Misskilningur leiðréttur Ögmundur Jónasson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði „liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað." Hér er væntanlega vísað til þess þegar tveir sjómenn voru á sínum tíma dæmdir í Hæstarétti fyrir að veiða án heimilda og leituðu til mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna vegna niðurstöðu dómstólsins. Nefndin komst í framhaldinu að þeirri niðurstöðu árið 2007 að þættir í íslenska kvótakerfinu stæðust ekki jafnræðisákvæði samnings SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en mannréttindanefndin starfar á grundvelli þess samnings. Grundvallarmunur er á niðurstöðum Mannréttindadómstóls Evrópu og mannréttindanefndar SÞ, enda er dómstóllinn dómstóll og nefndin er nefnd en ekki dómstóll. Niðurstöður mannréttindanefndar SÞ eru ekki bindandi eins og niðurstöður dómstóls heldur eru tiltekin álitamál borin undir nefndina sem síðan leggur mat á þau með hliðsjón af ákvæðum samningsins. Réttaráhrif álita nefndarinnar eru önnur en dóma, en mín skoðun er sú að niðurstöður mannréttindanefndar SÞ beri að sjálfsögðu að taka alvarlega. Íslensk stjórnvöld hafa og sýnt vilja til að koma til móts við sjónarmið nefndarinnar eins og hún hefur staðfest: Mannréttindanefnd SÞ hefur gefið út tilkynningu þess efnis að íslensk stjórnvöld hafi gripið til fullnægjandi aðgerða vegna þessa máls og í framhaldinu lokað því fyrir sitt leyti. Þetta var ítrekað síðast í júlí, þegar Ísland var tekið fyrir hjá mannréttindanefndinni í Genf vegna framkvæmdar á umræddum mannréttindasamningi. Menn geta haft sína skoðun á því hvort fiskveiðistjórnunarkerfinu hafi verið breytt sem skyldi eða áformin sem uppi eru nú gangi nógu langt en það er önnur saga. Þetta var, með réttu eða röngu, niðurstaða mannréttindanefndar SÞ. Það er því bæði rangt að álitsgerð hafi komið frá Mannréttindadómstól Evrópu og að málið hafi legið óhreyft á mínu borði. Ég átti fundi með viðkomandi einstaklingum og lögmanni þeirra og hafði skilning á þeirra málstað. Í kjölfarið tók ég málið inn í ríkisstjórn og skýrði frá því að ég hefði í hyggju að kanna hvort og þá hverjar heimildir ég hefði til þess að semja við sjómennina um fjárbætur en annar tveggja þátta álits nefndarinnar laut að því að þeim skyldu greiddar bætur vegna málsins. Í niðurlagi bréfs sem ég ritaði embætti Ríkislögmanns segir: „Vilji minn stendur til þess að ganga eins og langt og unnt er til sátta við þá einstaklinga sem hlut eiga að máli, en innan þeirra marka sem lög og regluverk leyfa og með hliðsjón af þeim fordæmum sem kynnu að skapast. Þess vegna leyfi ég mér að fara þess á leit við Ríkislögmann að hann yfirfari málið og gefi á því álit hversu langt er hægt að ganga í þeirri viðleitni að ná fram sáttum." Þann 6. desember sl. barst mjög afdráttarlaust svar frá embætti Ríkislögmanns þar sem staðhæft var að ég hefði ekki lagalegar heimildir til þess að koma að þessu máli með fjárstuðningi. Mér er kunnugt um að sjómennirnir hafi á síðari stigum leitað til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins, en ekkert liggur fyrir um hvort dómstóllinn taki málið til efnislegrar meðferðar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun