„Leikur á borði“ 22. júní 2012 16:00 Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun