Verum ekki of neikvæð Svavar Gestsson skrifar 18. október 2012 06:00 Nú er komið að því að greiða atkvæði um fimm atriði sem hugsanlega verða í nýrri stjórnarskrá og um meginspurninguna hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er algerlega sjálfsagt að taka þátt í þeirri kosningu. Það er hins vegar vandasamt a) vegna spurninganna eins og þær eru orðaðar og b) vegna túlkunar þeirra sem aðallega tala fyrir þessum breytingum eins og þær liggja fyrir í tillögum stjórnlagaráðs. Alþingi er vandi á höndum því þangað fara niðurstöðurnar. – Verður nú farið yfir spurningarnar: Fyrst er spurt hvort kjósandinn vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði „lagðar til grundvallar“ frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég er ósammála mörgu í tillögum um nýja stjórnarskrá, margt er óskýrt, og túlkanir stjórnlagaráðsmanna hafa ekki skýrt málin heldur flækt þau. Það er til dæmis fáránlegt að stilla málum þannig upp að Alþingi verði að fallast á tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar. Það er enginn þess umkominn að stilla Alþingi upp við vegg. Ég hallast fremur að því að segja já en nei við þessari spurningu í trausti þess að tillögur stjórnlagaráðs verði hafðar til hliðsjónar en ekki verði litið á þær sem úrslitakosti fyrir Alþingi. Ég mun segja já við spurningu tvö. Þessi spurning fjallar um þjóðareign á auðlindum. Ég hygg að andstaða Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðsluna í heild stafi reyndar sérstaklega af andstöðu við einmitt þetta ákvæði sem er efnislega í andstöðu við stefnu þess flokks. Þriðja spurningin er flókin. Það er unnt að hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni en jafnframt að hafa þar skýrt ákvæði um algert trúfrelsi og að enginn trúflokkur megi vera öðrum æðri í framkvæmd trúfrelsisákvæðanna. Mér finnst sérkennilegt ef þeir sem styðja þjóðkirkjuákvæðið fjölmenna ekki á kjörstað til þess að styðja þjóðkirkjuna sérstaklega. Athyglisvert er að Samband ungra sjálfstæðismanna vill einmitt segja nei við þessari spurningu. Athygli vekur reyndar að þessi samtök eru einu stjórnmálasamtökin sem þannig formlega lýsa andstöðu við þjóðkirkjuna. Er það einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins sem flokks? Í fjórðu spurningunni er spurt um persónukjör. Ég hef verið hlynntur persónukjöri. Ég hef lengi talið að kjósa ætti til Alþingis í tvennu lagi, annars vegar með persónukjöri þar sem menn eru kosnir í einmenningskjördæmum – eins og helmingur alþingismanna – hins vegar að landið væri allt eitt kjördæmi þegar kjósa ætti helming alþingismanna. Prófkjörin eru auðvitað eins konar persónukjör og þannig hafa einstaklingar mikil áhrif. Það styrkir líka áhrifavald einstaklinga að landinu er skipt í fleiri kjördæmi. Það dregur úr miðstýrðu valdi flokksforystunnar og getur skapað svigrúm fyrir þingmenn sem vilja fara aðrar leiðir. En gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir hafa þýðingarmiklu málefnalegu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi. Með því að auka vægi persónukjörs enn frá því sem nú er þá værum við að draga úr málefnalegu vægi kosninganna hverju sinni. Ég segi nei við spurningu fimm um jafnt vægi atkvæða á öllu landinu. Landsbyggðin hefur á seinni árum lotið í lægra haldi fyrir markaðsöflunum á mörgum sviðum. Það er algerlega ljóst að yfirgnæfandi já við þessari spurningu yrði misnotað til þess að gera landið allt að einu kjördæmi. Það má ekki gerast. En það væri líka ólýðræðislegt; þar með væri forystu flokkanna fært allt vald í hendur því uppstilling á framboðslista yrði á einum stað. Það að gera allt landið að einu kjördæmi væri því ólýðræðislegt – auk þess sem það vegur að hagsmunum landsbyggðarinnar. Ég mun svara síðustu spurningunni með jái – treystandi því að Alþingi finni þar eðlilegt meðalhóf en þar er spurt hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn hluti landsmanna geti fengið þjóðaratkvæði með undirskriftum sínum. Með þessu tali hef ég sýnt fram á að það væri ábyrgðarlaust að sitja heima. En það er sérstaklega umhugsunarvert ef það er flokkslína Sjálfstæðisflokksins að láta kylfu ráða kasti um málefni sem sá flokkur hefur talið mikilvæg eins og þjóðkirkjuákvæðið. Þessi flokkur hefur lengst af talið sig sérstakan fulltrúa þjóðkirkjunnar í stjórnmálum. Er sú tíð liðin? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa baki við þjóðkirkjunni? Það er einnig umhugsunarvert að flokkur sá láti sig einu gilda um hagsmuni landsbyggðarinnar og á hann þó vaska talsmenn dreifbýlis í sínum röðum. Sjálfstæðisflokkurinn er hér nefndur oft af því að hann er eini flokkurinn sem hefur sem flokkur viljað beita sér eins og samþykkt Sambands ungra sjálfstæðismanna er til marks um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið að því að greiða atkvæði um fimm atriði sem hugsanlega verða í nýrri stjórnarskrá og um meginspurninguna hvort leggja skuli tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er algerlega sjálfsagt að taka þátt í þeirri kosningu. Það er hins vegar vandasamt a) vegna spurninganna eins og þær eru orðaðar og b) vegna túlkunar þeirra sem aðallega tala fyrir þessum breytingum eins og þær liggja fyrir í tillögum stjórnlagaráðs. Alþingi er vandi á höndum því þangað fara niðurstöðurnar. – Verður nú farið yfir spurningarnar: Fyrst er spurt hvort kjósandinn vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði „lagðar til grundvallar“ frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Ég er ósammála mörgu í tillögum um nýja stjórnarskrá, margt er óskýrt, og túlkanir stjórnlagaráðsmanna hafa ekki skýrt málin heldur flækt þau. Það er til dæmis fáránlegt að stilla málum þannig upp að Alþingi verði að fallast á tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar. Það er enginn þess umkominn að stilla Alþingi upp við vegg. Ég hallast fremur að því að segja já en nei við þessari spurningu í trausti þess að tillögur stjórnlagaráðs verði hafðar til hliðsjónar en ekki verði litið á þær sem úrslitakosti fyrir Alþingi. Ég mun segja já við spurningu tvö. Þessi spurning fjallar um þjóðareign á auðlindum. Ég hygg að andstaða Sjálfstæðisflokksins við atkvæðagreiðsluna í heild stafi reyndar sérstaklega af andstöðu við einmitt þetta ákvæði sem er efnislega í andstöðu við stefnu þess flokks. Þriðja spurningin er flókin. Það er unnt að hafa ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskránni en jafnframt að hafa þar skýrt ákvæði um algert trúfrelsi og að enginn trúflokkur megi vera öðrum æðri í framkvæmd trúfrelsisákvæðanna. Mér finnst sérkennilegt ef þeir sem styðja þjóðkirkjuákvæðið fjölmenna ekki á kjörstað til þess að styðja þjóðkirkjuna sérstaklega. Athyglisvert er að Samband ungra sjálfstæðismanna vill einmitt segja nei við þessari spurningu. Athygli vekur reyndar að þessi samtök eru einu stjórnmálasamtökin sem þannig formlega lýsa andstöðu við þjóðkirkjuna. Er það einnig skoðun Sjálfstæðisflokksins sem flokks? Í fjórðu spurningunni er spurt um persónukjör. Ég hef verið hlynntur persónukjöri. Ég hef lengi talið að kjósa ætti til Alþingis í tvennu lagi, annars vegar með persónukjöri þar sem menn eru kosnir í einmenningskjördæmum – eins og helmingur alþingismanna – hins vegar að landið væri allt eitt kjördæmi þegar kjósa ætti helming alþingismanna. Prófkjörin eru auðvitað eins konar persónukjör og þannig hafa einstaklingar mikil áhrif. Það styrkir líka áhrifavald einstaklinga að landinu er skipt í fleiri kjördæmi. Það dregur úr miðstýrðu valdi flokksforystunnar og getur skapað svigrúm fyrir þingmenn sem vilja fara aðrar leiðir. En gleymum því ekki að stjórnmálaflokkarnir hafa þýðingarmiklu málefnalegu hlutverki að gegna í lýðræðissamfélagi. Með því að auka vægi persónukjörs enn frá því sem nú er þá værum við að draga úr málefnalegu vægi kosninganna hverju sinni. Ég segi nei við spurningu fimm um jafnt vægi atkvæða á öllu landinu. Landsbyggðin hefur á seinni árum lotið í lægra haldi fyrir markaðsöflunum á mörgum sviðum. Það er algerlega ljóst að yfirgnæfandi já við þessari spurningu yrði misnotað til þess að gera landið allt að einu kjördæmi. Það má ekki gerast. En það væri líka ólýðræðislegt; þar með væri forystu flokkanna fært allt vald í hendur því uppstilling á framboðslista yrði á einum stað. Það að gera allt landið að einu kjördæmi væri því ólýðræðislegt – auk þess sem það vegur að hagsmunum landsbyggðarinnar. Ég mun svara síðustu spurningunni með jái – treystandi því að Alþingi finni þar eðlilegt meðalhóf en þar er spurt hvort setja eigi í stjórnarskrá ákvæði um að tiltekinn hluti landsmanna geti fengið þjóðaratkvæði með undirskriftum sínum. Með þessu tali hef ég sýnt fram á að það væri ábyrgðarlaust að sitja heima. En það er sérstaklega umhugsunarvert ef það er flokkslína Sjálfstæðisflokksins að láta kylfu ráða kasti um málefni sem sá flokkur hefur talið mikilvæg eins og þjóðkirkjuákvæðið. Þessi flokkur hefur lengst af talið sig sérstakan fulltrúa þjóðkirkjunnar í stjórnmálum. Er sú tíð liðin? Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að snúa baki við þjóðkirkjunni? Það er einnig umhugsunarvert að flokkur sá láti sig einu gilda um hagsmuni landsbyggðarinnar og á hann þó vaska talsmenn dreifbýlis í sínum röðum. Sjálfstæðisflokkurinn er hér nefndur oft af því að hann er eini flokkurinn sem hefur sem flokkur viljað beita sér eins og samþykkt Sambands ungra sjálfstæðismanna er til marks um.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun