Umbætur í háskólamálum Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa orðið þáttaskil í samskiptum stjórnvalda og háskólanna í landinu með gerð samninga við þá alla til fimm ára um fjárframlög til kennslu og rannsókna. Með samningunum er tekin upp ný aðferðafræði í þessum samskiptum og þar fjallað um þjónustu og verkefni háskólanna, tilgreind fræðasvið þeirra og stærð þeirra afmörkuð í fjölda nemenda og ársnema. Fjallað um réttindi og skyldur nemenda og ábyrgð skóla. Ítarlega er fjallað um framlög ríkisins og fjárhagsleg samskipti auk umfjöllunar um upplýsingagjöf, samskipti og eftirlit. Fleiri atriði má nefna sem eru ný af nálinni. Þannig er ætlast til að háskólar skilgreini og birti lágmarkskröfur um aðgangsviðmið nemenda sem hefja nám á grunnstigi í einstökum deildum og/eða námsbrautum. Við framsetningu aðgangsviðmiða verði tekið mið af aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Aðgangsviðmið einstakra deilda á háskólastigi eru mikilvægar upplýsingar fyrir framhaldsskóla við gerð námsbrauta og fyrir námsmenn við sérhæft námsval. Háskólarnir munu í síðasta lagi skólaárið 2014/2015 birta aðgangsviðmið allra námsleiða sinna og er gert ráð fyrir að allir framhaldsskólar kenni samkvæmt nýrri námskrá haustið 2015. Þá vinna háskólarnir að aukinni nýtingu frjáls hugbúnaðar í háskólastarfi í samræmi við stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað en ávinningur af nýtingu frjáls hugbúnaðar er mikill. Frjáls hugbúnaður gerir skólann óháðari einstökum aðilum og býður frjáls hugbúnaður upp á kennslumöguleika sem ekki eru fyrir hendi í séreignarhugbúnaði, svo sem að kynna sér innri virkni hugbúnaðarins og að taka virkari þátt í þróun hugbúnaðarins. Með frelsinu til að dreifa hugbúnaðinum getur háskólinn jafnframt stuðlað að jöfnuði meðal nemenda skólans og starfsmanna þar sem sami hugbúnaður stendur öllum til boða. Fjárhagslegur ávinningur getur einnig orðið umtalsverður þar sem ekki er greitt fyrir hugbúnaðarleyfi og hægt er að auka samstarf og samnýtingu til að draga úr bæði notkunar- og þróunarkostnaði. Að lokum má nefna að við innra og ytra mat háskóla er m.a. byggt á tölulegum gögnum sem gefa mynd af starfi og árangri skólans. Markmiðið er að fá sem gleggsta heildarmynd af háskólunum og hvernig þeir þróast í samanburði. Háskólarnir munu skila reglulega yfirliti yfir lykiltölur í samræmi við birtingaráætlun. Mennta- og menningarmálaráðuneytið mun jafnframt birta lykiltölur um háskólakerfið í heild. Mikið starf hefur verið unnið á undanförnum árum við að auka gæði íslenskra háskóla þrátt fyrir erfitt efnahagsástand og niðurskurð á öllum sviðum hins opinbera. Rammi stjórnsýslunnar skiptir þar máli, rétt eins og gæði kennslu og rannsókna. Sú aðferðafræði sem hér er lýst er tvímælalaust til þess fallin að gera íslenska háskólakerfið betra og stjórnsýslu þess gagnsærri öllum almenningi og styrkja umgjörðina um hið mikilvæga starf háskólanna sem er lífsnauðsynlegt hverju því samfélagi sem vill byggja atvinnuuppbyggingu og framtíðarsýn á þekkingu og nýsköpun.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar