Hungurlúsin Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum gerði Félag framhaldsskólakennara samning við ríkisvaldið sem byggir á kjarasamningi frá árinu 2011. Í honum var ákvæði um endurskoðun á starfskjörum framhaldsskólakennara haustið 2012 til að bregðast við óheppilegri launaþróun. Í febrúar 2006, þegar hið svokallaða tíu punkta samkomulag um sókn í skólamálum var undirritað, voru meðaldagvinnulaun félaga í BHM þau sömu og framhaldsskólakennara. Um mitt ár 2006 voru meðallaun þeirra um 280.000 kr. en félagsmenn BHM höfðu skriðið yfir 300.000 króna múrinn. Í dag eru meðaldagvinnulaun framhaldsskólakennara 379.197 kr. en meðallaun félaga BHM um 438.856 kr. á mánuði. Munurinn jókst þegar hjúkrunarfræðingar yfirgáfu BHM árið 2009; sú stétt á það sammerkt með kennurum að bera lítið úr býtum. Hjúkrunarfræðingar hafa þó verið óþreytandi við að klifa á bágum kjörum sínum á meðan þögnin er aðalsmerki málsvara íslenskra kennara. Markmið nýja samningsins er að sporna við óæskilegri launaþróun og hafa til hliðsjónar aðrar stéttir háskólamanna. Í staðinn tækju kennarar þátt í innleiðingu nýrra framhaldsskólalaga. Skoða á vinnutímann en framhaldsskólakennarar hafa búið við traust og unnið fjarri stimpilklukku og án ægivalds skólastjórnenda, ólíkt grunnskólakennurum sem lúta síauknu forræði skólastjóra og víða glymur þeim klukkan. Fyrir þetta hækki útborgunin um rúmar 4.000 kr. og svo aftur fyrir jólin 2013 um 2.000 krónur. Kennarar sem vinna við námskrárgerð geta eygt von um nokkrar krónur en menntamálaráðuneytið úthlutar sérstöku fé til skólameistara. Mér er til efs að peningar skili sér til kennara. Fyrirætlanir kjarasamningsins frá 2011 um viðbrögð við óæskilegri launaþróun hafa ekki gengið eftir. Sett voru ný og rándýr framhaldsskólalög sem verða ekki að veruleika án atbeina kennara. Það er óábyrgt af kennurum að samþykkja að hefja formlega innleiðingu laganna án nægjanlegs fjármagns. Kennarar verða að vera staðfastir, hafna samningstilboðinu og láta ekki glepjast af hræðsluáróðri. Ríkið verður að bæta kjör kennara svo að þau verði áþekk því sem þau voru eftir verkfallið 2001 en þá stóðu kennarar saman og uppskáru kjarabætur. Stjórnvöld munu ræða við kennara enda okkar ágæti menntamálaráðherra þekktur fyrir samræðustjórnmál. Breytingaferli framhaldsskólans hefur rýrt kjör kennara. Nýi samningurinn færir kennurum einungis dúsu í munn, ekki bita sem tönn á festir. Við þurfum að eiga til stolt og hugrekki og neita að glefsa í agn sem er ekkert nema hungurlús.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar