Ég sé fyrir mér mennskan heim Júlíus Valdimarsson skrifar 6. september 2012 06:00 Þegar ég vaknaði einn fallegan morgun í janúar 1996 eða fyrir 16 árum setti ég á blað persónulega yfirlýsingu sem ég nefndi „Ég sé fyrir mér mennskan heim". Það sem þarna var ritað stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í bús-áhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Hér á eftir fer fyrri hluti þessara skrifa sem mig langar nú að deila með ykkur sem lesa. Seinni hlutann langar mig til að birta síðar en hann gæti heitið „Ísland sem mennskt land". „Ég sé fyrir mér mennskan heim, ég vil vera húmanisti og hef ákveðið að helga líf mitt því tilgangsríka verkefni húmanista úti um allan heim að gera hann mennskan. Ég sé fyrir mér mennskt Ísland sem orðið geti fyrirmynd annarra þjóðfélaga, um betra þjóðfélag fyrir alla. Ég sé fyrir mér hvernig þetta muni gerast… Ég sé fyrir mér að í öllum hverfum, alls staðar í öllum götum, hittist fólk heima hvert hjá öðru. Ég sé fyrir mér fólkið hittast til þess að bera saman líðan sína, sorgir sínar og vonbrigði, vonir sínar og þrá, aðeins eftir hamingjusömu lífi án angistar, misskilnings og þjáningar fyrir sig og fyrir þá sem þeim þykir vænt um. Ég sé fyrir mér fólk í öllum hverfum, öllum skólum, öllum vinnustöðum, í öllum félögum byrja að bera saman þrá sína eftir þjóðfélagi þar sem fólk er ekki að þeytast út og suður í leit að ómerkilegum hlutum, ómerkilegri uppbót fyrir tilgangslausa og litlausa tilveru. Ég sé fyrir mér fólk alls staðar úti um allt land byrja að hittast reglulega til að bera saman sameiginlega þrá eftir því að öll þessi þjáning, vegna óréttlætisins, græðginnar og einstaklingshyggjunnar, verði yfirstigin. Ég sé fyrir mér að fólk uppgötvi, þegar það fer að hittast, fer að ráða ráðum sínum saman, að innsta þrá hvers og eins er hin sama. Ég sé fyrir mér að fólk í sameiningu uppgötvi sín í milli aðeins að við viljum hamingju fyrir okkur sjálf og fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Ég sé fyrir mér að þegar, alls staðar og úti um allt, þetta fer að gerast muni fólk uppgötva undraverðan kraft, óvænta sameiginlega visku, hamingju og gleði. Ég sé fyrir mér að fólk muni, með þessu mannlega skipulagi, með mannlegu neti sameiginlegrar ætlunar, auðveldlega ná fullri stjórn á kringumstæðum sínum. Öll þekking býr í hinum mörgu, allt sem búið er til og heimurinn gengur fyrir er gert með þekkingu og framlagi hinna mörgu. Það er aðeins þannig að öll völdin, öll uppspretta græðginnar, allir áhrifamiðlarnir eru í höndum nokkurra fárra, gráðugra og tillitslausra valda- og peningamanna. Það er engin þekking þar, það er ekkert framlag þar og heimurinn gengur sallafínt án þeirra. Ég sé fyrir mér að fólkið taki auðveldlega, og án ofbeldis og hörmunga, völdin í sínar hendur. Ég sé fyrir mér að fólkið opni nýja leið, nýja mannkynssögu svo gjörólíka allri sögu mannsins hingað til, ég sé nýja mannveru fæðast…" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Þegar ég vaknaði einn fallegan morgun í janúar 1996 eða fyrir 16 árum setti ég á blað persónulega yfirlýsingu sem ég nefndi „Ég sé fyrir mér mennskan heim". Það sem þarna var ritað stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í bús-áhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Hér á eftir fer fyrri hluti þessara skrifa sem mig langar nú að deila með ykkur sem lesa. Seinni hlutann langar mig til að birta síðar en hann gæti heitið „Ísland sem mennskt land". „Ég sé fyrir mér mennskan heim, ég vil vera húmanisti og hef ákveðið að helga líf mitt því tilgangsríka verkefni húmanista úti um allan heim að gera hann mennskan. Ég sé fyrir mér mennskt Ísland sem orðið geti fyrirmynd annarra þjóðfélaga, um betra þjóðfélag fyrir alla. Ég sé fyrir mér hvernig þetta muni gerast… Ég sé fyrir mér að í öllum hverfum, alls staðar í öllum götum, hittist fólk heima hvert hjá öðru. Ég sé fyrir mér fólkið hittast til þess að bera saman líðan sína, sorgir sínar og vonbrigði, vonir sínar og þrá, aðeins eftir hamingjusömu lífi án angistar, misskilnings og þjáningar fyrir sig og fyrir þá sem þeim þykir vænt um. Ég sé fyrir mér fólk í öllum hverfum, öllum skólum, öllum vinnustöðum, í öllum félögum byrja að bera saman þrá sína eftir þjóðfélagi þar sem fólk er ekki að þeytast út og suður í leit að ómerkilegum hlutum, ómerkilegri uppbót fyrir tilgangslausa og litlausa tilveru. Ég sé fyrir mér fólk alls staðar úti um allt land byrja að hittast reglulega til að bera saman sameiginlega þrá eftir því að öll þessi þjáning, vegna óréttlætisins, græðginnar og einstaklingshyggjunnar, verði yfirstigin. Ég sé fyrir mér að fólk uppgötvi, þegar það fer að hittast, fer að ráða ráðum sínum saman, að innsta þrá hvers og eins er hin sama. Ég sé fyrir mér að fólk í sameiningu uppgötvi sín í milli aðeins að við viljum hamingju fyrir okkur sjálf og fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Ég sé fyrir mér að þegar, alls staðar og úti um allt, þetta fer að gerast muni fólk uppgötva undraverðan kraft, óvænta sameiginlega visku, hamingju og gleði. Ég sé fyrir mér að fólk muni, með þessu mannlega skipulagi, með mannlegu neti sameiginlegrar ætlunar, auðveldlega ná fullri stjórn á kringumstæðum sínum. Öll þekking býr í hinum mörgu, allt sem búið er til og heimurinn gengur fyrir er gert með þekkingu og framlagi hinna mörgu. Það er aðeins þannig að öll völdin, öll uppspretta græðginnar, allir áhrifamiðlarnir eru í höndum nokkurra fárra, gráðugra og tillitslausra valda- og peningamanna. Það er engin þekking þar, það er ekkert framlag þar og heimurinn gengur sallafínt án þeirra. Ég sé fyrir mér að fólkið taki auðveldlega, og án ofbeldis og hörmunga, völdin í sínar hendur. Ég sé fyrir mér að fólkið opni nýja leið, nýja mannkynssögu svo gjörólíka allri sögu mannsins hingað til, ég sé nýja mannveru fæðast…"
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun