Fjölföldun er ekki í boði Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Í upphafi nýrrar árstíðar, eins og nú þegar haustönn er að ganga í garð, óska ég þess ætíð að ég gæti fjölfaldað sjálfa mig. Vegna þess að það er svo ótrúlega margt skemmtilegt, spennandi og uppbyggjandi í boði, lítið bara yfir síður dagblaðanna. Ótal viðburðir, námskeið og tilboð um þátttöku í öllu sem nöfnum tjáir að nefna, auðvitað er þetta framboð bara dásemdin ein í sjálfu sér og vitnar um kraft og líf samfélagsins okkar. Staðreyndin er hins vegar sú að ÖLL höfum við sömu 24 klukkustundirnar í sólarhringnum, þar ríkir algjört jafnrétti, enginn fær fleiri klukkustundir en annar, ekki ég heldur. Það er því í raun kjánalegt og sjálfmiðað að kvarta yfir tímaleysi því að við höfum öll sama tímann á meðan við lifum hér á þessari jörð. Tímaskortur verður til vegna þess að við yfirhlöðum lífsvagninn okkar, viljum engu sleppa, höfum ekki bein í nefinu til að segja nei, hvorki við okkur sjálf né aðra og ekkert svigrúm fyrir það óvænta og ófyrirsjáanlega í lífsdansinum. Nöldur um tímaskort vitnar því aðeins um að við sjálf höfum ekki nógu gott tak á okkar eigin hugsun og hegðun og náum ekki að skipuleggja okkur á raunhæfan og skynsamlegan hátt heldur höldum áfram að bæta í tímapottinn þótt þegar flæði upp úr. Þess vegna verðum við, ég og þú, að velja markvisst og meðvitað hvernig við ætlum að njóta tímans komandi vikur og mánuði. Í atinu á markaðstorgi nútímans eru gylliboðin ótalmörg og við þurfum að gæta þess að áreiti umhverfisins teymi ekki hugann í aðrar áttir en okkar eigin. Það eru okkar draumar, ekki annarra, sem við ætlum að upplifa. Svo þurfum við líka að passa að eftir verði á hverjum degi tóm í dagskránni til þess bara að vera til, rými til að skapa sjálfum sér og sínum óvæntar og viðeigandi sælustundir í takt við daginn, bara þegar að honum kemur. Múlbinding og vanafesta er vísasti vegurinn til leiða, þreytu og dofa. Gefum okkur opið svæði í eigin dagbók til að njóta þess að stökkva á það nýja sem heillar í núinu, þá, þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Í upphafi nýrrar árstíðar, eins og nú þegar haustönn er að ganga í garð, óska ég þess ætíð að ég gæti fjölfaldað sjálfa mig. Vegna þess að það er svo ótrúlega margt skemmtilegt, spennandi og uppbyggjandi í boði, lítið bara yfir síður dagblaðanna. Ótal viðburðir, námskeið og tilboð um þátttöku í öllu sem nöfnum tjáir að nefna, auðvitað er þetta framboð bara dásemdin ein í sjálfu sér og vitnar um kraft og líf samfélagsins okkar. Staðreyndin er hins vegar sú að ÖLL höfum við sömu 24 klukkustundirnar í sólarhringnum, þar ríkir algjört jafnrétti, enginn fær fleiri klukkustundir en annar, ekki ég heldur. Það er því í raun kjánalegt og sjálfmiðað að kvarta yfir tímaleysi því að við höfum öll sama tímann á meðan við lifum hér á þessari jörð. Tímaskortur verður til vegna þess að við yfirhlöðum lífsvagninn okkar, viljum engu sleppa, höfum ekki bein í nefinu til að segja nei, hvorki við okkur sjálf né aðra og ekkert svigrúm fyrir það óvænta og ófyrirsjáanlega í lífsdansinum. Nöldur um tímaskort vitnar því aðeins um að við sjálf höfum ekki nógu gott tak á okkar eigin hugsun og hegðun og náum ekki að skipuleggja okkur á raunhæfan og skynsamlegan hátt heldur höldum áfram að bæta í tímapottinn þótt þegar flæði upp úr. Þess vegna verðum við, ég og þú, að velja markvisst og meðvitað hvernig við ætlum að njóta tímans komandi vikur og mánuði. Í atinu á markaðstorgi nútímans eru gylliboðin ótalmörg og við þurfum að gæta þess að áreiti umhverfisins teymi ekki hugann í aðrar áttir en okkar eigin. Það eru okkar draumar, ekki annarra, sem við ætlum að upplifa. Svo þurfum við líka að passa að eftir verði á hverjum degi tóm í dagskránni til þess bara að vera til, rými til að skapa sjálfum sér og sínum óvæntar og viðeigandi sælustundir í takt við daginn, bara þegar að honum kemur. Múlbinding og vanafesta er vísasti vegurinn til leiða, þreytu og dofa. Gefum okkur opið svæði í eigin dagbók til að njóta þess að stökkva á það nýja sem heillar í núinu, þá, þegar þar að kemur.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun