Tónlistarleg ekkólalía Jónas Sen skrifar 12. september 2012 18:00 Vetrarhátíð, opnun, hallgrímskirkja Maður hefði haldið að undir kirkjutónlist flokkaðist eingöngu músík sem hefði trúarlega skírskotun. Svo þarf ekki að vera. Áður en Salurinn í Kópavogi, og síðar Harpan, kom til sögunnar, fór stór hluti tónlistarlífs þjóðarinnar fram í kirkjum. Þar hafa verið flutt alls konar verk, bæði trúarleg og veraldleg. Þetta endurspeglaðist í dagskrá opnunartónleika Norræns kirkjutónlistarmóts. Hún var sett á fimmtudagskvöldið í Hallgrímskirkju. Trúarleg verk voru á dagskránni, eftir Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson og Mist dóttur hans. En einnig var fluttur orgelkonsert eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Hann virtist í fljótu bragði ekki hafa mikla trúarlega skírskotun. Nema auðvitað að vera fyrir orgel. Ég er reyndar ekki alveg viss um að hann hefði átt að vera á dagskránni yfir höfuð. Konsertinn hljómaði jú eins og hann væri haganlega gerður, hann var gæddur innra samræmi, þótt lokakaflinn væri óneitanlega dálítið snubbóttur. Verra var hversu endurtekningarsamur hann var. Einhvers konar tónlistarleg ekkólalía sveif yfir vötnunum í fyrstu tveimur köflunum af þremur. Þrástefjun getur auðvitað verið mjög áhrifarík, en hér var hún eins og maður sem segir allt tvisvar. Fyrir bragðið vantaði flæðið í tónlistina. Hún var of fyrirsjáanleg. Konsertinn var samt vel fluttur. Einleikari var Guðný Einarsdóttir. Hún spilaði skýrt og af krafti. Túlkun hennar var stílhrein og hnitmiðuð. Og hljómsveitin spilaði fallega undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sömu sögu er ekki að segja um verk Mistar Þorkelsdóttur. Það bar nafnið Hugleiðingar um síðustu stundir Kolbeins Tumasonar. Kolbeinn (1173 - 1208) orti sálminn Heyr himna smiður skömmu áður en hann lét lífið í Víðinesbardaga. Hugleiðing Mistar er um sálminn, sem faðir hennar tónsetti (og var sunginn á tónleikunum). Verkið er fyrir strengjasveit og rörklukkur, og var alls ekki nógu vel spilað. Strengjaleikararnir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands voru ósamtaka, leikurinn var loðinn og ómarkviss. Tónlistin sjálf er líka fremur sviplaus. Flutningurinn þarf að vera sérstaklega vandaður til að fábrotnar línurnar hverfi ekki með öllu. Langtilkomumestir voru Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal. Þeir voru samdir árið 1993, en voru hér frumfluttir í hljómsveitarbúningi. Einsöngvarar voru þau Þóra Einarsdóttir sópran og kontratenórinn Tobias Nilsson. Einnig sungu Mótettukór Hallgrímskirkju og Hljómeyki. Textinn er bæði hin klassísku Kyrie, Sanctus og Agnus Dei, en líka Sólhjartarljóð eftir Matthías Johannessen. Verkið var hástemmt, þungbúið, hrífandi ljóðrænt og skreytt ákaflega fallegum laglínum. Flutningurinn var glæsilegur, Nilsson söng prýðilega og Þóra var einfaldlega frábær. Það var hreinn unaður að hlusta á hana syngja. Röddin var tær og hljómmikil, laglínurnar fagurlega mótaðar. Kórinn söng líka vel og hljómsveitin var mun betri en í verkinu eftir Mist. Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Maður hefði haldið að undir kirkjutónlist flokkaðist eingöngu músík sem hefði trúarlega skírskotun. Svo þarf ekki að vera. Áður en Salurinn í Kópavogi, og síðar Harpan, kom til sögunnar, fór stór hluti tónlistarlífs þjóðarinnar fram í kirkjum. Þar hafa verið flutt alls konar verk, bæði trúarleg og veraldleg. Þetta endurspeglaðist í dagskrá opnunartónleika Norræns kirkjutónlistarmóts. Hún var sett á fimmtudagskvöldið í Hallgrímskirkju. Trúarleg verk voru á dagskránni, eftir Jón Nordal, Þorkel Sigurbjörnsson og Mist dóttur hans. En einnig var fluttur orgelkonsert eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Hann virtist í fljótu bragði ekki hafa mikla trúarlega skírskotun. Nema auðvitað að vera fyrir orgel. Ég er reyndar ekki alveg viss um að hann hefði átt að vera á dagskránni yfir höfuð. Konsertinn hljómaði jú eins og hann væri haganlega gerður, hann var gæddur innra samræmi, þótt lokakaflinn væri óneitanlega dálítið snubbóttur. Verra var hversu endurtekningarsamur hann var. Einhvers konar tónlistarleg ekkólalía sveif yfir vötnunum í fyrstu tveimur köflunum af þremur. Þrástefjun getur auðvitað verið mjög áhrifarík, en hér var hún eins og maður sem segir allt tvisvar. Fyrir bragðið vantaði flæðið í tónlistina. Hún var of fyrirsjáanleg. Konsertinn var samt vel fluttur. Einleikari var Guðný Einarsdóttir. Hún spilaði skýrt og af krafti. Túlkun hennar var stílhrein og hnitmiðuð. Og hljómsveitin spilaði fallega undir stjórn Harðar Áskelssonar. Sömu sögu er ekki að segja um verk Mistar Þorkelsdóttur. Það bar nafnið Hugleiðingar um síðustu stundir Kolbeins Tumasonar. Kolbeinn (1173 - 1208) orti sálminn Heyr himna smiður skömmu áður en hann lét lífið í Víðinesbardaga. Hugleiðing Mistar er um sálminn, sem faðir hennar tónsetti (og var sunginn á tónleikunum). Verkið er fyrir strengjasveit og rörklukkur, og var alls ekki nógu vel spilað. Strengjaleikararnir úr Sinfóníuhljómsveit Íslands voru ósamtaka, leikurinn var loðinn og ómarkviss. Tónlistin sjálf er líka fremur sviplaus. Flutningurinn þarf að vera sérstaklega vandaður til að fábrotnar línurnar hverfi ekki með öllu. Langtilkomumestir voru Óttusöngvar á vori eftir Jón Nordal. Þeir voru samdir árið 1993, en voru hér frumfluttir í hljómsveitarbúningi. Einsöngvarar voru þau Þóra Einarsdóttir sópran og kontratenórinn Tobias Nilsson. Einnig sungu Mótettukór Hallgrímskirkju og Hljómeyki. Textinn er bæði hin klassísku Kyrie, Sanctus og Agnus Dei, en líka Sólhjartarljóð eftir Matthías Johannessen. Verkið var hástemmt, þungbúið, hrífandi ljóðrænt og skreytt ákaflega fallegum laglínum. Flutningurinn var glæsilegur, Nilsson söng prýðilega og Þóra var einfaldlega frábær. Það var hreinn unaður að hlusta á hana syngja. Röddin var tær og hljómmikil, laglínurnar fagurlega mótaðar. Kórinn söng líka vel og hljómsveitin var mun betri en í verkinu eftir Mist.
Tónlist Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira