Við ætlum ekki að leggjast í vörn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2012 08:00 Fanndís Friðriksdóttir leikur listir sínar á æfingu landsliðsins í Egilshöll í vikunni. Rakel Hönnudóttir er henni við hlið, við öllu búin. Mynd/Anton Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira