Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar Erna Hauksdóttir skrifar 10. október 2012 00:00 Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi vörugjaldalækkunar sem bílaleigur hafa getað nýtt sér frá árinu 2000 og hafa leitt til þess að í dag nota 41% allra erlendra ferðamanna bílaleigubíl og hefur með því móti verið hægt að dreifa ferðamönnum um allt land. Minni fyrirtæki, sem geta ekki tekið á móti rútuhópum, treysta alfarið á ferðamenn á bílaleigubílum. Þessi aukna dreifing ferðamanna um landið hefur verið mikið hreyfiafl og aukið þjónustustig og atvinnu í flestum byggðum landsins. Gert er ráð fyrir 20% samdrætti í fjölda bílaleigubíla vegna þessa. Alger óvissa ríkir um allt þetta þar til fjárlög verða samþykkt í desember. Þessi óvissutími er aðalsölutímabil ferðaþjónustunnar og verða fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á ferðinni á öllum helstu kaupstefnum heimsins án þess að vita hvort verðlag muni stórhækka á næsta ári eða ekki. Fólk í ferðaþjónustu trúir því ekki að meirihluti þingmanna muni samþykkja að gefa ferðaþjónustunni þennan skell nú þegar hún er að ná sér á strik, skilar sífellt meiri tekjum og sér fram á að aukin arðsemi geti skilað sér í vöruþróun, auknum gæðum og endurnýjun. Með þessari hækkun verður þeirri framtíðarsýn svipt burt. Í Morgunblaðinu 27. september sl. skrifar utanríkisráðherra í ágætri grein „fjárfestar fælast sveiflur og óöryggi og þeir sækja í stöðugt umhverfi". Undir þetta tekur ferðaþjónustan. Helsta ósk fyrirtækjanna er einmitt að geta rekið fyrirtæki sín í stöðugu og öruggu umhverfi. Í ferðaþjónustu eru gerðir samningar um verð með löngum fyrirvara og vörur og þjónusta verðlögð í bæklingum sem sendir eru út um allan heim. Það hefur alltaf verið lögð áhersla á það við stjórnvöld hverju sinni að allar breytingar á sköttum og gjöldum þurfi að liggja fyrir a.m.k. 20 mánuðum áður en þær eiga að taka gildi. Það vekur athygli að Ísland hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að við hugsanlega inngöngu verði 5 ára aðlögun á tekjumissi vegna áfengissölu. Það er einmitt slík aðlögun sem ferðaþjónustan óskar eftir. Fyrirliggjandi er nefnilega gerbreyting á öllum rekstrarforsendum fyrirtækjanna. Auk stöðugleika kalla fyrirtækin á að vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Það er athyglisvert að skoða virðisaukaskatt í Evrópu. Meðalvirðisaukaskattur á gistingu þar er 10%. Sá hæsti er í Danmörku, 25%, en mikill samdráttur er í danskri ferðaþjónustu og kenna Danir háum virðisaukaskatti um, sérstaklega þegar nágrannalönd hafa verið að lækka skattinn og taka þar með til sín aukna markaðshlutdeild. Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% árið 2010 þegar kreppa fór að í Evrópu til að missa ekki viðskiptin yfir til Frakklands og annarra nágrannalanda sem voru og eru á því róli. Það hefur orðið mikil aukning gistinátta í Þýskalandi síðan þessi lækkun varð. Finnar stórlækkuðu virðisaukaskatt á veitingahús 2010 og hafa aukið markaðshlutdeild sína eftir það. Allt þetta sýnir okkur hversu miklu skiptir að skatturinn sé hóflegur og í samræmi við löndin í kringum okkur. Samtök ferðaþjónustunnar hafa boðið fram aðstoð við að finna auknar tekjur í ríkissjóð og hafa m.a. bent á gríðarlegan fjölda leyfislausra fyrirtækja og mikla svarta atvinnustarfsemi sem hefur fengið að blómstra óáreitt. Það yrði vænlegra fyrir alla að þessum málum verði komið í lag í staðinn fyrir að skattpína heiðarleg fyrirtæki út af markaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi vörugjaldalækkunar sem bílaleigur hafa getað nýtt sér frá árinu 2000 og hafa leitt til þess að í dag nota 41% allra erlendra ferðamanna bílaleigubíl og hefur með því móti verið hægt að dreifa ferðamönnum um allt land. Minni fyrirtæki, sem geta ekki tekið á móti rútuhópum, treysta alfarið á ferðamenn á bílaleigubílum. Þessi aukna dreifing ferðamanna um landið hefur verið mikið hreyfiafl og aukið þjónustustig og atvinnu í flestum byggðum landsins. Gert er ráð fyrir 20% samdrætti í fjölda bílaleigubíla vegna þessa. Alger óvissa ríkir um allt þetta þar til fjárlög verða samþykkt í desember. Þessi óvissutími er aðalsölutímabil ferðaþjónustunnar og verða fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á ferðinni á öllum helstu kaupstefnum heimsins án þess að vita hvort verðlag muni stórhækka á næsta ári eða ekki. Fólk í ferðaþjónustu trúir því ekki að meirihluti þingmanna muni samþykkja að gefa ferðaþjónustunni þennan skell nú þegar hún er að ná sér á strik, skilar sífellt meiri tekjum og sér fram á að aukin arðsemi geti skilað sér í vöruþróun, auknum gæðum og endurnýjun. Með þessari hækkun verður þeirri framtíðarsýn svipt burt. Í Morgunblaðinu 27. september sl. skrifar utanríkisráðherra í ágætri grein „fjárfestar fælast sveiflur og óöryggi og þeir sækja í stöðugt umhverfi". Undir þetta tekur ferðaþjónustan. Helsta ósk fyrirtækjanna er einmitt að geta rekið fyrirtæki sín í stöðugu og öruggu umhverfi. Í ferðaþjónustu eru gerðir samningar um verð með löngum fyrirvara og vörur og þjónusta verðlögð í bæklingum sem sendir eru út um allan heim. Það hefur alltaf verið lögð áhersla á það við stjórnvöld hverju sinni að allar breytingar á sköttum og gjöldum þurfi að liggja fyrir a.m.k. 20 mánuðum áður en þær eiga að taka gildi. Það vekur athygli að Ísland hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að við hugsanlega inngöngu verði 5 ára aðlögun á tekjumissi vegna áfengissölu. Það er einmitt slík aðlögun sem ferðaþjónustan óskar eftir. Fyrirliggjandi er nefnilega gerbreyting á öllum rekstrarforsendum fyrirtækjanna. Auk stöðugleika kalla fyrirtækin á að vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Það er athyglisvert að skoða virðisaukaskatt í Evrópu. Meðalvirðisaukaskattur á gistingu þar er 10%. Sá hæsti er í Danmörku, 25%, en mikill samdráttur er í danskri ferðaþjónustu og kenna Danir háum virðisaukaskatti um, sérstaklega þegar nágrannalönd hafa verið að lækka skattinn og taka þar með til sín aukna markaðshlutdeild. Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% árið 2010 þegar kreppa fór að í Evrópu til að missa ekki viðskiptin yfir til Frakklands og annarra nágrannalanda sem voru og eru á því róli. Það hefur orðið mikil aukning gistinátta í Þýskalandi síðan þessi lækkun varð. Finnar stórlækkuðu virðisaukaskatt á veitingahús 2010 og hafa aukið markaðshlutdeild sína eftir það. Allt þetta sýnir okkur hversu miklu skiptir að skatturinn sé hóflegur og í samræmi við löndin í kringum okkur. Samtök ferðaþjónustunnar hafa boðið fram aðstoð við að finna auknar tekjur í ríkissjóð og hafa m.a. bent á gríðarlegan fjölda leyfislausra fyrirtækja og mikla svarta atvinnustarfsemi sem hefur fengið að blómstra óáreitt. Það yrði vænlegra fyrir alla að þessum málum verði komið í lag í staðinn fyrir að skattpína heiðarleg fyrirtæki út af markaðnum.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar