Jákvæð samræða eða dómharka og stimplun? Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. Kosningabaráttan er í hámarki í samfélaginu öllu, allt frá kaffistofum og eldhúsborðum til fjölmiðla og stræta. Fólk tekst á, leitar leiða til að sannfæra hvert annað, vinna félagana á sitt band, afla atkvæða fyrir sinn frambjóðanda. Þetta ferli getur verið ljómandi skemmtilegt, umræðan gagnleg og hleypt lífi í hversdaginn en það getur líka tekið á, dregið niður, skapað neikvæðni og átök. Ekki aðeins fyrir frambjóðendur og hörðustu stuðningsmenn þeirra heldur alla. Því að þrátt fyrir allt tal um nýtt Ísland, þjóðfundi og ný gildi getum við, þessi fámenna þjóð á eyjunni í Atlantshafi, sýnt samferðamönnum okkar, hvert öðru, ótrúlega neikvæðni, fyrirlitningu og virðingarleysi, ekki síst þegar kemur að kosningum. Sá sem ekki kýs A heldur B er dæmdur og flokkaður í stað þess að virðing sé borin fyrir skoðunum hans og gildum. Þetta er áberandi í samfélagi nútímans þar sem aðgangur að netmiðlum er óheftur og fólki gefst auk þess kostur á að hringja í fjölmiðla og tjá sig dag hvern. Við berum öll ábyrgð á að móta samfélagið og koma þannig fram við samferðamenn okkar að þeir geti verið stoltir af sínum lýðræðislegu skoðunum þó þær séu aðrar en okkar. Klínum ekki merkimiðum á skoðanir annarra og drögum úr dómhörkunni! Sýnum hvert öðru þá virðingu að virða lýðræðislegt frelsi okkar sem einstaklinga til að kjósa þann frambjóðanda sem við sjálf viljum án þess að uppskera andúð, fordóma og virðingarleysi frá fólkinu sem við umgöngumst. Það sýnir hvorki víðsýni, umburðarlyndi né mannúð að fordæma val annarra og stimpla þá og flokka sem lakari eða óskynsamari þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Það er bæði þröngsýni og hroki að líta niður á þá samferðamenn sem eru þér ósammála og það á ekki aðeins við í þessum kosningum heldur öllum. Kjarni lýðræðisins er rétturinn til að hafa skoðun, vera ósammála, en lifa í sátt og virða samferðafólk sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú kjósum við. Við Íslendingar erum svo lánsöm að búa við lýðræði og nú er það verkefni okkar, hvers og eins, að kjósa þann einstakling sem við sjálf viljum sem forseta Íslands. Kosningabaráttan er í hámarki í samfélaginu öllu, allt frá kaffistofum og eldhúsborðum til fjölmiðla og stræta. Fólk tekst á, leitar leiða til að sannfæra hvert annað, vinna félagana á sitt band, afla atkvæða fyrir sinn frambjóðanda. Þetta ferli getur verið ljómandi skemmtilegt, umræðan gagnleg og hleypt lífi í hversdaginn en það getur líka tekið á, dregið niður, skapað neikvæðni og átök. Ekki aðeins fyrir frambjóðendur og hörðustu stuðningsmenn þeirra heldur alla. Því að þrátt fyrir allt tal um nýtt Ísland, þjóðfundi og ný gildi getum við, þessi fámenna þjóð á eyjunni í Atlantshafi, sýnt samferðamönnum okkar, hvert öðru, ótrúlega neikvæðni, fyrirlitningu og virðingarleysi, ekki síst þegar kemur að kosningum. Sá sem ekki kýs A heldur B er dæmdur og flokkaður í stað þess að virðing sé borin fyrir skoðunum hans og gildum. Þetta er áberandi í samfélagi nútímans þar sem aðgangur að netmiðlum er óheftur og fólki gefst auk þess kostur á að hringja í fjölmiðla og tjá sig dag hvern. Við berum öll ábyrgð á að móta samfélagið og koma þannig fram við samferðamenn okkar að þeir geti verið stoltir af sínum lýðræðislegu skoðunum þó þær séu aðrar en okkar. Klínum ekki merkimiðum á skoðanir annarra og drögum úr dómhörkunni! Sýnum hvert öðru þá virðingu að virða lýðræðislegt frelsi okkar sem einstaklinga til að kjósa þann frambjóðanda sem við sjálf viljum án þess að uppskera andúð, fordóma og virðingarleysi frá fólkinu sem við umgöngumst. Það sýnir hvorki víðsýni, umburðarlyndi né mannúð að fordæma val annarra og stimpla þá og flokka sem lakari eða óskynsamari þó þeir séu ekki á sama máli og þú. Það er bæði þröngsýni og hroki að líta niður á þá samferðamenn sem eru þér ósammála og það á ekki aðeins við í þessum kosningum heldur öllum. Kjarni lýðræðisins er rétturinn til að hafa skoðun, vera ósammála, en lifa í sátt og virða samferðafólk sitt.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar