Nýju fötin forsetans 21. júní 2012 15:00 Áhugafólk um pólitík og almannatengsl fylgist nú af miklum áhuga með slagnum um forsetstólinn því þar fer mikinn fremsti spunameistari þjóðarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur á sviðið, stýrir áherslum og umræðuþáttum af þvílíkri röggsemi að andæðingarnir líta út út eins frambjóðendur til forseta nemendafélags. Fyrir 16 árum var sett íslandsmet í spuna. Ólafi tókst þá að breyta ímynd sinni úr því að vera orðhvass og ófyrileitinn vinstri maður í hófsamann og bljúgan frambjóðanda sem birtist í forsetabúningnum fínn og strokinn mörgum mánuðum fyrir kosningar. Nýja ímyndin virkaði, Ólafur vann og þjóðin fékk það sem hún kaus; fljúgandi kláran og mælskan talsmann og lét sér vel líka. Hlutverk milda landsföðursins klæddi Ólaf ekki eins vel en hlutverkin urðu fleiri og dramatískari. Árið 2004 setti Ólafur á sig grímu Guy Fawkes og varpaði sprengju inn í þinghúsið. Forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög sem ríkistjórn Davíðs Oddssonar hafði fengið samþykkt. Það sauð á hægrimönnum en vinstrimenn kættust. Hér birtist forsetinn í algerlega nýju hlutverki sem varðmaður þjóðarinnar gagnvart alþingi. Málsskotsrétturinn var virkjaður í fyrsta sinn á frá stofnun lýðveldisins. Beiting málskotsréttarins er aldrei hlutlaus, við synjun laga skipar forsetinn sér í hóp þeirra sem efast um umrædd lög og hefur þannig mikil áhrif á almenningsálitið. Davíð játaði sig sigraðan og afturkallaði fjölmiðlalögin fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Snilld Ólafs Ragnars birtist ekki síst í því að þeir sem hötuðu hann þá elska hann nú; 180 gráðu snúningur á 10 árum! Ólafur gerir sér grein fyrir að í forsetaembættið er aldrei kosinn já-maður sitjandi ríkisstjórna. Hann heldur sér því kyrfilega í stjórnarandstöðu í núverandi kosningum þó hjarta hans slái líklega enn vinstra megin - hver veit? Þegar góðæðið tók við settist forsetinn við vefstólinn og spann sér glæsileg ferðaföt úr oflofi, þjóðrembu og meirimáttarkennd. Þær flíkur voru engum til sóma og síðar baðst forsetinn afsökunar á þeim í ávarpi. Neitar reyndar í dag að hafa nokkurntíma átt einkaþotubúning. Eftir hrun var ímynd forsetans í ruslflokki hjá almenningi og góð ráð dýr. Á þeim miklu óvissutímum í sögu þjóðarinnar klæddist Ólafur huliðsskikkju og hvarf sjónum manna. Nokkru síðar er allir hér heima voru uppteknir við að slökkva eldana eftir hrunið taka að berast fréttir utan úr heimi að gamli sjónvarpsmaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson fari mikinn á í erlendum fjölmiðlum og verji þar fimlega málstað Íslands. Upphefðin kemur að utan og beygð þjóðin fékk í hnén. Endurreisn Ólafs var hafinn. Endurreisnin fullkomnast síðan í mynd frelsishetjunnar, hinum goðum líka Ísseifi sem stekkur fram á völlin og bjargar þjóðinni frá erlendri kúgun og langvarandi skuldaklafa. Pennin er máttugri en sverðið, jafnvel ónotaður. Ímyndarstökk Ólafs við þessa atburði var gríðarlegt og má jafna við fræg stökk þeirra Skarphéðins og Gunnars á söguöld. Nú dregur að forsetakosningum árið 2012 og því sem allir töldu verða síðasta ármótaávarp Ólafs Ragnars sem forseta Íslands. Í því birtist hann óvænt í dressi véfréttarinnar. Eftir ávarpið vissi enginn hvað Ólafur Ragnar hefði sagt, hvort hann ætlaði aftur fram eða fram aftur eða hvað? Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla næstu vikur fékkst ekki skýrara svar fyrr en klökkur og þakklátur forsetinn tók við rúmlega 30 þúsund undirskriftum (um 10.000 færri en stefnt var að) með áskorun um að hann gæfi áfram kost á sér. Uppákoman kom gjörsamlega flatt upp á Ólaf sem var líklega eini maðurinn í landinu sem ekki vissi af undirskriftarsöfnunni. Hræður lagðist hann undir feld, kom undan honum eftir viku og bauð sig fram til fimmta kjörtímabilsins í nýjum forsetabúningi; Fimmti landvætturinn er mættur, öryggisventill Íslands! Vargöld vofir yfir, að steðjar þvílík óvissa og ógn að Ólafur getur hreinlega ekki vikist undan því að verja þjóðina á óvissutímum. Áframhaldandi valdaseta hans er algjörlega óumflýjanleg í stöðunni. Óttinn er besti bandamaður stjórnmálamanna í kosningakreppu og oft síðasta hálmstrá þeirra. Kannski ekki stórmannleg aðferð en virkar; svo ég vitni orðrétt í aldraða móður mína: „Ég veit að Ólafur er tækifærissinni sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig en vegna þeirrar ógnar sem steðjar að innanlands og utan þori ég ekki annað en kjósa hann". Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin sú hætta í nánd að vel menntuð og greind þjóðin ráði ekki fram úr henni. Það er lélegt að taka þjóðina á taugum þegar hún er að rísa upp eftir mikla erfiðleika og þarf miklu frekar á hvatningu að halda. Hér ríkir greinilega ofar öðru leiðarstef stjórnmálarefsins: „Það sem er gott fyrir mig er best fyrir þjóðina." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Áhugafólk um pólitík og almannatengsl fylgist nú af miklum áhuga með slagnum um forsetstólinn því þar fer mikinn fremsti spunameistari þjóðarinnar, Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur á sviðið, stýrir áherslum og umræðuþáttum af þvílíkri röggsemi að andæðingarnir líta út út eins frambjóðendur til forseta nemendafélags. Fyrir 16 árum var sett íslandsmet í spuna. Ólafi tókst þá að breyta ímynd sinni úr því að vera orðhvass og ófyrileitinn vinstri maður í hófsamann og bljúgan frambjóðanda sem birtist í forsetabúningnum fínn og strokinn mörgum mánuðum fyrir kosningar. Nýja ímyndin virkaði, Ólafur vann og þjóðin fékk það sem hún kaus; fljúgandi kláran og mælskan talsmann og lét sér vel líka. Hlutverk milda landsföðursins klæddi Ólaf ekki eins vel en hlutverkin urðu fleiri og dramatískari. Árið 2004 setti Ólafur á sig grímu Guy Fawkes og varpaði sprengju inn í þinghúsið. Forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalög sem ríkistjórn Davíðs Oddssonar hafði fengið samþykkt. Það sauð á hægrimönnum en vinstrimenn kættust. Hér birtist forsetinn í algerlega nýju hlutverki sem varðmaður þjóðarinnar gagnvart alþingi. Málsskotsrétturinn var virkjaður í fyrsta sinn á frá stofnun lýðveldisins. Beiting málskotsréttarins er aldrei hlutlaus, við synjun laga skipar forsetinn sér í hóp þeirra sem efast um umrædd lög og hefur þannig mikil áhrif á almenningsálitið. Davíð játaði sig sigraðan og afturkallaði fjölmiðlalögin fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Snilld Ólafs Ragnars birtist ekki síst í því að þeir sem hötuðu hann þá elska hann nú; 180 gráðu snúningur á 10 árum! Ólafur gerir sér grein fyrir að í forsetaembættið er aldrei kosinn já-maður sitjandi ríkisstjórna. Hann heldur sér því kyrfilega í stjórnarandstöðu í núverandi kosningum þó hjarta hans slái líklega enn vinstra megin - hver veit? Þegar góðæðið tók við settist forsetinn við vefstólinn og spann sér glæsileg ferðaföt úr oflofi, þjóðrembu og meirimáttarkennd. Þær flíkur voru engum til sóma og síðar baðst forsetinn afsökunar á þeim í ávarpi. Neitar reyndar í dag að hafa nokkurntíma átt einkaþotubúning. Eftir hrun var ímynd forsetans í ruslflokki hjá almenningi og góð ráð dýr. Á þeim miklu óvissutímum í sögu þjóðarinnar klæddist Ólafur huliðsskikkju og hvarf sjónum manna. Nokkru síðar er allir hér heima voru uppteknir við að slökkva eldana eftir hrunið taka að berast fréttir utan úr heimi að gamli sjónvarpsmaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson fari mikinn á í erlendum fjölmiðlum og verji þar fimlega málstað Íslands. Upphefðin kemur að utan og beygð þjóðin fékk í hnén. Endurreisn Ólafs var hafinn. Endurreisnin fullkomnast síðan í mynd frelsishetjunnar, hinum goðum líka Ísseifi sem stekkur fram á völlin og bjargar þjóðinni frá erlendri kúgun og langvarandi skuldaklafa. Pennin er máttugri en sverðið, jafnvel ónotaður. Ímyndarstökk Ólafs við þessa atburði var gríðarlegt og má jafna við fræg stökk þeirra Skarphéðins og Gunnars á söguöld. Nú dregur að forsetakosningum árið 2012 og því sem allir töldu verða síðasta ármótaávarp Ólafs Ragnars sem forseta Íslands. Í því birtist hann óvænt í dressi véfréttarinnar. Eftir ávarpið vissi enginn hvað Ólafur Ragnar hefði sagt, hvort hann ætlaði aftur fram eða fram aftur eða hvað? Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fjölmiðla næstu vikur fékkst ekki skýrara svar fyrr en klökkur og þakklátur forsetinn tók við rúmlega 30 þúsund undirskriftum (um 10.000 færri en stefnt var að) með áskorun um að hann gæfi áfram kost á sér. Uppákoman kom gjörsamlega flatt upp á Ólaf sem var líklega eini maðurinn í landinu sem ekki vissi af undirskriftarsöfnunni. Hræður lagðist hann undir feld, kom undan honum eftir viku og bauð sig fram til fimmta kjörtímabilsins í nýjum forsetabúningi; Fimmti landvætturinn er mættur, öryggisventill Íslands! Vargöld vofir yfir, að steðjar þvílík óvissa og ógn að Ólafur getur hreinlega ekki vikist undan því að verja þjóðina á óvissutímum. Áframhaldandi valdaseta hans er algjörlega óumflýjanleg í stöðunni. Óttinn er besti bandamaður stjórnmálamanna í kosningakreppu og oft síðasta hálmstrá þeirra. Kannski ekki stórmannleg aðferð en virkar; svo ég vitni orðrétt í aldraða móður mína: „Ég veit að Ólafur er tækifærissinni sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig en vegna þeirrar ógnar sem steðjar að innanlands og utan þori ég ekki annað en kjósa hann". Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin sú hætta í nánd að vel menntuð og greind þjóðin ráði ekki fram úr henni. Það er lélegt að taka þjóðina á taugum þegar hún er að rísa upp eftir mikla erfiðleika og þarf miklu frekar á hvatningu að halda. Hér ríkir greinilega ofar öðru leiðarstef stjórnmálarefsins: „Það sem er gott fyrir mig er best fyrir þjóðina."
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun