræði er tvenns konar. Pólitískt beint lýðræði, þar sem pólitískar ákvarðanir eru í höndum borgaranna án aðkomu stjórnmálamanna, hefur ekki reynst vel. Í Sviss hefur það almennt leitt til afturhaldsemi og í Kaliforníu hefur það sligað fjármál fylkisins, þar sem ákvarðanir eru teknar án aðkomu stjórnmálamanna og því ekki í samræmi við fjárhagsgetu þess. Tölvukosningar eru því ekki lausnin. Ópólitískt beint lýðræði felur hins vegar í sér að kjósendur hafa eitthvað að segja um einstök málefni og lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi, en eru á skjön við vilja þjóðarinnar. Málskotsréttur forsetans hefur það hlutverk. Honum er ætlað að vera bremsa á pólitíska valdið en ekki að hafa frumkvæði, sem keppir við það. Forsetinn á ekki að vera pólitískur. Ekki gengur það upp að hafa tvenns konar pólitískt vald í landinu, pólitískan forseta annars vegar og ríkisstjórn með þingið hins vegar. Það gengur ekki frekar en að hafa tvenn lög í landinu, svo vitnað sé í Þorgeir Ljósvetningagoða. Forsetinn á að vera umboðsmaður fólksins í landinu, eftirlitsmaður með pólitísku valdi, svo að stjórnvöld brjóti ekki á fullveldisrétti þess. Hann á að vera ópólitískur hemill á stjórnmálin, en ekki að taka efnislega afstöðu til pólitískra mála eða taka pólitískt frumkvæði. Betri stjórnskipun fæst með auknu lýðræði. Fulltrúalýðræðið og ópólitískt beint lýðræði þurfa því að fara saman. Aukið lýðræði fæst ekki með auknu vægi Alþingis, eða að pólitíska valdið sé einráða. Það fæst heldur ekki með pólitískum beinum kosningum í tölvum án aðkomu stjórnmálamanna. Aukið lýðræði fæst með því að jafnvægi sé milli starfa þingsins og vilja þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður fæst betri stjórnskipun með því að auka beint lýðræði, þannig að fólkið sé ekki valdalaust milli kosninga. Það fæst með því að auka vægi forsetans sem eftirlitsaðila með pólitíska valdinu, sem umboðsmanns almennings í landinu. Forsetakosningarnar snúast því um aukið beint lýðræði. Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði málskotsréttinn og hann á heiður skilinn fyrir það. En hann er stjórnmálamaður sem tekur pólitíska afstöðu til mála. Ég vil því hvetja frambjóðendur til að tala skýrt, hvort þeir myndu þróa áfram ópólitískt beint lýðræði. Eins vil ég hvetja alla til að kjósa ópólítískan frambjóðanda, sem kemur til með að standa vörð um aukið ópólitískt beint lýðræði í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur. Lýðræði felur í sér að uppspretta valdsins er hjá fólkinu í landinu, þ.e. fullveldisréttur borgaranna. Fulltrúalýðræðið í huga John Stuart Mills fól í sér að kjósendur væru valdalausir milli kosninga. Forseta-þingræðið skv. núverandi stjórnarskrá var frá upphafi ætlað að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þannig að þjóðin tæki ákvörðun um mikilvæg málefni milli þingkosninga. Það gerir hún með málskotsrétti forsetans, sem á að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar vilji þingsins er annar en almennings. Það er löng hefð fyrir beinu lýðræði hérlendis, allt frá þjóðfundinum 1851, með Jón Sigurðsson í forsæti. Hann var haldinn þrátt fyrir nýlega endurreisn Alþingis 1848. Sveinn Björnsson kom beinu lýðræði inn í stjórnarskrána, með þjóðina á bak við sig, í óþökk Alþingis. En þegar hann var kominn í forsetaembættið virti hann það ekki. Síðan þá hefur það markvisst verið túlkað í burtu af stjórnmálamönnum, með tvo lagaprófessora fremsta í flokki, þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson, en þeir voru jafnframt stjórnmálaforingjar. Fulltrúalýðræðið á ekki að fela í sér alvald þingræðisins. Það leiðir til stjórnmálaspillingar, eins og við höfum reynslu af, þ.e.a.s. fyrirgreiðslupólitíkin alla síðustu öld. Alvald þingræðis leiddi einnig hinn vestræna heim til öfga í stjórnmálum, bæði til hægri og vinstri; nasismann, kommúnismann og óheftan kapítalismann. Í alvaldi þingræðis eru stjórnmálaákvarðanir teknar af forystumönnum stjórnmálaflokkanna eða með hrossakaupum milli flokka. Fulltrúalýðræðið þarf að þróast. Stjórnmálamönnum er ætlað að vera sérfræðingar í stjórnun landsins. Þeir eiga að hafa frumkvæði og vera framsýnir og hafa hagsmuni allra landsmanna í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Stjórnmál snúast um heildina en ekki sérhagsmuni. Þeir eiga að stjórna í umboði okkar og í samræmi við vilja fólksins í landinu. Rökræðulýðræði (deliberative democracy) felur í sér aukin samráð stjórnamálamanna og borgaranna. Skylda þarf stjórnmálamenn til að réttlæta allar stjórnvaldsákvarðanir. Sjónarmið fólksins þarf að leggja að jöfnu við sjónarmið sérfræðinga og hagsmunaaðila við samningu lagafrumvarpa. Halda ætti borgarafundi á vegum Alþingis um einstök málefni. Beint lýðræði er tvenns konar. Pólitískt beint lýðræði, þar sem pólitískar ákvarðanir eru í höndum borgaranna án aðkomu stjórnmálamanna, hefur ekki reynst vel. Í Sviss hefur það almennt leitt til afturhaldsemi og í Kaliforníu hefur það sligað fjármál fylkisins, þar sem ákvarðanir eru teknar án aðkomu stjórnmálamanna og því ekki í samræmi við fjárhagsgetu þess. Tölvukosningar eru því ekki lausnin. Ópólitískt beint lýðræði felur hins vegar í sér að kjósendur hafa eitthvað að segja um einstök málefni og lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi, en eru á skjön við vilja þjóðarinnar. Málskotsréttur forsetans hefur það hlutverk. Honum er ætlað að vera bremsa á pólitíska valdið en ekki að hafa frumkvæði, sem keppir við það. Forsetinn á ekki að vera pólitískur. Ekki gengur það upp að hafa tvenns konar pólitískt vald í landinu, pólitískan forseta annars vegar og ríkisstjórn með þingið hins vegar. Það gengur ekki frekar en að hafa tvenn lög í landinu, svo vitnað sé í Þorgeir Ljósvetningagoða. Forsetinn á að vera umboðsmaður fólksins í landinu, eftirlitsmaður með pólitísku valdi, svo að stjórnvöld brjóti ekki á fullveldisrétti þess. Hann á að vera ópólitískur hemill á stjórnmálin, en ekki að taka efnislega afstöðu til pólitískra mála eða taka pólitískt frumkvæði. Betri stjórnskipun fæst með auknu lýðræði. Fulltrúalýðræðið og ópólitískt beint lýðræði þurfa því að fara saman. Aukið lýðræði fæst ekki með auknu vægi Alþingis, eða að pólitíska valdið sé einráða. Það fæst heldur ekki með pólitískum beinum kosningum í tölvum án aðkomu stjórnmálamanna. Aukið lýðræði fæst með því að jafnvægi sé milli starfa þingsins og vilja þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður fæst betri stjórnskipun með því að auka beint lýðræði, þannig að fólkið sé ekki valdalaust milli kosninga. Það fæst með því að auka vægi forsetans sem eftirlitsaðila með pólitíska valdinu, sem umboðsmanns almennings í landinu. Forsetakosningarnar snúast því um aukið beint lýðræði. Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði málskotsréttinn og hann á heiður skilinn fyrir það. En hann er stjórnmálamaður sem tekur pólitíska afstöðu til mála. Ég vil því hvetja frambjóðendur til að tala skýrt, hvort þeir myndu þróa áfram ópólitískt beint lýðræði. Eins vil ég hvetja alla til að kjósa ópólítískan frambjóðanda, sem kemur til með að standa vörð um aukið ópólitískt beint lýðræði í landinu.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar