Hver er réttur barna á Íslandi? François Scheefer skrifar 28. júní 2012 06:00 24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga. Áður en til þess kom hafði dóttir mín upplifað ólöglega tálmun í eitt ár og níu mánuði, eða frá 9. janúar 2006. Hinn 30. október það ár voru dagsektir lagðar á lögheimilisforeldrið í hundrað daga skv. 48. gr Barnalaga til að að stoppa ólöglega tálmun. Enda höfðum við dóttir mín rétt á að njóta fjölskyldulífs aðra hverja helgi, annað hvert þriðjudagskvöld, auk fjögurra vikna sumarfrís, skv. úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík, í anda fyrstu setningar 28. gr. Barnalaga um uppeldisskyldur, og skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar um heimili og fjölskyldu. Aðfararúrræðið tók 14 mánuði og allan þann tíma hélt tálmunin áfram í ýmsu formi. Dóttir mín fékk ekki fulla umgengni við mig fyrr en 31. desember 2008 og höfðum við þá verið meira og minna aðskilin vegna ólöglegra tálmana í tæp þrjú ár. Enga hjálp að fáOg í dag er ég nú í sjötta sinn tilneyddur til að krefjast dagsekta skv 48. gr. Barnalaga vegna slíkra brota, því auk dagsektarmáls frá 27. apríl, hófst nýtt slíkt mál hjá Sýslumanninum í Reykjavík 11. júní. Lögheimilisforeldrið braut réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. júní 2008 um endurfundi um helgar frá kl. 14 á föstudegi til mánudagsmorguns og ákvað fyrirvaralaust að samvistir helgarinnar eigi framvegis að hefjast kl. 18. Það tilkynnti að það hefði ákveðið að tálma lögvarðan umgengnisrétt dóttur minnar allan júnímánuð, minnka lögbundið fjögurra vikna sumarfrí okkar í eina viku – og tjáði mér auk þess án lögbundinna skýringa að barnið hafi verið sent út á land. Ég gerði strax Sýslumanninum í Reykjavík, lögreglunni, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofu viðvart og sendi beiðnir um hjálp til þessara aðila. Auk þess sendi lögmaður minn Barnavernd Reykjavíkur þrjú bréf, sýslumanninum þrjú bréf og tvö bréf til gerandans. En engin svör hafa borist, hvorki til mín né lögmanns míns nema almenn staðfesting á dagsektum frá sýslumanni og bréf til mín frá Barnaverndarstofu, sem segir að málið verði skoðað og að ég þurfi að bíða eftir svörum í allt að tólf mánuði. Það er enga hjálp að fá. Ég fæ hvorki svör né aðstoð frá þeim stofnunum sem eiga að koma í veg fyrir brot af þessu tagi. Barnavernd Reykjavíkur hefur ekki svarað mér í átta mánuði. Á þessum tímapunkti hef ég ekki hugmynd um hvað hefur orðið um dóttur mína. Ég er algjörlega úrræðalaus. Umboðsmaður Alþingis getur ekkert gert. Hvað þá umboðsmaður barna. Hvert á ég að leita? Hvað er að íslenskum lögum ?Frá sumarlokum 2002, eða á síðastliðnum tíu árum hafa lögvarðir úrskurðir sýslumanns og réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur um umgengnisrétt barnsins aldrei verið virtir til fulls af lögheimilisforeldri þess. Á þessum tíu árum hefur dóttir mín aðeins varið um 10% af lífi sínu með mér sem umgengnisforeldri hennar. Öll árin hafa einkennst af annað hvort einhverri eða mikilli tálmun. Á tveimur árum hafa brotin varað allt árið, eða 2006 og 2007. Þau eru nú orðin vel á annað hundrað. Og réttarkerfið virðist láta sér í léttu rúmi liggja þótt allt þetta bitni á bæði barninu og mér, jafnvel þótt 65. gr. stjórnarskrárinnar segi að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Hvað er að íslenskum lögum og þeim stofnunum sem eiga að vernda rétt barna og almennra borgara á Íslandi? Hver er réttur barna í íslensku þjóðfélagi? Eru íslensk börn réttindalaus fórnarlömb jafnvel þeirra sem eiga að vernda þau? Og hafa börn og foreldrar þeirra engan rétt gagnvart lögheimilisforeldrum á Íslandi? 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 43. grein Barnalaga eiga að tryggja rétt barns til að tjá sig og að á það sé hlustað. En svo virðist sem þetta sé ekki virt á Íslandi. Enginn virðist taka skoðanir barns alvarlega. Gera embættismenn sér grein fyrir því að slíkt er glæpsamlegt athæfi? Ferlið sem ég fór í gegnum frá 9. janúar 2006 til 31. desember 2008 tók tæp þrjú ár. Og nú stend ég í sjötta sinn frammi fyrir því að hefja sama ferli á ný. Hvernig getur slíkt staðist í vestrænu réttarríki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
24. október 2007 varð ég fyrstur foreldra á Íslandi til að biðja Héraðsdóm Reykjavíkur að knýja fram umgengni við barn með aðför að lögheimilisforeldri þess vegna ítrekaðra brota á umgengnisrétti skv. 50. gr. Barnalaga. Áður en til þess kom hafði dóttir mín upplifað ólöglega tálmun í eitt ár og níu mánuði, eða frá 9. janúar 2006. Hinn 30. október það ár voru dagsektir lagðar á lögheimilisforeldrið í hundrað daga skv. 48. gr Barnalaga til að að stoppa ólöglega tálmun. Enda höfðum við dóttir mín rétt á að njóta fjölskyldulífs aðra hverja helgi, annað hvert þriðjudagskvöld, auk fjögurra vikna sumarfrís, skv. úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík, í anda fyrstu setningar 28. gr. Barnalaga um uppeldisskyldur, og skv. 71. gr. stjórnarskrárinnar um heimili og fjölskyldu. Aðfararúrræðið tók 14 mánuði og allan þann tíma hélt tálmunin áfram í ýmsu formi. Dóttir mín fékk ekki fulla umgengni við mig fyrr en 31. desember 2008 og höfðum við þá verið meira og minna aðskilin vegna ólöglegra tálmana í tæp þrjú ár. Enga hjálp að fáOg í dag er ég nú í sjötta sinn tilneyddur til að krefjast dagsekta skv 48. gr. Barnalaga vegna slíkra brota, því auk dagsektarmáls frá 27. apríl, hófst nýtt slíkt mál hjá Sýslumanninum í Reykjavík 11. júní. Lögheimilisforeldrið braut réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2. júní 2008 um endurfundi um helgar frá kl. 14 á föstudegi til mánudagsmorguns og ákvað fyrirvaralaust að samvistir helgarinnar eigi framvegis að hefjast kl. 18. Það tilkynnti að það hefði ákveðið að tálma lögvarðan umgengnisrétt dóttur minnar allan júnímánuð, minnka lögbundið fjögurra vikna sumarfrí okkar í eina viku – og tjáði mér auk þess án lögbundinna skýringa að barnið hafi verið sent út á land. Ég gerði strax Sýslumanninum í Reykjavík, lögreglunni, Barnavernd Reykjavíkur og Barnaverndarstofu viðvart og sendi beiðnir um hjálp til þessara aðila. Auk þess sendi lögmaður minn Barnavernd Reykjavíkur þrjú bréf, sýslumanninum þrjú bréf og tvö bréf til gerandans. En engin svör hafa borist, hvorki til mín né lögmanns míns nema almenn staðfesting á dagsektum frá sýslumanni og bréf til mín frá Barnaverndarstofu, sem segir að málið verði skoðað og að ég þurfi að bíða eftir svörum í allt að tólf mánuði. Það er enga hjálp að fá. Ég fæ hvorki svör né aðstoð frá þeim stofnunum sem eiga að koma í veg fyrir brot af þessu tagi. Barnavernd Reykjavíkur hefur ekki svarað mér í átta mánuði. Á þessum tímapunkti hef ég ekki hugmynd um hvað hefur orðið um dóttur mína. Ég er algjörlega úrræðalaus. Umboðsmaður Alþingis getur ekkert gert. Hvað þá umboðsmaður barna. Hvert á ég að leita? Hvað er að íslenskum lögum ?Frá sumarlokum 2002, eða á síðastliðnum tíu árum hafa lögvarðir úrskurðir sýslumanns og réttarsátt Héraðsdóms Reykjavíkur um umgengnisrétt barnsins aldrei verið virtir til fulls af lögheimilisforeldri þess. Á þessum tíu árum hefur dóttir mín aðeins varið um 10% af lífi sínu með mér sem umgengnisforeldri hennar. Öll árin hafa einkennst af annað hvort einhverri eða mikilli tálmun. Á tveimur árum hafa brotin varað allt árið, eða 2006 og 2007. Þau eru nú orðin vel á annað hundrað. Og réttarkerfið virðist láta sér í léttu rúmi liggja þótt allt þetta bitni á bæði barninu og mér, jafnvel þótt 65. gr. stjórnarskrárinnar segi að allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Hvað er að íslenskum lögum og þeim stofnunum sem eiga að vernda rétt barna og almennra borgara á Íslandi? Hver er réttur barna í íslensku þjóðfélagi? Eru íslensk börn réttindalaus fórnarlömb jafnvel þeirra sem eiga að vernda þau? Og hafa börn og foreldrar þeirra engan rétt gagnvart lögheimilisforeldrum á Íslandi? 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 43. grein Barnalaga eiga að tryggja rétt barns til að tjá sig og að á það sé hlustað. En svo virðist sem þetta sé ekki virt á Íslandi. Enginn virðist taka skoðanir barns alvarlega. Gera embættismenn sér grein fyrir því að slíkt er glæpsamlegt athæfi? Ferlið sem ég fór í gegnum frá 9. janúar 2006 til 31. desember 2008 tók tæp þrjú ár. Og nú stend ég í sjötta sinn frammi fyrir því að hefja sama ferli á ný. Hvernig getur slíkt staðist í vestrænu réttarríki?
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun