Ekki forsetakosningar? Stefanía G. Kristínsdóttir skrifar 27. júní 2012 06:00 Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Allar líkur eru á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði kjörinn áfram til að gegna embætti forseta Íslands eftir kosningarnar 30. júní þrátt fyrir að hafa lýst yfir eindregnum vilja sínum til að yfirgefa embættið og snúa sér að öðrum verkefnum í áramótaávarpi sínu. Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að breyta afstöðu hans þá vísar hann í þann hóp fólks sem kallaði eftir framboði hans sem og þess hóps sem stóð á bak við þá smölun. Forsendur hans og fyrrnefnds hóps eru þær að „á þeim óvissutímum sem við lifum nú sé mikilvægt að hafa reyndan og öflugan forseta sem getur verið málsvari/verndari þjóðarinnar" og var þar m.a. vísað til vantrausts þjóðarinnar til Alþingis. Ólafur hefur breytt forsetakosningunum frá því að vera val á milli einstaklinga í að vera pólitísk málsvörn sitjandi forseta, varnarræða sem snýst um að réttlæta afglöp hans og koma á framfæri hetjudáðum hans á síðustu 16 árum. Aðrir frambjóðendur hafa ekki sömu forsendur og Ólafur til að svara fyrirspurnum fjölmiðlamanna um forsætisembættið þar sem allur málflutningur byggir á fordæmum sem flest koma frá embættis- eða valdatíð Ólafs. Forsetakosningarnar snúast ekki lengur um að velja besta frambjóðandann heldur um að velja annað hvort Ólaf eða þann sem líklegastur er til að fella Ólaf, jafnvel þó kjósendur telji að einhver annar frambjóðandi sé betur til þess fallinn að gegna embættinu. Með framboði Ólafs má leiða líkur að því að margir sem íhuguðu framboð hafi hætt við þar sem fyrirséð var hvaða leikflétta færi í gang. Hver er framtíð forsetaembættisins í ljósi þess að sami maðurinn hefur setið þar svo lengi og ætlar sér að sitja áfram? Ólafur sagði sjálfur að æskilegt væri að forseti sæti eigi lengur en 12 ár. Er gott að vera með forseta sem tæplega helmingur þjóðarinnar styður og hinn helmingurinn er á móti? Verður það ekki til þess að forsetaembættið verði í sömu skotgröfunum og Alþingi? Erum við að nálgast lýðræði með því að ala á ótta sem veldur því að þjóð kýs forseta sem ætlar að vernda hana á óvissutímum og þá jafnvel gegn þeirra eigin þjóðþingi eða ógnvænlegum alþjóðlegum áhrifum? Hvers virði er lýðræði ótta og aðdáunar á einstaklingsframtaki forsetans? Starfsfélagi minn sagði einu sinni að „það er betra að fleiri vitleysingjar ráði en færri" og því er ég sammála – það er betra að fleiri en einn þjóðkjörinn fulltrúi ráði. Ef til vill ætti enginn að sitja of lengi í valdastóli – hvorki í forsetastóli né á Alþingi. Sú regla er viðhöfð í ýmsum félagsskap og fyrirtækjum að stjórnarmenn sitji ekki lengur en 3-5 ár í senn, mætti ekki setja fram svipaða reglu varðandi forseta og alþingismenn, hámark 2-3 kjörtímabil?
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun