Ólafur breytti engu – en nú þarf að breyta! Jakob S. Jónsson skrifar 21. júní 2012 17:00 Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Forsetaembættið snýst öðru fremur um hugsjónir – hvaða augum lítum við íslendingar framtíðina, hvernig samfélag viljum við byggja börnum okkar? Ekki dettur mér í hug í því samhengi að halla orði á Ólaf Ragnar Grímsson. Hann var um margra ára skeið “minn” forseti. Mér þótti þær áherslur, sem hann hafði við framkvæmd á embætti forseta um margt ágætar. Og þegar að því kom, hreifst ég líka með, þegar hann hreifst af útrásarvíkingunum og samgladdist þegar þeir fengu fálkaorður. (Við vorum nokkuð mörg, sem vorum hrifnæm á þeim árum.) Svo sló mig hugsun, sem hefur orðið æ ágengari. Ólafur Ragnar hafði sínar áherslur í starfi sem forseti – en hann breytti ekki forsetaembættinu! Allt, sem hann gerði, var að fara að lagabókanna staf. Hvorki meira né minna. En forsetaembættið virðist hafa breytt Ólafi Ragnari. Í kosningabaráttu hans hefur kveðið við tón, sem mér fellur illa. Hann talar um málskotsréttinn eins og eitthvert verkfæri forseta – sem málskotsrétturinn varla er. Hann talar um “utanríkisstefnu forsetaembættisins” í eins konar hálfkæringi til að andmæla fátæklegum málflutningi eins mótframbjóðandans. Þá segir Ólafur Ragnar hiklaust “við Dorrit” eins og Dorrit væri líka í framboði. Mælti einhver með henni í starf á Bessastöðum? Verður hennar nafn á kjörseðlinum? Mér þykir þetta undarleg Kennedysering á forsetaembættinu. Ólafur Ragnar Grímsson tengist útrás og hruni órjúfanlegum böndum. Æskilegt er því að skipta um forseta. Fá á Bessastaði nýtt andlit og nýjan svip – svip, sem horfir til framtíðar og minnir okkur á að við verðum að læra okkar lexíu af útrásinni og hruninu. Það verður nefnilega að breyta forsetaembættinu – en þess er Ólafur Ragnar ekki megnugur. Hans tími er liðinn. Ég sé fyrir mér Herdísi Þorgeirsdóttur á Bessastöðum. Ég tel að hún geti breytt embætti forseta til hins betra og þannig talað til nýrra tíma. Herdís getur talað um mannréttindi, þannig að við finnum, að þau heyra okkur til, í okkar eigin landi. Herdís getur á sannfærandi hátt fullyrt að enginn fjármálajöfur eigi tilkall til okkar auðlinda og geti fótumtroðið okkar rétt sem íslendingar í eigin landi. Herdís getur talað um lýðræði þannig að við finnum öll, að því fylgir ábyrgð, sem okkur sem þjóð ber að axla. Við þurfum þannig forseta. Við þurfum Herdísi Þorgeirsdóttur!
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun