Mun meiri möguleikar heldur en síðast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2012 08:00 Stelpurnar fagna hér sigri á Úkraínu í umspilinu. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með tveimur góðkunningjum þegar dregið var í gær í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð, en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009. Íslensku stelpurnar voru í riðli með Noregi í undankeppninni fyrir EM 2013 og mæta Norðmönnum líka í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Þjóðirnar mætast í Kalmar 11. júlí. Ísland mætir síðan Þýskalandi í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum í keppninni og lokaleikur liðsins verður einnig í Växjö, þegar liðið spilar við Holland 17. júlí. „Mér finnst allir riðlarnir vera svipað sterkir. Ég veit ekki hvort það hefði verið betra að vera í einhverjum öðrum riðli," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari landsliðsins. „Þetta er rosalega spennandi verkefni, við hlökkum bara til og ég held að við eigum fullt af möguleikum í þessum riðli," sagði Sigurður Ragnar um riðilinn. „Þýskaland verður náttúrulega mjög erfitt því það er hörkulið sem vinnur þessa keppni yfirleitt. Við eigum samt einhverja möguleika á móti Þjóðverjum og það er gaman að fá að mæta svona sterku liði," sagði Sigurður Ragnar um Evrópumeistara Þjóðverja, sem hafa farið heim með gull á síðustu fimm Evrópumótum. „Við eigum fína möguleika á móti bæði Hollandi og Noregi. Við erum búin að spila við þessar þjóðir undanfarin ár og það hafa verið jafnir leikir. Við erum lið sem getur unnið þessi lið á góðum degi," sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er nú að fara að keppa á sínu öðru stórmóti, en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM í Finnlandi 2009. „Mér líður aðeins öðruvísi að fara inn í þetta mót en síðast. Þá var allt nýtt og við lærðum heilmikið á þeirri keppni. Núna finnst okkur liðið okkar sterkara en áður og við eigum mun meiri möguleika í þessum riðli heldur en síðast," sagði Sigurður Ragnar, sem fer nú í það að skipuleggja síðustu mánuðina fyrir mótið. „Nú fer undirbúningurinn á fullt, við finnum okkur vináttuleiki og skipuleggjum næsta landsliðsár. Ég ætla að kalla saman stóran hóp milli jóla og nýárs með leikmönnum sem ég tel að eigi góða möguleika á því að komast í lokakeppnishópinn," sagði Sigurður Ragnar, sem vill spila fullt af vináttuleikjum fram að mótinu í júlí. „Við vitum að við tökum þátt í Algarve-bikarnum og það verða fjórir leikir í mars. Við erum að skoða að spila heima í Kórnum í febrúar en það er ekki orðið ljóst á móti hverjum. Í júní eru þrjár dagsetningar þar sem er möguleiki á því að spila leiki og vonandi getum við spilað á þeim öllum," sagði Sigurður Ragnar. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lenti í riðli með tveimur góðkunningjum þegar dregið var í gær í riðla í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Ísland er með Þýskalandi og Noregi í riðli annað stórmótið í röð, en þessar þrjár þjóðir voru líka saman í riðli á EM 2009. Íslensku stelpurnar voru í riðli með Noregi í undankeppninni fyrir EM 2013 og mæta Norðmönnum líka í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni. Þjóðirnar mætast í Kalmar 11. júlí. Ísland mætir síðan Þýskalandi í Växjö 14. júlí í öðrum leik sínum í keppninni og lokaleikur liðsins verður einnig í Växjö, þegar liðið spilar við Holland 17. júlí. „Mér finnst allir riðlarnir vera svipað sterkir. Ég veit ekki hvort það hefði verið betra að vera í einhverjum öðrum riðli," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari landsliðsins. „Þetta er rosalega spennandi verkefni, við hlökkum bara til og ég held að við eigum fullt af möguleikum í þessum riðli," sagði Sigurður Ragnar um riðilinn. „Þýskaland verður náttúrulega mjög erfitt því það er hörkulið sem vinnur þessa keppni yfirleitt. Við eigum samt einhverja möguleika á móti Þjóðverjum og það er gaman að fá að mæta svona sterku liði," sagði Sigurður Ragnar um Evrópumeistara Þjóðverja, sem hafa farið heim með gull á síðustu fimm Evrópumótum. „Við eigum fína möguleika á móti bæði Hollandi og Noregi. Við erum búin að spila við þessar þjóðir undanfarin ár og það hafa verið jafnir leikir. Við erum lið sem getur unnið þessi lið á góðum degi," sagði Sigurður Ragnar. Íslenska liðið er nú að fara að keppa á sínu öðru stórmóti, en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM í Finnlandi 2009. „Mér líður aðeins öðruvísi að fara inn í þetta mót en síðast. Þá var allt nýtt og við lærðum heilmikið á þeirri keppni. Núna finnst okkur liðið okkar sterkara en áður og við eigum mun meiri möguleika í þessum riðli heldur en síðast," sagði Sigurður Ragnar, sem fer nú í það að skipuleggja síðustu mánuðina fyrir mótið. „Nú fer undirbúningurinn á fullt, við finnum okkur vináttuleiki og skipuleggjum næsta landsliðsár. Ég ætla að kalla saman stóran hóp milli jóla og nýárs með leikmönnum sem ég tel að eigi góða möguleika á því að komast í lokakeppnishópinn," sagði Sigurður Ragnar, sem vill spila fullt af vináttuleikjum fram að mótinu í júlí. „Við vitum að við tökum þátt í Algarve-bikarnum og það verða fjórir leikir í mars. Við erum að skoða að spila heima í Kórnum í febrúar en það er ekki orðið ljóst á móti hverjum. Í júní eru þrjár dagsetningar þar sem er möguleiki á því að spila leiki og vonandi getum við spilað á þeim öllum," sagði Sigurður Ragnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Sjá meira