Kjarklaus vinnubrögð ráðamanna Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 13. október 2012 06:00 Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar. Hvað er hægt að kalla þetta verklag annað en Bakkabræðravinnu sljórra þingmanna? Þeir sýna bæði okkur skattborgurunum og landinu lítilsvirðingu með því að láta þessa löngu úreltu rányrkju með lausagöngu búfjár viðgangast. Við hljótum að verða að athlægi annarra þjóða þegar þær komast að því að við erum að láta ráfandi herskara sauðfjár og hesta stóð naga stjórnlaust gróður landsins án allrar ábyrgðar eigendanna á afleiðingunum. Núna, eins og á hverju hausti, koma fréttir í blöðunum frá söluaðilum landbúnaðarins að það sé að verða skortur á kindakjöti. Þetta eru alger ósannindi og blekking, einungis til þess að auka söluna og losna við eitthvað af offramleiðslunni úr frystihúsunum. Þar voru geymd um 5.500 tonn af lambakjöti árið 2011. Birgðir eru aftur farnar að hlaðast upp með tilheyrandi kostnaði. Bæði forstjóri SS og markaðsstjóri Norðlenska kannast ekki við skortinn í viðtali í Morgunblaðinu 30. ágúst. Sannleikurinn er sá að framleiðsla á kindakjöti á okkar stórskemmda landi árið 2011 var 3.500 tonnum meiri en innanlandssalan. Til hvers? Hluti af þessari offramleiðslu fer í útflutning sem skilar litlum tekjum og við sem höfum borgað framleiðslu á kjötinu með beingreiðslum til bænda (ríkisstyrk) fáum ekkert af þessum tekjum. Landgræðslustjóri segir í blaði árið 1997 að: „nú sé loksins til heildarúttekt á jarðvegsrofi og niðurstöðurnar séu dökkar, mjög mikið jarðvegsrof eigi sér stað á um 40% landsins". Hann segir að ástand gróðurs sé víða óviðunandi og að baráttan við gróðureyðinguna verði að vera meðal forgangsverkefna þjóðarinnar. Fagstjóri Landgræðslunnar segir einnig að: „ekki er nóg að stöðva hraðfara landeyðingu, það þarf einnig að vinna að endurheimt landkosta og fyrirbyggja hnignun." Það er ekki nóg að standa í viðgerðum, mikilvægastar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er nákvæmlega það sem við erum að segja með myndinni „Fjallkonan hrópar á vægð" sem sýnd verður í sjónvarpi á næstunni. Landbúnaðarstefna sem snýst um það að halda dauðahaldi í úrelt kerfi er tímaskekkja. Hugsunarhátturinn er að breytast. Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og óhjákvæmilegar, breytingar boða ekki bara hættur, heldur pláss fyrir ný sóknarfæri; nýja framtíðarsýn. Þetta vildi framsýnt fólk ræða á málþingi á Bifröst í vor. Umræðuefnið var: Framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd. Þetta vildu þau ræða við bændaforustuna, en hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum vanans? Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst þurfum við að breyta um hugsunarhátt og það á við um bæði bændur og neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar. Hvað er hægt að kalla þetta verklag annað en Bakkabræðravinnu sljórra þingmanna? Þeir sýna bæði okkur skattborgurunum og landinu lítilsvirðingu með því að láta þessa löngu úreltu rányrkju með lausagöngu búfjár viðgangast. Við hljótum að verða að athlægi annarra þjóða þegar þær komast að því að við erum að láta ráfandi herskara sauðfjár og hesta stóð naga stjórnlaust gróður landsins án allrar ábyrgðar eigendanna á afleiðingunum. Núna, eins og á hverju hausti, koma fréttir í blöðunum frá söluaðilum landbúnaðarins að það sé að verða skortur á kindakjöti. Þetta eru alger ósannindi og blekking, einungis til þess að auka söluna og losna við eitthvað af offramleiðslunni úr frystihúsunum. Þar voru geymd um 5.500 tonn af lambakjöti árið 2011. Birgðir eru aftur farnar að hlaðast upp með tilheyrandi kostnaði. Bæði forstjóri SS og markaðsstjóri Norðlenska kannast ekki við skortinn í viðtali í Morgunblaðinu 30. ágúst. Sannleikurinn er sá að framleiðsla á kindakjöti á okkar stórskemmda landi árið 2011 var 3.500 tonnum meiri en innanlandssalan. Til hvers? Hluti af þessari offramleiðslu fer í útflutning sem skilar litlum tekjum og við sem höfum borgað framleiðslu á kjötinu með beingreiðslum til bænda (ríkisstyrk) fáum ekkert af þessum tekjum. Landgræðslustjóri segir í blaði árið 1997 að: „nú sé loksins til heildarúttekt á jarðvegsrofi og niðurstöðurnar séu dökkar, mjög mikið jarðvegsrof eigi sér stað á um 40% landsins". Hann segir að ástand gróðurs sé víða óviðunandi og að baráttan við gróðureyðinguna verði að vera meðal forgangsverkefna þjóðarinnar. Fagstjóri Landgræðslunnar segir einnig að: „ekki er nóg að stöðva hraðfara landeyðingu, það þarf einnig að vinna að endurheimt landkosta og fyrirbyggja hnignun." Það er ekki nóg að standa í viðgerðum, mikilvægastar eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er nákvæmlega það sem við erum að segja með myndinni „Fjallkonan hrópar á vægð" sem sýnd verður í sjónvarpi á næstunni. Landbúnaðarstefna sem snýst um það að halda dauðahaldi í úrelt kerfi er tímaskekkja. Hugsunarhátturinn er að breytast. Breytingar eru bæði fyrirsjáanlegar og óhjákvæmilegar, breytingar boða ekki bara hættur, heldur pláss fyrir ný sóknarfæri; nýja framtíðarsýn. Þetta vildi framsýnt fólk ræða á málþingi á Bifröst í vor. Umræðuefnið var: Framtíð íslensks landbúnaðar í breyttri heimsmynd. Þetta vildu þau ræða við bændaforustuna, en hún mætti ekki – skilaði auðu gagnvart framtíðinni. Er hún svona föst í viðjum vanans? Við þurfum að breyta um framleiðsluhætti og lífsstíl. En fyrst þurfum við að breyta um hugsunarhátt og það á við um bæði bændur og neytendur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar