Atkvæði í ótta eða trausti á komandi kynslóð? Svanur Sigurbjörnsson skrifar 22. júní 2012 06:00 Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Hún er ekki bara einhver valkostur heldur mjög frambærilegur valkostur. Það væri líka gott að sjá að þjóðin hafi hug á því að kjósa aftur konu í embættið. Það er að vissu leyti auðveldara að líta framhjá konum í framboði núna því að þegar Vigdís var kosin var svo mikilvægt að hefja jafnréttisferlið. Nú er auðvelt að sofna á verðinum. Þorir þjóðin að kjósa aðra konu? Gifta konu með fullt hús af börnum? Lítum á hinar konurnar í framboði. Herdís hóf framboð sitt með því að væna Þóru og forsetann um pólitísk leppframboð án allra gagna ákæru sinni til stuðnings. Slíkt ber vott um dómgreindarleysi og kom mér illilega á óvart frá konu sem hefur barist fyrir mannréttindum Andrea hefur verið afar skelegg en hún hefur of pólitískar hugmyndir um það hvað hún myndi gera sem forseti. Hún virðist frekar vera á leið til að verða forsætisráðherra einhvern góðan vordaginn. Þóra hefur komið afar heiðarlega fram í sinni baráttu og veit hvert hlutverk forsetans er. Framboðsræður Þóru hafa verið afar góðar og mér sýnist að hún muni halda góðum og hófsömum gildum á lofti mun betur en Ólafur Ragnar og hún mun verða nánari fólkinu í landinu. Hans ímynd hefur snúist svo mikið um viðskipti og pólitísk deilumál. Það er því kominn tími til að huga að grunninum og því sameiningarafli og upplyftingu sem góður nýr forseti eins og Þóra getur fært þjóðinni. Ég kýs Þóru! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Hún er ekki bara einhver valkostur heldur mjög frambærilegur valkostur. Það væri líka gott að sjá að þjóðin hafi hug á því að kjósa aftur konu í embættið. Það er að vissu leyti auðveldara að líta framhjá konum í framboði núna því að þegar Vigdís var kosin var svo mikilvægt að hefja jafnréttisferlið. Nú er auðvelt að sofna á verðinum. Þorir þjóðin að kjósa aðra konu? Gifta konu með fullt hús af börnum? Lítum á hinar konurnar í framboði. Herdís hóf framboð sitt með því að væna Þóru og forsetann um pólitísk leppframboð án allra gagna ákæru sinni til stuðnings. Slíkt ber vott um dómgreindarleysi og kom mér illilega á óvart frá konu sem hefur barist fyrir mannréttindum Andrea hefur verið afar skelegg en hún hefur of pólitískar hugmyndir um það hvað hún myndi gera sem forseti. Hún virðist frekar vera á leið til að verða forsætisráðherra einhvern góðan vordaginn. Þóra hefur komið afar heiðarlega fram í sinni baráttu og veit hvert hlutverk forsetans er. Framboðsræður Þóru hafa verið afar góðar og mér sýnist að hún muni halda góðum og hófsömum gildum á lofti mun betur en Ólafur Ragnar og hún mun verða nánari fólkinu í landinu. Hans ímynd hefur snúist svo mikið um viðskipti og pólitísk deilumál. Það er því kominn tími til að huga að grunninum og því sameiningarafli og upplyftingu sem góður nýr forseti eins og Þóra getur fært þjóðinni. Ég kýs Þóru!
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar