Af hverju er MORFÍs ekki sjónvarpað? Jórunn Þorsteinsdóttir skrifar 31. október 2012 08:00 Fyrir ári vissi ég ekkert hvað MORFÍs var og í raun og veru var mér alveg sama. Ég vissi að grunnskólinn minn tæki þátt í einhverju MORGRON dóti en mér fannst það ekki skipta jafn miklu máli og þegar hann keppti við Hagaskóla í rökræðukeppni á hinum fræga Való-Hagó degi. Þegar ég var í 10. bekk ákvað ég að prufa mig áfram í þessu ræðustússi, komst í ræðuliðið og áttaði mig á hversu geðveikt það er að vera í Málfundafélagi og ræðuliði! Með þessum áhuga fór ég að horfa á nokkrar MORFÍs-keppnir á síðu sem heitir XTV og áhuginn varð meiri og meiri. Ég fór á úrslit MORFÍs í vor. Það var geðveikt að sjá skólana keppa um þennan mikla titil í Eldborg í Hörpunni og stemningin í stuðningsmönnunum var mögnuð. MORFÍs er frábær leið fyrir framhaldsskólanema að koma sér á framfæri og góður vettvangur til þess að vekja almenning til umhugsunar um ýmis málefni. Þið eruð eflaust að hugsa „Ókei, ég skil alveg að hún vilji að þessu sé sjónvarpað en er ekki alveg nóg að geta horft á þetta í tölvunni eða?" En nei, í ár eru breyttir tímar. XTV er ekki lengur til staðar og þess vegna er eina leiðin til að horfa á keppnina að kaupa sér miða og mæta á staðinn. Til þess þarf maður annað hvort að vera í skólanum sem er að keppa eða með virkilega ástríðu fyrir ræðumennsku. En hvað með fólkið sem væri alveg til í að horfa á keppnina, finnst þetta snilld en er kannski ekki tilbúið til að keyra út á landsbyggð til að sjá næstu viðureign? Og hvað með fólkið sem nennir bara ekki út, vill bara hafa kósýkvöld með kókosbollum og stilla á Verzló–MR? Það er auðvitað fáránlegt að aðeins tveimur af þremur stærstu framhaldsskólakeppnum á Íslandi sé sjónvarpað. Gettu betur og Söngvakeppni framhaldsskólanna eru auðvitað snilldarkeppnir en MORFÍs er það líka! Ég las á morfis.is að upphaf tíunda áratugarins hafi jafnan verið nefnt gullaldarár MORFÍs en þá naut keppnin gífurlegrar athygli almennings og má sem dæmi nefna að þegar keppt var til úrslita í MORFÍs var reglulega skipt þangað úr ástsælasta sjónvarpsþætti landans til langs tíma: „Á tali hjá Hemma Gunn." Liðsmenn þeirra liða sem langt náðu í keppninni voru landsfrægir og birtust m.a. í auglýsingum og sjónvarpsviðtölum. Já, gullaldarár MORFÍs voru þegar það var sýnt í sjónvarpinu. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hvað MORFÍs er. Þar sem allir bíða spenntir eftir næstu viðureign. Þar sem allar þrjár stærstu keppnir framhaldsskólanna fái sjónvarpsáhorf, en ekki bara tvær. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hverjir MORFÍs-keppendurnir eru. Ég veit ekki með ykkur, en það er land sem ég vil búa á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ári vissi ég ekkert hvað MORFÍs var og í raun og veru var mér alveg sama. Ég vissi að grunnskólinn minn tæki þátt í einhverju MORGRON dóti en mér fannst það ekki skipta jafn miklu máli og þegar hann keppti við Hagaskóla í rökræðukeppni á hinum fræga Való-Hagó degi. Þegar ég var í 10. bekk ákvað ég að prufa mig áfram í þessu ræðustússi, komst í ræðuliðið og áttaði mig á hversu geðveikt það er að vera í Málfundafélagi og ræðuliði! Með þessum áhuga fór ég að horfa á nokkrar MORFÍs-keppnir á síðu sem heitir XTV og áhuginn varð meiri og meiri. Ég fór á úrslit MORFÍs í vor. Það var geðveikt að sjá skólana keppa um þennan mikla titil í Eldborg í Hörpunni og stemningin í stuðningsmönnunum var mögnuð. MORFÍs er frábær leið fyrir framhaldsskólanema að koma sér á framfæri og góður vettvangur til þess að vekja almenning til umhugsunar um ýmis málefni. Þið eruð eflaust að hugsa „Ókei, ég skil alveg að hún vilji að þessu sé sjónvarpað en er ekki alveg nóg að geta horft á þetta í tölvunni eða?" En nei, í ár eru breyttir tímar. XTV er ekki lengur til staðar og þess vegna er eina leiðin til að horfa á keppnina að kaupa sér miða og mæta á staðinn. Til þess þarf maður annað hvort að vera í skólanum sem er að keppa eða með virkilega ástríðu fyrir ræðumennsku. En hvað með fólkið sem væri alveg til í að horfa á keppnina, finnst þetta snilld en er kannski ekki tilbúið til að keyra út á landsbyggð til að sjá næstu viðureign? Og hvað með fólkið sem nennir bara ekki út, vill bara hafa kósýkvöld með kókosbollum og stilla á Verzló–MR? Það er auðvitað fáránlegt að aðeins tveimur af þremur stærstu framhaldsskólakeppnum á Íslandi sé sjónvarpað. Gettu betur og Söngvakeppni framhaldsskólanna eru auðvitað snilldarkeppnir en MORFÍs er það líka! Ég las á morfis.is að upphaf tíunda áratugarins hafi jafnan verið nefnt gullaldarár MORFÍs en þá naut keppnin gífurlegrar athygli almennings og má sem dæmi nefna að þegar keppt var til úrslita í MORFÍs var reglulega skipt þangað úr ástsælasta sjónvarpsþætti landans til langs tíma: „Á tali hjá Hemma Gunn." Liðsmenn þeirra liða sem langt náðu í keppninni voru landsfrægir og birtust m.a. í auglýsingum og sjónvarpsviðtölum. Já, gullaldarár MORFÍs voru þegar það var sýnt í sjónvarpinu. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hvað MORFÍs er. Þar sem allir bíða spenntir eftir næstu viðureign. Þar sem allar þrjár stærstu keppnir framhaldsskólanna fái sjónvarpsáhorf, en ekki bara tvær. Ímyndið ykkur Ísland þar sem allir vita hverjir MORFÍs-keppendurnir eru. Ég veit ekki með ykkur, en það er land sem ég vil búa á.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun