Staðlausar staðhæfingar um staðreyndavillur Gunnar Gunnarsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Þórarinn G. Pétursson skrifa 13. október 2012 06:00 Manuel Hinds og Heiðar Már Guðjónsson gagnrýndu nýverið skýrslu Seðlabankans (SÍ) um valkosti í gjaldmiðils- og gengismálum og telja umfjöllunina um einhliða upptöku annars gjaldmiðils uppfulla af staðreyndavillum. Hér á eftir er stutt samantekt á svörum við sjö gagnrýnisatriðum þeirra, en mun ýtarlegra svar má finna á heimasíðu SÍ (www.sedlabanki.is). 1. Greinarhöfundar telja SÍ rangtúlka niðurstöður rannsókna Edwards og Magendzo á áhrifum einhliða upptöku á hagvöxt og hagsveiflur. Því fer fjarri. Það sést best af túlkun Edwards sjálfs í yfirlitsgrein frá 2011 þar sem hann gengur lengra en SÍ og fullyrðir að lönd sem hafa reynt einhliða upptöku búi bæði við nokkru minni hagvöxt og meiri hagsveiflur en lönd með eigin gjaldmiðil. Í skýrslu SÍ er ekki notað jafn afdráttarlaust orðalag, m.a. í ljósi annarra rannsókna sem gefa ekki eins einhlítar niðurstöður. 2. Greinarhöfundar gagnrýna mat SÍ á einskiptiskostnaði við einhliða upptöku. Í skýrslunni segir að hann geti legið á bilinu 70-87 ma.kr., þar af eru 42 ma.kr. vegna útskiptingar á seðlum og mynt í umferð. Afgangurinn stafar af líklegri aukningu í eftirspurn eftir seðlum og mynt í takt við niðurstöður rannsókna. Greinarhöfundar eru því að misskilja textann. 3. Greinarhöfundar staðhæfa að SÍ hafi fullyrt að ekkert land hafi tekið upp einhliða aðra mynt án þess að viðkomandi mynt hafi þegar verið notuð í miklum mæli og nefna El Salvador máli sínu til stuðnings. Í skýrslunni er einungis fullyrt að þetta eigi við um flest ríki. El Salvador hefur vissulega nokkra sérstöðu hvað varðar lágt hlutfall bankainnstæðna í Bandaríkjadal í aðdraganda upptökunnar en það segir hins vegar afar lítið þar sem minnihluti íbúa þar í landi hefur aðgengi að bankaþjónustu. Meiru máli skiptir að verulegar fjárhæðir í Bandaríkjadal streyma til landsins ár hvert frá brottfluttum þegnum. Þetta innstreymi nam að meðaltali um 16% af landsframleiðslu á hverju ári tímabilið 2000-2010 og er að langmestu leyti greitt út í dollaraseðlum sem að litlu leyti leitar í bankainnstæður. 4. Greinarhöfundar segja að í skýrslunni sé því ranglega haldið fram að meirihluti fjármálakerfis El Salvador sé í innlendri eigu. Hér verður að hafa í huga að það er ekki fyrr en fimm árum eftir upptökuna sem erlendir bankar hefja kaup á innlendum bönkum. Fullyrðingunni í skýrslunni var því einkum ætlað að gefa til kynna að hægt sé að starfrækja bankakerfi í innlendri eigu þrátt fyrir einhliða upptöku gagnstætt því sem oft er sagt. 5. Svo virðist sem greinarhöfundar telji SÍ halda því fram að notkun almennings á gjaldmiðlum annars ríkis sé háð lagatakmörkunum. Í skýrslunni segir einungis að einhliða upptaka geti talist inngrip í fullveldisrétt ríkis en það breytir engu um samningafrelsi einstaklinga og lögaðila um val á mynt í samningum sínum. 6. Gagnrýnt er að einkum sé lögð áhersla á galla einhliða upptöku. Nefna þeir umfjöllun um Svartfjallaland sem dæmi þar sem ekki sé minnst á mikinn hagvöxt um leið og einblínt er á verðbólguna þar. Þessi málflutningur stenst enga skoðun. Nokkru áður er fjallað um að hagvöxtur hafi verið ágætur í landinu. Þessu til viðbótar er ýtarleg umfjöllun í skýrslunni um fjölmarga mögulega kosti mismunandi gengistenginga sem einnig eiga við um upptöku annars gjaldmiðils. 7. Greinarhöfundar gagnrýna að skýrslan fjalli um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálakerfis. Þetta er ekki rétt þar sem í skýrslunni er fjallað um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálastöðugleika. Færð eru rök fyrir því, studd af rannsóknum, að geta seðlabanka til að prenta eigin gjaldmiðil setji þá í einstaka aðstöðu til að aðstoða innlent fjármálakerfi í tímabundnum lausafjárvanda og að án trausts lánveitanda til þrautavara sé meiri hætta á bankaáhlaupum og erfiðara að eiga við þau skelli þau á. Af þessum orsökum eru stjórnvöld í El Salvador, í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, t.d. að vinna í því að styrkja stöðu lánveitanda til þrautavara þar í landi. Að lokum: Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er valkostur sem vissulega á að skoða. Hér verður hins vegar ekki tekið undir þá skoðun að hún sé besti kosturinn. Umfjöllun um þetta í skýrslu SÍ er tilraun til að taka saman helstu sjónarmið en var aldrei hugsuð sem lokaorðið um þennan valkost. Ljóst er að ef þessi leið verður farin krefst hún töluverðs undirbúnings og ýtarlegri greiningar en unnt var að birta í skýrslunni eða ætla má út frá málflutningi greinarhöfunda. Það á ekki síst við vegna þess að einhliða upptaka hefur til þessa ekki verið reynd í þróuðu iðnríki með tiltölulega stórt innlent bankakerfi í viðkvæmri stöðu og takmarkaða notkun annars gjaldmiðils. Hún hefur heldur ekki verið reynd í landi sem stendur frammi fyrir áþekkum vanda hvað varðar hvernig og á hvaða gengi eigi að skipta út aflandskrónum við einhliða upptöku né í landi sem stendur frammi fyrir svo miklum erlendum skuldum. Ríkin sem farið hafa þessa leið búa þvert á móti við stöðugt innflæði gjaldeyris frá brottfluttum þegnum sínum sem nemur vænum hluta landsframleiðslu á hverju einasta ári. Það er mikilvægt að skoða þá kosti sem í boði eru af yfirvegun og með langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga. Eins og greinarhöfundar benda á er engin töfralausn til og allar leiðir hafa kosti og galla, þ.m.t. einhliða upptaka. Skýrsla SÍ gerir sér einmitt far um að fjalla um bæði kosti og galla allra þeirra leiða sem til umfjöllunar hafa verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Manuel Hinds og Heiðar Már Guðjónsson gagnrýndu nýverið skýrslu Seðlabankans (SÍ) um valkosti í gjaldmiðils- og gengismálum og telja umfjöllunina um einhliða upptöku annars gjaldmiðils uppfulla af staðreyndavillum. Hér á eftir er stutt samantekt á svörum við sjö gagnrýnisatriðum þeirra, en mun ýtarlegra svar má finna á heimasíðu SÍ (www.sedlabanki.is). 1. Greinarhöfundar telja SÍ rangtúlka niðurstöður rannsókna Edwards og Magendzo á áhrifum einhliða upptöku á hagvöxt og hagsveiflur. Því fer fjarri. Það sést best af túlkun Edwards sjálfs í yfirlitsgrein frá 2011 þar sem hann gengur lengra en SÍ og fullyrðir að lönd sem hafa reynt einhliða upptöku búi bæði við nokkru minni hagvöxt og meiri hagsveiflur en lönd með eigin gjaldmiðil. Í skýrslu SÍ er ekki notað jafn afdráttarlaust orðalag, m.a. í ljósi annarra rannsókna sem gefa ekki eins einhlítar niðurstöður. 2. Greinarhöfundar gagnrýna mat SÍ á einskiptiskostnaði við einhliða upptöku. Í skýrslunni segir að hann geti legið á bilinu 70-87 ma.kr., þar af eru 42 ma.kr. vegna útskiptingar á seðlum og mynt í umferð. Afgangurinn stafar af líklegri aukningu í eftirspurn eftir seðlum og mynt í takt við niðurstöður rannsókna. Greinarhöfundar eru því að misskilja textann. 3. Greinarhöfundar staðhæfa að SÍ hafi fullyrt að ekkert land hafi tekið upp einhliða aðra mynt án þess að viðkomandi mynt hafi þegar verið notuð í miklum mæli og nefna El Salvador máli sínu til stuðnings. Í skýrslunni er einungis fullyrt að þetta eigi við um flest ríki. El Salvador hefur vissulega nokkra sérstöðu hvað varðar lágt hlutfall bankainnstæðna í Bandaríkjadal í aðdraganda upptökunnar en það segir hins vegar afar lítið þar sem minnihluti íbúa þar í landi hefur aðgengi að bankaþjónustu. Meiru máli skiptir að verulegar fjárhæðir í Bandaríkjadal streyma til landsins ár hvert frá brottfluttum þegnum. Þetta innstreymi nam að meðaltali um 16% af landsframleiðslu á hverju ári tímabilið 2000-2010 og er að langmestu leyti greitt út í dollaraseðlum sem að litlu leyti leitar í bankainnstæður. 4. Greinarhöfundar segja að í skýrslunni sé því ranglega haldið fram að meirihluti fjármálakerfis El Salvador sé í innlendri eigu. Hér verður að hafa í huga að það er ekki fyrr en fimm árum eftir upptökuna sem erlendir bankar hefja kaup á innlendum bönkum. Fullyrðingunni í skýrslunni var því einkum ætlað að gefa til kynna að hægt sé að starfrækja bankakerfi í innlendri eigu þrátt fyrir einhliða upptöku gagnstætt því sem oft er sagt. 5. Svo virðist sem greinarhöfundar telji SÍ halda því fram að notkun almennings á gjaldmiðlum annars ríkis sé háð lagatakmörkunum. Í skýrslunni segir einungis að einhliða upptaka geti talist inngrip í fullveldisrétt ríkis en það breytir engu um samningafrelsi einstaklinga og lögaðila um val á mynt í samningum sínum. 6. Gagnrýnt er að einkum sé lögð áhersla á galla einhliða upptöku. Nefna þeir umfjöllun um Svartfjallaland sem dæmi þar sem ekki sé minnst á mikinn hagvöxt um leið og einblínt er á verðbólguna þar. Þessi málflutningur stenst enga skoðun. Nokkru áður er fjallað um að hagvöxtur hafi verið ágætur í landinu. Þessu til viðbótar er ýtarleg umfjöllun í skýrslunni um fjölmarga mögulega kosti mismunandi gengistenginga sem einnig eiga við um upptöku annars gjaldmiðils. 7. Greinarhöfundar gagnrýna að skýrslan fjalli um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálakerfis. Þetta er ekki rétt þar sem í skýrslunni er fjallað um lánveitanda til þrautavara sem forsendu fjármálastöðugleika. Færð eru rök fyrir því, studd af rannsóknum, að geta seðlabanka til að prenta eigin gjaldmiðil setji þá í einstaka aðstöðu til að aðstoða innlent fjármálakerfi í tímabundnum lausafjárvanda og að án trausts lánveitanda til þrautavara sé meiri hætta á bankaáhlaupum og erfiðara að eiga við þau skelli þau á. Af þessum orsökum eru stjórnvöld í El Salvador, í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, t.d. að vinna í því að styrkja stöðu lánveitanda til þrautavara þar í landi. Að lokum: Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er valkostur sem vissulega á að skoða. Hér verður hins vegar ekki tekið undir þá skoðun að hún sé besti kosturinn. Umfjöllun um þetta í skýrslu SÍ er tilraun til að taka saman helstu sjónarmið en var aldrei hugsuð sem lokaorðið um þennan valkost. Ljóst er að ef þessi leið verður farin krefst hún töluverðs undirbúnings og ýtarlegri greiningar en unnt var að birta í skýrslunni eða ætla má út frá málflutningi greinarhöfunda. Það á ekki síst við vegna þess að einhliða upptaka hefur til þessa ekki verið reynd í þróuðu iðnríki með tiltölulega stórt innlent bankakerfi í viðkvæmri stöðu og takmarkaða notkun annars gjaldmiðils. Hún hefur heldur ekki verið reynd í landi sem stendur frammi fyrir áþekkum vanda hvað varðar hvernig og á hvaða gengi eigi að skipta út aflandskrónum við einhliða upptöku né í landi sem stendur frammi fyrir svo miklum erlendum skuldum. Ríkin sem farið hafa þessa leið búa þvert á móti við stöðugt innflæði gjaldeyris frá brottfluttum þegnum sínum sem nemur vænum hluta landsframleiðslu á hverju einasta ári. Það er mikilvægt að skoða þá kosti sem í boði eru af yfirvegun og með langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga. Eins og greinarhöfundar benda á er engin töfralausn til og allar leiðir hafa kosti og galla, þ.m.t. einhliða upptaka. Skýrsla SÍ gerir sér einmitt far um að fjalla um bæði kosti og galla allra þeirra leiða sem til umfjöllunar hafa verið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar