Ímynd Íslands, atvinnulífið og forsetinn Hjörtur Smárason skrifar 29. júní 2012 14:00 Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Styrking íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu er eitt af megin verkefnum forseta Íslands og mikilvægt að hann kynni íslensk fyrirtæki og íslenskt hugvit á erlendum vettvangi. Í krafti embættis síns getur forsetinn opnað dyr að nýjum mörkuðum, komið á verðmætum tengslum milli fyrirtækja og fjárfesta og lagt lóð á vogarskálarnar með þátttöku í ráðstefnum, fundum og viðburðum sem mikilvægir eru fyrir útrás og kynningu íslenskra fyrirtækja. Framtíð íslensks atvinnulífs veltur á öflugu nýsköpunar- og sprotaumhverfi og aðgengi þess að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum. Bein þátttaka forsetans er mikilvæg en verður þó alltaf að vera innan ákveðins ramma til að koma í veg fyrir að forsetinn flækist inn í spillingu eða geti endað sem leiksoppur voldugra auðmanna. En forsetinn getur haft jafnvel enn víðtækari áhrif með öðrum hætti sem nýtist jafnt fyrirtækjum, stórum og smáum og hinum skapandi greinum. Ímynd Íslands skiptir verulegu máli fyrir möguleika íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu og ekki hvað síst fyrir sölu ferðaþjónustuaðila á Íslandi sem áfangastað. Hvað það segir fólki að eitthvað fyrirtæki sé frá Íslandi getur haft veruleg áhrif á það hvernig samningaviðræður ganga, hvort það sé strax afskrifað við fyrstu kynni eða veki forvitni og áhuga á að vita meira. Ísland hefur getið sér gott orð fyrir frumlegan og framsækinn hugsanahátt. Þar vega þyngst listamenn eins og Björk og Sigurrós en ekki síður sterk staða kvenna og samkynhneigðra. Sú ímynd hófst með valinu á Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta lýðræðislega kjörna þjóðarleiðtoga heims sem var kona. Sú kosning vakti mikla athygli og aðdáun erlendis og hefur enn áhrif á ímynd Íslands enda var þar brotið blað í jafnréttisbaráttu kvenna. Sömu sögu er að segja um árangur í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Við eigum líka nýsköpunarfyrirtæki sem hafa vakið verðskuldaða athygli af sömu ástæðu eins og CCP og Össur, Datamarket, Nikita og fjöldi annarra. Þess vegna langar mig til að biðja fólk sem á lífsviðurværi sitt undir útflutningi eða ímynd Íslands með einum eða öðrum hætti að íhuga eftirfarandi spurningar: Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að vekja athygli og áhuga heimspressunnar? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að verða eftirsóttur fyrirlesari og gestur á ráðstefnum og samkomum? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem brautryðjandi þjóðar sem þorir? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem þjóðar sem sé framsýn í hugsun og nálgunum? Hvaða frambjóðandi er þar af leiðandi líklegastur til að gagnast atvinnulífinu í heild sinni, ekki bara einstökum fyrirtækjum, sem forseti? Það þykir sérstakt ef að forsetakosningar í jafnlitlu ríki og á Íslandi fá yfir höfuð nokkra athygli af heimspressunni. Samt sem áður hafa sjónvarpsstöðvar, dagblöð og tímarit um alla Evrópu og reyndar víða um heim fylgst grant með einum frambjóðandanum - Þóru Arnórsdóttur. Það að forsetaframbjóðandi fái jafn mikla athygli fyrir kosningar og Þóra hefur fengið er algjörlega einstakt og sýnir okkur að þó að það eigi ekki að skipta okkur máli hér á Íslandi hvort forsetinn sé gamall karl eða ung kona, þá vekur framboð hennar heimsathygli. Ástæðan er einfaldlega sú að möguleiki einhvers í hennar stöðu á að verða forseti er óhugsandi víðast hvar annars staðar í heiminum. Við höfum tækifæri til þess að setja einstakt fordæmi fyrir umheiminn og að verða konum - og feðrum - innblástur og fyrirmynd. Við höfum tækifæri til að velja okkur fulltrúa sem mun vekja áhuga og forvitni á landi og þjóð - og afurðum okkar. Sýnum hugrekki. Verum framsýn. Styrkjum ímynd Íslands. Kjósum Þóru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræðan um hlutverk forseta Íslands hefur einhverra hluta vegna snúist fyrst og fremst um valdsvið hans, sem er mjög takmarkað, en ekki um það sem hlutverk forseta snýst mest um frá degi til dags. Að vera andlit þjóðarinnar gagnvart umheiminum. Styrking íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu er eitt af megin verkefnum forseta Íslands og mikilvægt að hann kynni íslensk fyrirtæki og íslenskt hugvit á erlendum vettvangi. Í krafti embættis síns getur forsetinn opnað dyr að nýjum mörkuðum, komið á verðmætum tengslum milli fyrirtækja og fjárfesta og lagt lóð á vogarskálarnar með þátttöku í ráðstefnum, fundum og viðburðum sem mikilvægir eru fyrir útrás og kynningu íslenskra fyrirtækja. Framtíð íslensks atvinnulífs veltur á öflugu nýsköpunar- og sprotaumhverfi og aðgengi þess að erlendu fjármagni og erlendum mörkuðum. Bein þátttaka forsetans er mikilvæg en verður þó alltaf að vera innan ákveðins ramma til að koma í veg fyrir að forsetinn flækist inn í spillingu eða geti endað sem leiksoppur voldugra auðmanna. En forsetinn getur haft jafnvel enn víðtækari áhrif með öðrum hætti sem nýtist jafnt fyrirtækjum, stórum og smáum og hinum skapandi greinum. Ímynd Íslands skiptir verulegu máli fyrir möguleika íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu og ekki hvað síst fyrir sölu ferðaþjónustuaðila á Íslandi sem áfangastað. Hvað það segir fólki að eitthvað fyrirtæki sé frá Íslandi getur haft veruleg áhrif á það hvernig samningaviðræður ganga, hvort það sé strax afskrifað við fyrstu kynni eða veki forvitni og áhuga á að vita meira. Ísland hefur getið sér gott orð fyrir frumlegan og framsækinn hugsanahátt. Þar vega þyngst listamenn eins og Björk og Sigurrós en ekki síður sterk staða kvenna og samkynhneigðra. Sú ímynd hófst með valinu á Vigdísi Finnbogadóttur sem fyrsta lýðræðislega kjörna þjóðarleiðtoga heims sem var kona. Sú kosning vakti mikla athygli og aðdáun erlendis og hefur enn áhrif á ímynd Íslands enda var þar brotið blað í jafnréttisbaráttu kvenna. Sömu sögu er að segja um árangur í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Við eigum líka nýsköpunarfyrirtæki sem hafa vakið verðskuldaða athygli af sömu ástæðu eins og CCP og Össur, Datamarket, Nikita og fjöldi annarra. Þess vegna langar mig til að biðja fólk sem á lífsviðurværi sitt undir útflutningi eða ímynd Íslands með einum eða öðrum hætti að íhuga eftirfarandi spurningar: Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að vekja athygli og áhuga heimspressunnar? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til þess að verða eftirsóttur fyrirlesari og gestur á ráðstefnum og samkomum? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem brautryðjandi þjóðar sem þorir? Hvaða frambjóðandi er líklegastur til að styrkja ímynd Íslands sem þjóðar sem sé framsýn í hugsun og nálgunum? Hvaða frambjóðandi er þar af leiðandi líklegastur til að gagnast atvinnulífinu í heild sinni, ekki bara einstökum fyrirtækjum, sem forseti? Það þykir sérstakt ef að forsetakosningar í jafnlitlu ríki og á Íslandi fá yfir höfuð nokkra athygli af heimspressunni. Samt sem áður hafa sjónvarpsstöðvar, dagblöð og tímarit um alla Evrópu og reyndar víða um heim fylgst grant með einum frambjóðandanum - Þóru Arnórsdóttur. Það að forsetaframbjóðandi fái jafn mikla athygli fyrir kosningar og Þóra hefur fengið er algjörlega einstakt og sýnir okkur að þó að það eigi ekki að skipta okkur máli hér á Íslandi hvort forsetinn sé gamall karl eða ung kona, þá vekur framboð hennar heimsathygli. Ástæðan er einfaldlega sú að möguleiki einhvers í hennar stöðu á að verða forseti er óhugsandi víðast hvar annars staðar í heiminum. Við höfum tækifæri til þess að setja einstakt fordæmi fyrir umheiminn og að verða konum - og feðrum - innblástur og fyrirmynd. Við höfum tækifæri til að velja okkur fulltrúa sem mun vekja áhuga og forvitni á landi og þjóð - og afurðum okkar. Sýnum hugrekki. Verum framsýn. Styrkjum ímynd Íslands. Kjósum Þóru.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun