Grotnandi safn í kössum Ágúst H. Bjarnason skrifar 11. október 2012 00:00 Fyrir rúmu ári skoraði ég opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið á fót, en safn félagsins koðnaði niður í höndum hennar. Hörmungarsaga þessa máls er orðin löng og löngu orðið ljóst, að vilji hins opinbera er enginn. Fyrir fáum árum var Náttúrufræðistofnun flutt til umhverfisráðuneytis og stofnað Náttúruminjasafn Íslands undir forræði menntamálaráðuneytis. Til málamynda var safninu holað niður við Túngötu og síðar í Loftskeytastöðinni gömlu við Suðurgötu. Nýverið var svo tilkynnt, að unnið væri að því að pakka öllu niður eina ferðina enn og setja í geymslur. Forstjóri safnsins er farinn frá, en þjóðminjaverði ætlað að standa yfir moldum þess, þó að hann hafi enga þekkingu á söfnun og varðveizlu náttúrugripa. Það kemur alls ekki á óvart, að þýzk stofnun, Senckenberg Gesellschaft für Naturforschung, sem reiddi af hendi hundruð sýna af sjávarlífverum (sjá Fréttab. 29.9.12), hefur nú krafizt þess að fá þau í hendur aftur, því að þar á bæ hafa menn augljóslega engan áhuga á því, að þau séu læst niðri í kistum um ókomin ár. Söfnun á þessum sýnum kostaði milljónir króna. Þegar Náttúruminjasafn var stofnað 2007 og sýningarskyldu létt af Náttúrufræðistofnun voru gerð mikil mistök við lagasetningu. Hvorugri stofnuninni voru sett nægilega skýr verkefni og margt hangir í lausu lofti. Eðlilegast hefði verið, að Náttúruminjasafn fengi að dafna á eigin forsendum, en óskýr ákvæði laga um afhendingu muna úr gamla safni Náttúrufræðifélagsins eru ósvinna og hafa hamlað starfsemi. Þá vakti það ekki síður furðu síðsumars 2010, að umhverfisráðherra hafði afskipti af hvalreka norður á Skaga og lét það mál í hendur Náttúrufræðistofnun í bága við meginhugsun safnalaga. Náttúruminjasöfn um allan heim hafa rannsóknir í flokkunarfræði að megin viðfangsefni, enda fær ekkert safn þrifizt án raunverulegra rannsókna. Það átti því að flytja allar flokkunarrannsóknir á dýrum, sveppum og plöntum yfir til Náttúruminjasafns. Ætli það sé ekki nærri lagi, að þeir séu aðeins þrír sem sinna slíkum störfum nú á Náttúrufræðistofnun, það er í fléttufræði, sveppafræði og skordýrum. Athuganir á mosum hafa legið niðri í nærri áratug, en háplöntum og þörungum hefur aldrei verið sinnt að gagni. Fulltrúi stofnunarinnar í norrænu flóruverkefni, Flora Nordica, er á níræðisaldri, og sýnir það bezt að ekki er hugsað til mikilla tilþrifa í þeirri grein. Flestir líffræðingar á Náttúrufræðistofnun fást við umhverfisverkefni. Rannsóknir í flokkunarfræði fara að einhverju leyti fram á öðrum stofnunum, Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun og víðar, og hefði verið kjörið að sameina allar slíkar rannsóknir á einn stað fyrir miðlægan gagnagrunn. Margvísleg önnur rök eru og fyrir því að flytja flokkunarfræði alla í sömu deild. Það hefði mátt ætla, að eitt af verkefnum Náttúrufræðistofnunar á sviði jarðfræði væri að gefa út jarðfræðikort. En það voru Íslenskar orkurannsóknir, sem gáfu út sérlega vandað jarðfræðikort af Suðvesturlandi í fyrra. Það er örugglega um verulega skörun verkefna að ræða meðal stofnana hins opinbera, sem kostar skattborgara stórfé. Á hinn bóginn hefði verið skynsamlegt að flytja steinda- og bergfræði til Náttúruminjasafns. Í annan stað átti undanbragðalaust við aðskilnaðinn að flytja yfir til Náttúruminjasafns alla muni og bækur, sem tilheyrðu Náttúrufræðifélaginu 1947. Þetta eru hinar raunverulegu eigur Náttúruminjasafns. Félagið afhenti þær ríkinu með ákveðnum skilyrðum, og hefur hið opinbera engan rétt á að ráðstafa þeim eftir geðþótta. Ríkisendurskoðandi komst einnig að þessari niðurstöðu í áliti sínu. Málefni Náttúruminjasafns eru nú komin í hnút, sem erfitt verður að greiða úr. Samskipti á milli þess og Náttúrufræðistofnunar hafa verið stirð, ef dæma má af blaðafregnum þar um. Þá er alltaf hætta á, að stjórnmálamenn reyni að leysa mál með því að hygla öðrum og kæmi engum á óvart, að reynt verði að finna einhverjar lausnir til málamynda og lappa upp á bágan fjárhag annarra með því að leigja aðstöðu til bráðabirgða eins og jafnan áður. Þannig starfa pólitíkusar. Stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags getur ekki lengur skellt skollaeyrum við ófremdarástandi í málum Náttúruminjasafns. Henni ber að fá samninginn frá 1947 dæmdan ógildan vegna vanefnda og endurheimta allar eigur sínar að nýju. Það verður að leita nýrra leiða. Grasasafn Stefáns Stefánssonar, Helga Jónssonar og fleiri, dýrasafn frá Bjarna Sæmundssyni og fjöldi annarra sýna hafa legið vanrækt í fjölda ára og hætt við að þessi söfn liggi undir skemmdum, ef sumt er ekki þegar ónýtt. Í raun eru þetta þjóðargersemar, ígildi mikilla listaverka. Að pakka Náttúruminjasafni Íslands enn einu sinni niður lýsir fullkominni uppgjöf, óvisku og forsmán í garð þessa málefnis af hálfu menntamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári skoraði ég opinberlega á stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags að rifta samningi þess við hið opinbera um byggingu náttúrugripasafns vegna vanefnda (Mbl. 14./9. 11). Nú eru liðin 65 ár frá því, að ríkið tók í sínar hendur öll gögn og gæði félagsins með loforði um að reisa veglegt safn. Náttúrufræðistofnun Íslands var komið á fót, en safn félagsins koðnaði niður í höndum hennar. Hörmungarsaga þessa máls er orðin löng og löngu orðið ljóst, að vilji hins opinbera er enginn. Fyrir fáum árum var Náttúrufræðistofnun flutt til umhverfisráðuneytis og stofnað Náttúruminjasafn Íslands undir forræði menntamálaráðuneytis. Til málamynda var safninu holað niður við Túngötu og síðar í Loftskeytastöðinni gömlu við Suðurgötu. Nýverið var svo tilkynnt, að unnið væri að því að pakka öllu niður eina ferðina enn og setja í geymslur. Forstjóri safnsins er farinn frá, en þjóðminjaverði ætlað að standa yfir moldum þess, þó að hann hafi enga þekkingu á söfnun og varðveizlu náttúrugripa. Það kemur alls ekki á óvart, að þýzk stofnun, Senckenberg Gesellschaft für Naturforschung, sem reiddi af hendi hundruð sýna af sjávarlífverum (sjá Fréttab. 29.9.12), hefur nú krafizt þess að fá þau í hendur aftur, því að þar á bæ hafa menn augljóslega engan áhuga á því, að þau séu læst niðri í kistum um ókomin ár. Söfnun á þessum sýnum kostaði milljónir króna. Þegar Náttúruminjasafn var stofnað 2007 og sýningarskyldu létt af Náttúrufræðistofnun voru gerð mikil mistök við lagasetningu. Hvorugri stofnuninni voru sett nægilega skýr verkefni og margt hangir í lausu lofti. Eðlilegast hefði verið, að Náttúruminjasafn fengi að dafna á eigin forsendum, en óskýr ákvæði laga um afhendingu muna úr gamla safni Náttúrufræðifélagsins eru ósvinna og hafa hamlað starfsemi. Þá vakti það ekki síður furðu síðsumars 2010, að umhverfisráðherra hafði afskipti af hvalreka norður á Skaga og lét það mál í hendur Náttúrufræðistofnun í bága við meginhugsun safnalaga. Náttúruminjasöfn um allan heim hafa rannsóknir í flokkunarfræði að megin viðfangsefni, enda fær ekkert safn þrifizt án raunverulegra rannsókna. Það átti því að flytja allar flokkunarrannsóknir á dýrum, sveppum og plöntum yfir til Náttúruminjasafns. Ætli það sé ekki nærri lagi, að þeir séu aðeins þrír sem sinna slíkum störfum nú á Náttúrufræðistofnun, það er í fléttufræði, sveppafræði og skordýrum. Athuganir á mosum hafa legið niðri í nærri áratug, en háplöntum og þörungum hefur aldrei verið sinnt að gagni. Fulltrúi stofnunarinnar í norrænu flóruverkefni, Flora Nordica, er á níræðisaldri, og sýnir það bezt að ekki er hugsað til mikilla tilþrifa í þeirri grein. Flestir líffræðingar á Náttúrufræðistofnun fást við umhverfisverkefni. Rannsóknir í flokkunarfræði fara að einhverju leyti fram á öðrum stofnunum, Hafrannsóknastofnun, Veiðimálastofnun og víðar, og hefði verið kjörið að sameina allar slíkar rannsóknir á einn stað fyrir miðlægan gagnagrunn. Margvísleg önnur rök eru og fyrir því að flytja flokkunarfræði alla í sömu deild. Það hefði mátt ætla, að eitt af verkefnum Náttúrufræðistofnunar á sviði jarðfræði væri að gefa út jarðfræðikort. En það voru Íslenskar orkurannsóknir, sem gáfu út sérlega vandað jarðfræðikort af Suðvesturlandi í fyrra. Það er örugglega um verulega skörun verkefna að ræða meðal stofnana hins opinbera, sem kostar skattborgara stórfé. Á hinn bóginn hefði verið skynsamlegt að flytja steinda- og bergfræði til Náttúruminjasafns. Í annan stað átti undanbragðalaust við aðskilnaðinn að flytja yfir til Náttúruminjasafns alla muni og bækur, sem tilheyrðu Náttúrufræðifélaginu 1947. Þetta eru hinar raunverulegu eigur Náttúruminjasafns. Félagið afhenti þær ríkinu með ákveðnum skilyrðum, og hefur hið opinbera engan rétt á að ráðstafa þeim eftir geðþótta. Ríkisendurskoðandi komst einnig að þessari niðurstöðu í áliti sínu. Málefni Náttúruminjasafns eru nú komin í hnút, sem erfitt verður að greiða úr. Samskipti á milli þess og Náttúrufræðistofnunar hafa verið stirð, ef dæma má af blaðafregnum þar um. Þá er alltaf hætta á, að stjórnmálamenn reyni að leysa mál með því að hygla öðrum og kæmi engum á óvart, að reynt verði að finna einhverjar lausnir til málamynda og lappa upp á bágan fjárhag annarra með því að leigja aðstöðu til bráðabirgða eins og jafnan áður. Þannig starfa pólitíkusar. Stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags getur ekki lengur skellt skollaeyrum við ófremdarástandi í málum Náttúruminjasafns. Henni ber að fá samninginn frá 1947 dæmdan ógildan vegna vanefnda og endurheimta allar eigur sínar að nýju. Það verður að leita nýrra leiða. Grasasafn Stefáns Stefánssonar, Helga Jónssonar og fleiri, dýrasafn frá Bjarna Sæmundssyni og fjöldi annarra sýna hafa legið vanrækt í fjölda ára og hætt við að þessi söfn liggi undir skemmdum, ef sumt er ekki þegar ónýtt. Í raun eru þetta þjóðargersemar, ígildi mikilla listaverka. Að pakka Náttúruminjasafni Íslands enn einu sinni niður lýsir fullkominni uppgjöf, óvisku og forsmán í garð þessa málefnis af hálfu menntamálaráðherra.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar