Þegar Hótel Ísland brann Guðfinna Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2012 06:00 Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. Sem krakki hafði ég aldrei þorað að fara inn í Veltusundið, hvað þá Vallarstrætið. Mér fannst þau dimm, köld og illa lyktandi. En einhvern veginn var eins og allt hefði breyst, allt var bjartara og opnara. Og nú fyrst sá ég fallega rauða húsið „Hótel Vík", hús sem ég hafði einhverra hluta vegna ekki komið auga á í skugga sundsins. Í sumar hefur mannlífið í borginni verið með litríkasta og skemmtilegasta móti. Á Ingólfstorgi hafa vegfarendur getað notið blíðunnar, sest niður og pantað sér kaffibolla. Allt opið og bjart. En fallega rauða húsið man fífil sinn fegurri og nú er umhverfi þess í uppnámi. Afleit er sú hugmynd að byggja hús á Ingólfstorgi og endurvekja þröng sund og loka Hótel Vík inni á ný. Látum ekki skugga, kulda, myrkur og umferðarteppu einkenna dýrmætasta svæði Reykjavíkurborgar. Stöndum saman um að finna farsæla lausn fyrir alla og að svæðið sem markast af Austurvelli, Fógetagarði og Ingólfstorgi fái að vera opið, bjart og fallegt með gömlum húsum sem segja öll sína sögu. Safnað er undirskriftum á www.ekkihotel.is gegn því að rauða fallega húsið verði ofurliði borið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. Sem krakki hafði ég aldrei þorað að fara inn í Veltusundið, hvað þá Vallarstrætið. Mér fannst þau dimm, köld og illa lyktandi. En einhvern veginn var eins og allt hefði breyst, allt var bjartara og opnara. Og nú fyrst sá ég fallega rauða húsið „Hótel Vík", hús sem ég hafði einhverra hluta vegna ekki komið auga á í skugga sundsins. Í sumar hefur mannlífið í borginni verið með litríkasta og skemmtilegasta móti. Á Ingólfstorgi hafa vegfarendur getað notið blíðunnar, sest niður og pantað sér kaffibolla. Allt opið og bjart. En fallega rauða húsið man fífil sinn fegurri og nú er umhverfi þess í uppnámi. Afleit er sú hugmynd að byggja hús á Ingólfstorgi og endurvekja þröng sund og loka Hótel Vík inni á ný. Látum ekki skugga, kulda, myrkur og umferðarteppu einkenna dýrmætasta svæði Reykjavíkurborgar. Stöndum saman um að finna farsæla lausn fyrir alla og að svæðið sem markast af Austurvelli, Fógetagarði og Ingólfstorgi fái að vera opið, bjart og fallegt með gömlum húsum sem segja öll sína sögu. Safnað er undirskriftum á www.ekkihotel.is gegn því að rauða fallega húsið verði ofurliði borið.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun