Það er ekki hlaupið að því að fá örorkumat Hilmar Guðmundsson skrifar 4. september 2012 06:00 Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum. Örorkumat byggist einvörðungu á læknisfræðilegu mati. Í rannsókn á fátækt og félagslegri aðstoð kemur fram að örorkumat „…er þó ekki endanlegt eða gert í eitt skipti fyrir öll og margir þátttakendur lýstu síendurteknu mati og endurmati á ástandi sínu og örorku". (1) Rýr afraksturUpphæð örorkulífeyris almannatrygginga nú fyrir mann sem fær fyrsta örorku- eða endurhæfingarlífeyrismat fjörutíu ára og býr einn er 203.005 krónur fyrir skatt ef hann er ekki með neinar aðrar tekjur. Aðrar tekjur skerða þessa upphæð. Tekjuskattur af þessu er 75.802 kr. og persónuafsláttur (100%) er 46.532 kr. Til útborgunar er þá 173.735 kr. Ef viðkomandi býr með öðrum fullorðnum er upphæðin 156.153 kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er nú allur afraksturinn af því að vera öryrki, fyrir utan það að þurfa að burðast með veikindi eða fötlun það sem eftir er af lífinu. Ýmis viðbótarútgjöld eru þessu fylgjandi t.d. lyfjakostnaður sem oft á tíðum getur verið mjög mikill og hjálpartæki svo sem sérsmíðaðir skór, spelkur, bakbelti og sérhönnuð rúm auk fjölda annarra útgjalda sem geta fylgt sjúkdómum eða fötlun. Flestir þeir öryrkjar ef ekki allir sem ég þekki, þekki ég þó nokkra, vilja glaðir vinna, en margir eru það illa staddir líkamlega eða andlega að þeir hafa enga starfsorku. Til að fleiri öryrkjar geti verið á vinnumarkaði þarf atvinnulífið að koma til móts við fólk með skerðingar og/eða skerta starfsorku, bjóða upp á hlutastörf, sveigjanlegan vinnutíma og bætt aðgengi á vinnustöðum. Ríkið þarf að taka að sér að greiða að fullu fyrir hjálpartæki á vinnustöðum, túlkun og aðra sérhæfða þjónustu. (1)Heimild: Fátækt og félagslegar aðstæður öryrkja. Höfundar: Rannveig Traustadóttir, Kristín Björnsdóttir, James Rice, Knútur Birgisson og Eiríkur Karl Ólafsson Smith
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar