Taflmennska án nægrar íhugunar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. júní 2012 06:00 Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú" í alls konar kosningakönnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Tillögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónukosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfshættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt" eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættissetu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem einkennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgðarleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrárbundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á frambjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hugleiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengjum yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduðum könnunum, í þingkosningum.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar