Stuðningsgrein: Ég styð Herdísi Kristín Ómarsdóttir skrifar 29. júní 2012 16:00 Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar gjaldþrot Íslands blasti við fyrir fjórum árum létu margir þá reynslu sér að kenningu verða og strengdu þess heit að taka ekki aftur lán eða láta svindla á sér; eftir að hafa horft á útskýringaþætti í sjónvarpinu um mátt lána og vald banka yfir lífi manneskjunnar um allan heim. Stjórnmálamenn höfðu sem dæmi notið ólíklegustu styrkja, svimandi hárra upphæða, frá stórum fyrirtækjum í kosningasjóði sína. Þegar teppunum var lyft af gólfunum í Alþingishúsinu, í Stjórnarráðinu, í bönkunum, í mörgum stofnunum, komu undirheimar í ljós og í raun var bara þægilegast að skella teppunum aftur á gólfið. Fólk sem barði potta á Austurvelli trúði því haustið 08 að nú myndi samfélagið breytast; sumir voru ekki eins auðtrúa og kannski trúði því enginn, kannski voru mótmælin ákveðinn dans sem fólk stígur til þess að endurheimta sjálfsvirðinguna; eftir að hafa verið platað all hressilega af pólitíkusum og vinum þeirra. Vissulega gengur líf manns að mörgu leyti fyrir svikum, heiðarleikinn er draumsýn og einhvers konar sýndarmennska líka, heimurinn er sem betur fer ekki svart-hvítur, manneskjan eru mannleg og breysk og það er harmrænt og ólíðandi þegar spilling valdafólks, og þeirra sem bjóðast til þess að fara með ráð yfir öðrum, kemur niður á lífsbjörg almennings, leggur á hann ferðarhöft; í hverjum mánuði á fólk á Íslandi ekki fyrir mat. Raddirnar á Austurvelli hljóðnuðu ótrúlega fljótt nokkrum mánuðum eftir fyrrnefnt haust, enginn veit hvað gerðist: var sú stétt sem hæst heyrist í búin að fá svokallaða leiðréttingu? Er rödd þeirrar stéttar sem á greiðastan aðgang inn í fjölmiðla betur stödd fjárhagslega og hefur hún þess vegna hætt að mótmæla? Ég veit það ekki. Ég trúi því að það þurfi ekki peninga „til að ná til fjöldans", eins og ég hef heyrt fólk réttlæta milljónirnar sem kosningasjóðir júní-mánaðar þenja. Og hver er annars umræddur fjöldi? Gæti það hugsanlega verið andlýðræðislegt að tala á þessum nótum: að ná til fjöldans? Ég trúi því að Jesús hafi ekki haft fjármagns-bakköpp til að opna eyru og augu fólks, að hann hafi ekki haft bakland - jafnvel ekki hjá Guði - og að fiskarnir og brauðið sem hann mettaði fólk á hafi ekki verið auglýsingatrikk; þó vissulega megi og gaman sé að túlka gjörninginn þannig. Ég trúi því að umræður okkar á milli, um það hvernig við eigum að smíða framtíðina, geti átt sér stað án auglýsingamennsku, án styrkja, án peninga. Ef þjóðaratkvæðagreiðslur og öll framboð, til forseta, Alþingis, bæjar- og sveitarstjórna, væru ekki drifin áfram af peningaafli, myndum við fljótt finna leið til að hittast, til þess að kynnast, nýjar leiðir, til þess að kjósandinn hitti og kynnist frambjóðandanum og frambjóðandinn hitti og kynnist kjósandanum. Ég held að auglýsingamennska tilheyri fortíðinni. Auglýsingar og sölumennska í lýðræðislegum stjórnmálum tilheyra sannarlega fortíðinni. Við stöndum frammi fyrir heimi þar sem við eygjum von og eigum möguleika á því að tala saman án þess að fá borgað fyrir það. Þar sem við getum búið til samfélag án þess að stóru karlarnir, eins og valdaheimurinn er oft kallaður, hafi ekki öðruvísi eða meiri afskipti af smíðaskapnum en sérhver annar borgari. Það er meðal annars þess vegna sem ég styð Herdísi Þorgeirsdóttur til embættis forseta Íslands.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun