Hvað er í húfi 20. október? Skúli Helgason skrifar 10. október 2012 00:00 Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skúli Helgason Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki. Sú ákvörðun að taka frumkvæði að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar úr höndum Alþingis og fela sérvöldum fulltrúum þjóðarinnar var rétt – hún var skynsamleg í ljósi þess að Alþingi hefur mistekist í áratugi að ná pólitískri samstöðu um þá heildarendurskoðun sem boðuð var 1944 en hún var líka rökrétt í ljósi þess að það samræmist illa nútímakröfum um faglega stjórnsýslu og vörn gegn hagsmunatengslum að sitjandi alþingismenn móti stjórnskipulegan ramma um eigið starfsumhverfi. Enginn er dómari í eigin sök. Stór hluti frumvarpsins – nærri 40 greinar af 114 – fjallar sérstaklega um Alþingi, hlutverk þess og umgjörð og Alþingi kemur að auki við sögu í lykilköflum frumvarpsins um undirstöður stjórnskipunarinnar; mannréttindi og náttúru, forsetaembættið, ráðherra og ríkisstjórn og utanríkismál. Um hvað er kosið?20. október gefst þjóðinni tækifæri til að segja milliliðalaust álit sitt á mörgum stærstu viðfangsefnum stjórnmálanna undanfarna áratugi og það álit getur haft úrslitaþýðingu varðandi þann farveg sem þessi mál fara í. Þar ber hæst þjóðareign á auðlindum, jöfnun atkvæðisréttar, persónukjör í þingkosningum, ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og stjórnskipulega stöðu þjóðkirkjunnar. Atkvæðagreiðslan er mikilvæg því við erum í raun að taka afstöðu til fyrstu alíslensku stjórnarskrárinnar, því gildandi stjórnarskrá er í stórum dráttum samhljóða þeirri sem við fengum í arf frá Dönum á 19. öld þó vissulega hafi verið gerðar breytingar á stjórnarskránni síðan þar sem mest munaði um mannréttindakaflann sem kom inn í stjórnarskrána árið 1995. Við lýðveldisstofnun 1944 voru gefin fyrirheit um að fljótlega í kjölfarið færi fram heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Alþingi hefur ekki auðnast þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á undanförnum áratugum að ná þverpólitískri samstöðu um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og má ljóst vera að þar stóð m.a. varðstaða um tiltekna sérhagsmuni í veginum. Auðlindaákvæði gefur tóninnÉg styð jöfnun atkvæðisréttar, aðskilnað ríkis og kirkju, að þjóðin hafi sjálfstæðan rétt til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál og jafnframt að kjósendur eigi að geta valið röð frambjóðenda með persónukjöri í kjörklefanum. En fyrir mér er mikilvægasta ákvæði frumvarpsins að finna í 34. grein þess um náttúruauðlindir þar sem segir að auðlindir í náttúru Íslands sem ekki eru í einkaeigu, séu sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Ákvæðið kveður einnig á um að við nýtingu auðlindanna skuli hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi og að leyfi til hagnýtingar auðlinda skuli veita gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn. Þá er kveðið á um að slík leyfi skuli veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiði aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Ákvæðið á sér sterkan samhljóm í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar þar sem m.a. er vísað til álits Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð fiskveiðistjórnunarÉg tel að ef frumvarpið verður samþykkt og spurningin um þjóðareign auðlinda fær meirihluta atkvæða 20. október þá muni það hafa mikla þýðingu varðandi endurskoðun fiskveiðistjórnunar á Íslandi og draga fram andstæður núverandi kvótakerfis og kröfunnar um jafnræði við úthlutun nýtingarleyfa. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar getur markað endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins nýjan farveg þar sem kallað verði eftir lausnum sem uppfylla þessa kröfu með skýrari hætti en gert var í þeim kvótafrumvörpum sem lögð hafa verið fram á undanförnum misserum. Krafan um jafnræði samræmist illa því fyrirkomulagi að takmörkuðum gæðum eins og kvótum til veiða úr sameiginlegum fiskistofnum í þjóðareign sé að stærstum hluta úthlutað til forgangshóps á grundvelli stjórnvaldsákvörðunar. Jafnræðiskrafan leggur á herðar okkur þær skyldur að skapa skilyrði þess að mismunandi aðilar geti keppt um aðgengi að hinum takmörkuðu gæðum á jafnræðisgrunni. Öflugur leigumarkaður með aflaheimildir, sem tryggir eðlilega verðmyndun kvóta, er þar nærtækur kostur en verkefni stjórnvalda verður að finna farsælt jafnvægi milli annars vegar krafna um jafnræði og atvinnufrelsi og hins vegar um arðsemi og stöðugleika, í þessari mikilvægu atvinnugrein. Ekki láta aðra velja fyrir þigÞað er full ástæða til að hvetja landsmenn til þátttöku í atkvæðagreiðslunni 20. október. Sá sem ekki tekur þátt leyfir hinum sem mæta á kjörstað að ákveða fyrir sína hönd hver eigi að vera ramminn um stjórnskipan landsins – og slíkt framsal valds er mikill ábyrgðarhluti. Stjórnarskráin er mikilvægasta löggjöf þjóðarinnar og við eigum öll að láta okkur hana varða. Þess vegna er þetta ekki bara mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldisins, þetta kunna að vera einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem fram hafa farið í þessu landi frá því við öðluðumst sjálfstæði fyrir tæpum sjö áratugum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun