Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti. Þannig var það til dæmis þegar ungur drengur fór með föður sínum á sjóinn og komst þar að því að menn sem voru með þeim feðgum um borð töldu sjálfsagt og eðlilegt, já, bara fyndið og flott, að beita hann andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þarna í bátnum væri í lagi að kasta gildum fyrir borð og sýna þeim yngsta, nýliðanum, framkomu sem annars er dæmd algjörlega óásættanleg og þessir menn hefðu ekki sýnt í götunni heima. Sagan segir frá ýmiss konar sviðsmyndum þar sem fólk er beitt ofbeldi og niðurlægingu, af því að það er sett í ákveðin hlutverk eða ákveðnar aðstæður eru settar upp, oft í skjóli einhvers konar hefða eða ómenningar. Svo er þetta líka allt svo sniðugt og fyndið og á eftir eru allir vinir, ja, nema kannski Sigga sem lenti á slysó og Gunni sem fór víst heim í ofsakvíðakasti og þjáist enn af alvarlegri fælni æ, þau gleymdu sér aðeins og héldu honum of lengi. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að finna frásagnir af busavígslum sem hafa farið úr böndunum hér á landi á síðustu árum, ofbeldis-, viðbjóðs- og niðurlægingarmyndir á veraldarvefnum þar sem börnin okkar eru fórnarlömbin. Einmitt núna er þetta skipulagða ferli niðurlægingar og jafnvel ofbeldis fram undan hér á landinu okkar. Settar eru upp aðstæður þar sem börn eru í besta falli útilokuð frá ákveðnum svæðum á eigin vinnustað, flokkuð óæðri, látin lúta höfði fyrir böðlum sínum, þjóna þeim og sýna þeim undirgefni, ganga innan þröngrar línu, skríða, ganga í bandi eða þau gerð að aðhlátursefni. Í versta falli er þeim misboðið með beinu ofbeldi, þvinguð til innbyrðingar, bundin saman eða við staur, ötuð ógeði, hífð upp í kös með krana í fiskineti og bleytt með háþrýstidælu, neydd ofan í kar með slori, kaffærð. Já, þetta hefur allt gerst síðustu ár á busatímabilum og í busavígslum hér á landi. Ofbeldi er bannað á Íslandi. Það er ólöglegt og siðlaust að leggja hendur á börn. Samt finnst enn mörgum sjálfsagt, fyndið og gaman að fullorðið fólk í efri bekkjum framhaldsskóla gangi fram í hlutverki böðla gegn 16 ára börnum sem eru nýliðar á nýjum vinnustað í skólanum sínum. Fyrirslátturinn er hefðir, ómenning og sú neikvæða siðvenja að til að verða fullgildur í hópi skuli einstaklingur niðurlægður til hlýðni og ótta við þá sem fyrir eru. Að ekki sé talað um rökleysuna að þetta hafi alltaf verið svona og að þeir sem hafi eitt sinn verið niðurlægðir sem busar hafi rétt á að vera böðlar og niðulægja aðra. Hvaða bull er þetta? Það jákvæða er að í samfélaginu okkar hefur stigið fram fólk sem hefur kjark og kraft til að stöðva neikvæða siði, hafna þeim og bjóða upp á jákvæða siði í staðinn. Við erum samfélagið, það er okkar að móta það á jákvæðan og ákjósanlega hátt á hverri einustu stundu, ekki að sitja þegjandi hjá þegar við vitum betur. Ekki að láta ferli sem hafa sannarlega valdið börnunum okkar sálrænum og líkamlegum skaða halda áfram af því að það er svo fyndið. Ekki að stökkva í varnarstöðu vegna fortíðar og hafna breytingum til batnaðar. Því betur hafa margir skólar leitast við að breyta busavígslum en það er einfaldlega ekki nóg að niðurlægja börn minna en áður. Það á einfaldlega ekki að sýna börnum annars flokks framkomu á neinn hátt, hvort sem þau eru nýnemar eða ekki. Það á aldrei að samþykkja veiðileyfi eins hóps á annan, neikvæð samskipti byggð á flokkun og merkingum, að einn hópur líti niður á annan, þvingi, hræði, sýni hroka eða ofbeldi. Því verðum við að hafna busavígslum og busadögum alfarið í samfélaginu okkar, það eru ótal aðrir valkostir til til að skapa tilbreytingu og viðburði. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er ekki busavígsla heldur nýnemahátíð og við setningu Framhaldsskóla Suðurlands nú í ágúst skýrði skólameistari frá því að ekki yrði busavígsla heldur tónleikar og veitingar fyrir nemendur. Stjórnendur þessara skóla og annarra sem hafa haft kjark og kraft til að hafna alfarið neikvæðri siðvenju sem ber í sér ofbeldi, niðurlægingu og skaða, eiga hrós, virðingu og þökk skilið. Þeir hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar til að bæta samfélagið okkar. Aðrir hafa breytt til betri vegar en eiga enn eftir að stíga skrefið til fulls og leggja allt sem tengist busavígslum, böðum og busum af því að það er hvorki fyndið né flott að vera böðull eða busi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti. Þannig var það til dæmis þegar ungur drengur fór með föður sínum á sjóinn og komst þar að því að menn sem voru með þeim feðgum um borð töldu sjálfsagt og eðlilegt, já, bara fyndið og flott, að beita hann andlegu og líkamlegu ofbeldi. Þarna í bátnum væri í lagi að kasta gildum fyrir borð og sýna þeim yngsta, nýliðanum, framkomu sem annars er dæmd algjörlega óásættanleg og þessir menn hefðu ekki sýnt í götunni heima. Sagan segir frá ýmiss konar sviðsmyndum þar sem fólk er beitt ofbeldi og niðurlægingu, af því að það er sett í ákveðin hlutverk eða ákveðnar aðstæður eru settar upp, oft í skjóli einhvers konar hefða eða ómenningar. Svo er þetta líka allt svo sniðugt og fyndið og á eftir eru allir vinir, ja, nema kannski Sigga sem lenti á slysó og Gunni sem fór víst heim í ofsakvíðakasti og þjáist enn af alvarlegri fælni æ, þau gleymdu sér aðeins og héldu honum of lengi. Það tekur aðeins nokkrar sekúndur að finna frásagnir af busavígslum sem hafa farið úr böndunum hér á landi á síðustu árum, ofbeldis-, viðbjóðs- og niðurlægingarmyndir á veraldarvefnum þar sem börnin okkar eru fórnarlömbin. Einmitt núna er þetta skipulagða ferli niðurlægingar og jafnvel ofbeldis fram undan hér á landinu okkar. Settar eru upp aðstæður þar sem börn eru í besta falli útilokuð frá ákveðnum svæðum á eigin vinnustað, flokkuð óæðri, látin lúta höfði fyrir böðlum sínum, þjóna þeim og sýna þeim undirgefni, ganga innan þröngrar línu, skríða, ganga í bandi eða þau gerð að aðhlátursefni. Í versta falli er þeim misboðið með beinu ofbeldi, þvinguð til innbyrðingar, bundin saman eða við staur, ötuð ógeði, hífð upp í kös með krana í fiskineti og bleytt með háþrýstidælu, neydd ofan í kar með slori, kaffærð. Já, þetta hefur allt gerst síðustu ár á busatímabilum og í busavígslum hér á landi. Ofbeldi er bannað á Íslandi. Það er ólöglegt og siðlaust að leggja hendur á börn. Samt finnst enn mörgum sjálfsagt, fyndið og gaman að fullorðið fólk í efri bekkjum framhaldsskóla gangi fram í hlutverki böðla gegn 16 ára börnum sem eru nýliðar á nýjum vinnustað í skólanum sínum. Fyrirslátturinn er hefðir, ómenning og sú neikvæða siðvenja að til að verða fullgildur í hópi skuli einstaklingur niðurlægður til hlýðni og ótta við þá sem fyrir eru. Að ekki sé talað um rökleysuna að þetta hafi alltaf verið svona og að þeir sem hafi eitt sinn verið niðurlægðir sem busar hafi rétt á að vera böðlar og niðulægja aðra. Hvaða bull er þetta? Það jákvæða er að í samfélaginu okkar hefur stigið fram fólk sem hefur kjark og kraft til að stöðva neikvæða siði, hafna þeim og bjóða upp á jákvæða siði í staðinn. Við erum samfélagið, það er okkar að móta það á jákvæðan og ákjósanlega hátt á hverri einustu stundu, ekki að sitja þegjandi hjá þegar við vitum betur. Ekki að láta ferli sem hafa sannarlega valdið börnunum okkar sálrænum og líkamlegum skaða halda áfram af því að það er svo fyndið. Ekki að stökkva í varnarstöðu vegna fortíðar og hafna breytingum til batnaðar. Því betur hafa margir skólar leitast við að breyta busavígslum en það er einfaldlega ekki nóg að niðurlægja börn minna en áður. Það á einfaldlega ekki að sýna börnum annars flokks framkomu á neinn hátt, hvort sem þau eru nýnemar eða ekki. Það á aldrei að samþykkja veiðileyfi eins hóps á annan, neikvæð samskipti byggð á flokkun og merkingum, að einn hópur líti niður á annan, þvingi, hræði, sýni hroka eða ofbeldi. Því verðum við að hafna busavígslum og busadögum alfarið í samfélaginu okkar, það eru ótal aðrir valkostir til til að skapa tilbreytingu og viðburði. Í Verkmenntaskólanum á Akureyri er ekki busavígsla heldur nýnemahátíð og við setningu Framhaldsskóla Suðurlands nú í ágúst skýrði skólameistari frá því að ekki yrði busavígsla heldur tónleikar og veitingar fyrir nemendur. Stjórnendur þessara skóla og annarra sem hafa haft kjark og kraft til að hafna alfarið neikvæðri siðvenju sem ber í sér ofbeldi, niðurlægingu og skaða, eiga hrós, virðingu og þökk skilið. Þeir hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar til að bæta samfélagið okkar. Aðrir hafa breytt til betri vegar en eiga enn eftir að stíga skrefið til fulls og leggja allt sem tengist busavígslum, böðum og busum af því að það er hvorki fyndið né flott að vera böðull eða busi.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun