Ólympíuleikarnir eins og jólin Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 27. júlí 2012 08:00 Hér er íslenska sundfólkið á leikunum, talið frá vinstri: Eva Hannesdóttir, Anton Sveinn McKee, Árni Már Árnason, Jakob Jóhann Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman. Mynd/Valli ÓL2012 Keppni á Ólympíuleikum hefst af fullum krafti á morgun og eins og venjulega beinist athygli margra að sundi sem keppt verður í fyrstu dagana. Ísland á alls sjö sundkappa á leikunum og keppa þrír þeirra strax á morgun. Fréttablaðið hitti á íslenska sundhópinn í Ólympíuþorpinu í gær og lá vel á öllum í hópnum, enda fjögurra ára bið á enda. Þeir sem eru að keppa á sínum fyrstu leikum hafa beðið alla ævi. Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára gömul og yngsti keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í þetta skiptið. Hún segir upplifunina einstaka. „Þetta er æðislegt. Miklu stærra en ég bjóst við. Það sem stekkur á mann er hversu ótrúleg vinna hefur farið í að byggja þetta allt saman upp," sagði hún og benti á þær fjölmörgu byggingar sem eru nú vistarverur íþróttamannanna á leikunum. Jakob Jóhann Sveinsson er reyndasti keppandi Íslands á leikunum en hann er að taka þátt í fjórða skiptið. Hans frumraun var í Sydney fyrir tólf árum síðan. „Mér finnst voðalega stutt síðan ég var á mínum fyrstu Ólympíuleikum. En tíminn líður bara svona hratt," sagði hann. Jakob fannst þægilegt að koma inn í þorpið í fyrsta sinn. „Ég var stressaður áður en ég kom en leið svo mjög vel þegar ég kom inn í þorpið. Hér þekki ég allar aðstæður svo vel og leið eins og ég væri kominn heim, þó svo að ég hafi aldrei komið hingað áður. Fyrir mér eru Ólympíuleikarnir eins og jólin – hér er allt frítt og komið fram við mann eins og kóngafólk." Undirbúningur flestra hefur gengið vel fyrir sig. Reyndar var ákveðið í gær að Hrafnhildur Lúthersdóttir myndi ekki keppa í 100 m bringusundi á sunnudaginn þar sem hún er meidd á olnboga. „Við vorum í æfingabúðum í Frakklandi þar sem ég datt og meiddi mig," segir hún. „Ég hef því misst aðeins úr æfingum en á þessu stigi undirbúningsins hefði ég hvort sem er þurft á hvíldinni að halda og kom það því ekki að sök. Vonandi dregur þetta ekki úr mér kraftinn – ég ætla alla vega að vera áfram jákvæð og bjartsýn." Æfingaferlið hefur þó verið mismunandi hjá sundfólkinu. Eygló Ósk var fyrst til að tryggja sig inn á leikana þegar hún gerði það á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum og naut góðs af því. „Það var mjög þægilegt – ekkert stress í sumar og ég gat slakað á og einbeitt mér frekar að æfingum en að ná lágmörkum á lokasprettinum. Öll mót eftir ÍM hafa verið æfingamót fyrir mér." Sundfólkið á það allt sameiginlegt að vera í sínu besta formi nú enda stefnan að toppa á Ólympíuleikunum. Og mátti heyra á flestum að markmiðin væru svipuð. „Ég ætla bara að gera mitt besta og fara eins hratt og ég get," sagði Eygló og mælti þar í raun fyrir allan hópinn. Sund Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
ÓL2012 Keppni á Ólympíuleikum hefst af fullum krafti á morgun og eins og venjulega beinist athygli margra að sundi sem keppt verður í fyrstu dagana. Ísland á alls sjö sundkappa á leikunum og keppa þrír þeirra strax á morgun. Fréttablaðið hitti á íslenska sundhópinn í Ólympíuþorpinu í gær og lá vel á öllum í hópnum, enda fjögurra ára bið á enda. Þeir sem eru að keppa á sínum fyrstu leikum hafa beðið alla ævi. Eygló Ósk Gústafsdóttir er sautján ára gömul og yngsti keppandi Íslands á Ólympíuleikunum í þetta skiptið. Hún segir upplifunina einstaka. „Þetta er æðislegt. Miklu stærra en ég bjóst við. Það sem stekkur á mann er hversu ótrúleg vinna hefur farið í að byggja þetta allt saman upp," sagði hún og benti á þær fjölmörgu byggingar sem eru nú vistarverur íþróttamannanna á leikunum. Jakob Jóhann Sveinsson er reyndasti keppandi Íslands á leikunum en hann er að taka þátt í fjórða skiptið. Hans frumraun var í Sydney fyrir tólf árum síðan. „Mér finnst voðalega stutt síðan ég var á mínum fyrstu Ólympíuleikum. En tíminn líður bara svona hratt," sagði hann. Jakob fannst þægilegt að koma inn í þorpið í fyrsta sinn. „Ég var stressaður áður en ég kom en leið svo mjög vel þegar ég kom inn í þorpið. Hér þekki ég allar aðstæður svo vel og leið eins og ég væri kominn heim, þó svo að ég hafi aldrei komið hingað áður. Fyrir mér eru Ólympíuleikarnir eins og jólin – hér er allt frítt og komið fram við mann eins og kóngafólk." Undirbúningur flestra hefur gengið vel fyrir sig. Reyndar var ákveðið í gær að Hrafnhildur Lúthersdóttir myndi ekki keppa í 100 m bringusundi á sunnudaginn þar sem hún er meidd á olnboga. „Við vorum í æfingabúðum í Frakklandi þar sem ég datt og meiddi mig," segir hún. „Ég hef því misst aðeins úr æfingum en á þessu stigi undirbúningsins hefði ég hvort sem er þurft á hvíldinni að halda og kom það því ekki að sök. Vonandi dregur þetta ekki úr mér kraftinn – ég ætla alla vega að vera áfram jákvæð og bjartsýn." Æfingaferlið hefur þó verið mismunandi hjá sundfólkinu. Eygló Ósk var fyrst til að tryggja sig inn á leikana þegar hún gerði það á Íslandsmeistaramótinu í apríl síðastliðnum og naut góðs af því. „Það var mjög þægilegt – ekkert stress í sumar og ég gat slakað á og einbeitt mér frekar að æfingum en að ná lágmörkum á lokasprettinum. Öll mót eftir ÍM hafa verið æfingamót fyrir mér." Sundfólkið á það allt sameiginlegt að vera í sínu besta formi nú enda stefnan að toppa á Ólympíuleikunum. Og mátti heyra á flestum að markmiðin væru svipuð. „Ég ætla bara að gera mitt besta og fara eins hratt og ég get," sagði Eygló og mælti þar í raun fyrir allan hópinn.
Sund Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira