Hvar má treysta orðum manna? Bjarni Gíslason skrifar 27. nóvember 2012 08:00 Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson tók sterkt til orða 9. nóvember síðastliðinn í samtali við mbl.is, í tengslum við nýja skýrslu Samtaka atvinnulífsins um skattamál, þegar hann gagnrýndi stjórnvöld og sagði: „Ísland er ekki lengur hluti af Evrópu þar sem treysta má á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum, Ísland er orðið nyrsta Afríkuríkið. Um þetta er talað meðal erlendra fjárfesta og þetta er staður sem við viljum ekki vera á." Nú ætla ég að láta Vilhjálmi eftir að fjalla um starfsskilyrði og stöðugleika á Íslandi og skattamál. En orðalagið er umhugsunarefni. Ég efast ekki um landafræðikunnáttu Vilhjálms, enda er hann að eigin sögn að tala um landafræði í huga erlendra fjárfesta. Hann virðist ganga út frá því sem vísu og erlendir fjárfestar að hans sögn einnig, að ekki í einu einasta ríki af 54 ríkjum Afríku megi „treysta á orð manna og stöðugleika í starfsskilyrðum". Eða er ég að misskilja eitthvað?Orðræða sem flokkar Orðalag lýsir hugsunarhætti. Orðræða sem flokkar og setur fram fullyrðingu um að heil heimsálfa sé óstöðug og ekki sé hægt að treysta orðum þar, er að mínu mati varhugaverð og ekki til fyrirmyndar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur með stuðningi Íslendinga fjárfest heilmikið í Afríku ef svo má að orði komast. Í góðu samstarfi við stjórnvöld í Eþíópíu, Malaví og Úganda hefur tekist að vinna að framfaramálum meðal þeirra sem verst hafa það. Brunnar verið grafnir, hús og vatnstankar verið reistir fyrir munaðarlaus börn, heilsugæslustöðvar byggðar, staðaryfirvöld efld til að virkja lýðræði og samfélagsþátttöku fólks, kamrar reistir og frætt um smitleiðir sjúkdóma og hreinlæti og svona mætti lengi telja.Góður árangur Hverju verkefni er fylgt eftir og reynslan og matsskýrslur hafa sýnt góðan og stöðugan árangur. Að fjárfestingin hafi sannarlega skilað árangri og betri aðstæðum fyrir þá sem verkefni Hjálparstarfsins ná til. Framlag yfirvalda á hverjum stað og fólksins sjálfs er mjög mikið og grundvöllur þess góða árangurs sem náðst hefur. Mig langaði bara að benda Vilhjálmi, Samtökum atvinnulífsins og öllum Íslendingum á góða fjárfestingarmöguleika í Afríku. Að styðja verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku er góð fjárfesting sem skilar góðum ávexti í betri lífsskilyrðum þeirra sem búa við verstu kjörin.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun