Seinfarin ganga lánsveðshópsins Sverrir Bollason skrifar 11. október 2012 00:00 Nú fer að viðra vel til göngunnar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign foreldra eða annarra ættingja verður skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herðum þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verður þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum. Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðshópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðsmönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóðalotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn. Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirniEin stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir þeim sanngirnisúrbótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stóran hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóðirnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfellingum skulda almennings? Hlutdeild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endurskipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn. Að vissu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Fæstir lífeyrissjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðingum til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyrissjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun? Langtímahagsmunir hunsaðirEn fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þúsundir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella. Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkisstjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli meðhöndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahagsmuni almennings í huga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú fer að viðra vel til göngunnar upp úr Kreppudal. En það er hlálegt að lánsveðshópurinn mun hefja sína göngu með þyngri byrðar en flestir aðrir. Sá hópur sem af varfærni brúaði bilið milli uppblásins fasteignaverðs og lágs fasteignamats á uppgangstímum með veð fengið að láni í eign foreldra eða annarra ættingja verður skilinn eftir og látinn dragast aftur úr samferðamönnum sínum. Þessar skuldir skulu hvíla á herðum þeirra um ókomna tíð meðan aðrir hafa fengið að kasta sínum byrðum af sér á botni kreppudals. Leiðin upp hlíðar kjarabóta verður þeim erfið og seinfarin. Sumir munu aldrei komast úr dalnum. Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðshópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðsmönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóðalotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn. Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirniEin stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir þeim sanngirnisúrbótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stóran hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóðirnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfellingum skulda almennings? Hlutdeild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endurskipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn. Að vissu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Fæstir lífeyrissjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðingum til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyrissjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun? Langtímahagsmunir hunsaðirEn fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þúsundir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella. Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkisstjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli meðhöndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahagsmuni almennings í huga.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun