Sáttmáli um nýjan spítala Ingimar Einarsson skrifar 1. október 2012 00:01 Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun