"Hrapalleg mistök“ Bjarna Össur Skarphéðinsson skrifar 16. október 2012 06:00 Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum. Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna. Skýrsla Seðlabankans svipti burt þeirri goðsögn að krónan væri tæki til að jafna sveiflur. Niðurstaðan var þveröfug. Krónan sjálf er uppspretta sveiflna – segir skýrslan. Hún er sveifluvaki fremur en sveiflujafnari. Krónan leiðir beinlínis til hærri vaxta. Evran á hinn bóginn jafnar sveiflur, lækkar vexti, gæti lækkað viðskiptakostnað árlega um 5-15 milljarða króna og aukið vöruviðskipti um 65 – 179 milljarða króna á ári. Íslendingar munu hins vegar aldrei eiga þess kost að velja að njóta þessara ávinninga evrunnar ef stefna Bjarna Benediktssonar nær fram að ganga. Það væri því beinlínis í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar að taka upp stefnu Bjarna um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og taka þannig frá Íslendingum þann möguleika að Íslendingar gætu einhvern tíma í framtíðinni tekið upp evruna telji landsmenn það farsælast fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Einn farsælasti formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, Þorsteinn Pálsson, sagði að með þessu yrðu Bjarna á hrapallegustu mistök í utanríkispólitískum efnum, sem nokkur formaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkru sinni gert. Þyngri dóm er ekki hægt að fella. Rifja má upp, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins felldi, ekki einu sinni heldur tvisvar, tillögu um að slíta viðræðum við ESB. Í hvaða umboði talar þá formaður Sjálfstæðisflokksins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum. Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna. Skýrsla Seðlabankans svipti burt þeirri goðsögn að krónan væri tæki til að jafna sveiflur. Niðurstaðan var þveröfug. Krónan sjálf er uppspretta sveiflna – segir skýrslan. Hún er sveifluvaki fremur en sveiflujafnari. Krónan leiðir beinlínis til hærri vaxta. Evran á hinn bóginn jafnar sveiflur, lækkar vexti, gæti lækkað viðskiptakostnað árlega um 5-15 milljarða króna og aukið vöruviðskipti um 65 – 179 milljarða króna á ári. Íslendingar munu hins vegar aldrei eiga þess kost að velja að njóta þessara ávinninga evrunnar ef stefna Bjarna Benediktssonar nær fram að ganga. Það væri því beinlínis í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar að taka upp stefnu Bjarna um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og taka þannig frá Íslendingum þann möguleika að Íslendingar gætu einhvern tíma í framtíðinni tekið upp evruna telji landsmenn það farsælast fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Einn farsælasti formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, Þorsteinn Pálsson, sagði að með þessu yrðu Bjarna á hrapallegustu mistök í utanríkispólitískum efnum, sem nokkur formaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkru sinni gert. Þyngri dóm er ekki hægt að fella. Rifja má upp, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins felldi, ekki einu sinni heldur tvisvar, tillögu um að slíta viðræðum við ESB. Í hvaða umboði talar þá formaður Sjálfstæðisflokksins?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar