Ætlar ríkisstjórnin að rústa ferðaþjónustunni? Ásmundur Einar Daðason skrifar 17. október 2012 12:45 Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngum talin hafa horn í síðu atvinnureksturs og ferðaþjónustan mátti því búast við höggi. Beinum störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 6,1% árið 2011 og skapar hún yfir 12.000 manns beina atvinnu en svo virðist vera sem stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstar sem hvorttveggja í senn skapar vaxandi útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi landsins. Ísland verður með hæstu gistináttaskatta í Evrópu! Íslensk ferðaþjónusta er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn í 25,5% verður skattlagning á gistingu með því hæsta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar má nefna að skattur á gistingu er 9% í Noregi, 12% í Svíþjóð en meðaltal innan ESB er 11%. Þetta mun hafa bein áhrif á greinina í heild sinni; veitingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkissjóðs. Skattahækkun getur auðveldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsókn mun draga þessar tillögur til baka! Framsóknarflokkurinn telur að ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýni að ríkisstjórnin sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka þá hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Nú síðsumars tilkynnti fjármálaráðherra um hækkun virðisaukaskatts á gistingu og mun hækkunin taka gildi á næsta ári. Áætlað er að skatttekjur af þessari skattahækkun verði 3,5 milljarðar á ársgrunni en til viðmiðunar þá var framlegð 35 stærstu hótela landsins 600 milljónir árið 2011. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er löngum talin hafa horn í síðu atvinnureksturs og ferðaþjónustan mátti því búast við höggi. Beinum störfum í ferðaþjónustu fjölgaði um 6,1% árið 2011 og skapar hún yfir 12.000 manns beina atvinnu en svo virðist vera sem stjórnvöld setji það í sérstakan forgang að skekkja grundvöll atvinnurekstar sem hvorttveggja í senn skapar vaxandi útflutningstekjur og er einn helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi landsins. Ísland verður með hæstu gistináttaskatta í Evrópu! Íslensk ferðaþjónusta er í harðri alþjóðlegri samkeppni. Með því að hækka virðisaukaskattinn í 25,5% verður skattlagning á gistingu með því hæsta sem þekkist í heiminum. Til samanburðar má nefna að skattur á gistingu er 9% í Noregi, 12% í Svíþjóð en meðaltal innan ESB er 11%. Þetta mun hafa bein áhrif á greinina í heild sinni; veitingarekstur, flug, bílaleigur og aðra þjónustu og verslun. Samdrátturinn mun vitanlega bitna á tekjum ríkissjóðs. Skattahækkun getur auðveldlega skert skatttekjur og þá er betur heima setið en af stað farið. Tilraunastarfsemi í skattlagningu er ekki leiðin til árangurs. Framsókn mun draga þessar tillögur til baka! Framsóknarflokkurinn telur að ítrekaðar óvinveittar aðgerðir gegn ferðaþjónustunni sýni að ríkisstjórnin sé skilningsvana á atvinnurekstur almennt. Dragi ríkisstjórnin þessar tillögur ekki til baka þá hlýtur það að verða forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að stöðva þessar árásir á ferðaþjónustuna. Ofurskattastefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna verður að linna. Innan tíðar verður gengið til kosninga og þá gefst tækifæri til að leiðrétta hin mörgu gönuhlaup ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar