Skoðun

Stuðningsgrein: Þóra Arnórsdóttir, forseti sáttar og bjartsýni

Harpa Jónsdóttir skrifar
Nú, á bjartasta tíma ársins, göngum við Íslendingar til forsetakosninga. Forsetakosningar eru í mínum huga tilefni gleði og bjartsýni. Það eru forréttindi og því fylgir jafnframt ábyrgð að fá að velja sér forseta og nýta kosningaréttinn.

Embætti forseta Íslands er ungt eins og lýðveldið sjálft og enn í mótun. Fyrir mér er forsetinn fyrst og fremst sameiningartákn þjóðarinnar. Embættisskyldur hans eru vissulega mun fleiri, hann er fulltrúi Íslands í hinum stóra heimi og hlutverk hans í stjórnkerfinu er einnig mikilvægt.

En mér finnst mikilvægast að forsetinn sé forseti okkar Íslendinga. Forseti sem hvetur til sáttar og samlyndis, forseti sem eykur þjóð sinni kjark og bjartsýni. Forseti sem við getum verið stolt af.

Þess vegna kýs ég Þóru Arnórsdóttur í embætti forseta Íslands. Hún er hrein og bein, heiðarleg og bjartsýn. Hana prýðir allt annað sem til þarf, menntun og mannkostir, áræðni, manngæska og hlýja.

Ég kýs Þóru. Fyrir mig og fyrir framtíðina.




Skoðun

Sjá meira


×