Stuðningsgrein: Árni Páll er rétti maðurinn Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tók því afar illa þegar Árni Páll Árnason var settur út úr ríkisstjórn um sl. áramót. Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu var þá millilent í sameinuðu atvinnumálaráðuneyti til þess svo að vera staðsett nýverið í fjármálaráðuneyti. Með mannabreytingunni var höggvið í pólitíska stöðu fjölmennasta kjördæmisins og þetta sterkasta vígi jafnaðarmanna – Kraginn – veiklað að óþörfu. Enda kom í ljós samkvæmt Capacent Gallup að fylgi Samfylkingar í kjördæminu hrundi í kjölfarið. Þessi óskiljanlegi gjörningur reyndist seinna gera okkar oddvita að enn sterkari forystumanni. Árni Páll, sem hefur alltaf verið duglegur að funda með flokksfélögum í kjördæminu og efla sitt tengslanet, lá ekki á liði sínu þegar hagir breyttust. Við hrifumst af krafti hans og reisn. Hann var óþreytandi að segja fólki að maður ætti ekkert í pólitík. Að vera treyst fyrir ráðuneytum hefði verið dýrmæt reynsla. Nú væri hollt að horfa til pólitískra lausna frá öðrum sjónarhóli en innan stjórnarstarfsins. Hann varði félaga sína og umdeildar gjörðir. Talaði af skilningi um vandamálin sem þyrfti að leysa og horfði til framtíðar með nýjum þrótti. Alltaf fórum við bjartsýn og baráttuglöð af fundum hans. Það er stór hópur sem nú fylkir sér um Árna Pál sem oddvita og formannsefni. Sem trúir að hann hafi burði til að leiða land og þjóð inn í nýja framtíð fái Samfylkingin til þess fylgi. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir kynnti brotthvarf sitt úr pólitík eftir farsælan stjórnmálaferil í áratugi gaf hún boltann tímanlega til flokksmanna varðandi nýja forystusveit. Nú er tími kominn á kynslóðaskipti.Góðir kostir Það er okkar flokksmanna að hugsa pólitík dagsins með framtíðarsýn að leiðarljósi. Eftir þunga tiltektarvinnu í kjölfar efnahagshruns ber Samfylkingunni að boða framtíðarsýn jafnaðarmanna. Hvernig samfélag viljum við Íslendingar sameinast um þegar landið rís á ný eftir erfið ár? Samfylkingin þarf sterkan talsmann núna. Árni Páll hefur hæfileikann til að eiga samtal við fólk. Og hann ber virðingu fyrir skoðunum annarra. Þetta eru mikilvægir kostir stjórnmálamanns. Hann er jákvæður og víðsýnn. Hann talar fyrir opnu samfélagi, heilbrigðu viðskiptalífi og velferð allra. Og hans pólitíska hjarta slær afdráttarlaust vinstra megin við miðju. Í öllum löndum í kringum okkur þar sem jafnaðarstefnan hefur verið sterkt samfélagsafl og hornsteinn í uppbyggingu velferðarsamfélaga liggja sósíaldemókratískir flokkar á miðjunni og yfir til vinstri. Þannig á það að vera hér líka. Annars verður miðjan auð. Í minni eigin stjórnmálaþátttöku hafa velferðarmálin átt stærsta sess. Ég hef lært hve mikilvægt er að horfa til nýrra lausna þegar eldri leiðir reynast ekki færar. Ég hef glaðst yfir því sem formaður stjórnar framkvæmdasjóðs aldraðra að nú rísa hjúkrunarheimili hvert af öðru eftir langa bið af því að Árni Páll fór nýjar leiðir með svokallaðri leiguleið á þrengingartímum. Við þurfum formann sem er víðsýnn og leitar nýrra lausna um leið og hann stendur vörð um grundvallargildi jafnaðarmanna. Ég styð Árna Pál sem oddvita í Suðvesturkjördæmi áfram og mun vinna að framboði hans til formanns Samfylkingarinnar. Við þurfum Árna Pál sem formann núna.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun