Gegn fátækt Þorvaldur Gylfason skrifar 20. september 2012 06:00 Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. Hagtölur segja þó ekki nema hálfa söguna um árangurinn af baráttunni við fátækt. Nýfætt barn í Kína 1960 gat vænzt þess að ná 43 ára aldri. Nú getur kínverskur hvítvoðungur vænzt þess að verða 73 ára. Meðalævin í Kína hefur því lengzt um 30 ár á hálfri öld eða um röska sjö mánuði á ári. Það er bylting. Í Indlandi hefur meðalævin lengzt úr 42 árum 1960 í 65 ár 2010 eða um næstum sex mánuði á ári. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að þriðjungur mannkyns á heima í Indlandi og Kína. Betri hagstjórn og frjálsari viðskipti eiga ríkan þátt í þessum umskiptum þar og víða annars staðar. Þróunarsamvinna hefur gert gagn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur gott og þarft verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. Hagtölur segja þó ekki nema hálfa söguna um árangurinn af baráttunni við fátækt. Nýfætt barn í Kína 1960 gat vænzt þess að ná 43 ára aldri. Nú getur kínverskur hvítvoðungur vænzt þess að verða 73 ára. Meðalævin í Kína hefur því lengzt um 30 ár á hálfri öld eða um röska sjö mánuði á ári. Það er bylting. Í Indlandi hefur meðalævin lengzt úr 42 árum 1960 í 65 ár 2010 eða um næstum sex mánuði á ári. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að þriðjungur mannkyns á heima í Indlandi og Kína. Betri hagstjórn og frjálsari viðskipti eiga ríkan þátt í þessum umskiptum þar og víða annars staðar. Þróunarsamvinna hefur gert gagn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur gott og þarft verk.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun