Feneyjanefnd og sjálfsvirðing Ágúst Þór Árnason skrifar 28. nóvember 2012 08:00 Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti „The European Commission for Democracy through Law"). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði. Nú hefur eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis ákveðið að leita eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Í bréfi formanns, Valgerðar Bjarnadóttur, er óskað álits á þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að stöðu, verkan og gagnvirkum samskiptum Alþingis, ríkisstjórnar og forseta og auknum möguleikum á þjóðaratkvæðagreiðslum. Að auki er farið fram á að nefndin greini ráðgert kosningafyrirkomulag og áhrif þess á fulltrúalýðræðið. Að undanförnu hefur ítrekað verið kallað eftir skipulegu mati og greiningu á þeim atriðum sem Feneyjanefndin er nú beðin um álit á. Þegar stjórnlagaráð lauk vinnu sinni var rætt um nauðsyn „álagsprófana" áður en málið kæmi til kasta þingsins. Og nú síðast benti svokölluð lögtækninefnd á að ekki hefði farið fram heildstætt og skipulagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild, en slíkt mat kallaði „á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin". Það vekur athygli að þegar Alþingi ákveður loksins að standa fyrir efnislegri úttekt á hugsanlegri framtíðarstjórnarskrá lýðveldisins skuli vera ákveðið að leita til erlendrar sérfræðinganefndar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsynlegar forsendur til að takast á hendur þetta verkefni innanlands. Ef sú er raunin hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íslenskt háskóla- og fræðasamfélag og raunar Íslendinga sem sjálfstæða þjóð. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem er til stefnu hlýtur það enn að teljast eðlileg krafa að Alþingi láti gera þverfaglega úttekt á því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem nú hefur þegar verið afgreitt frá fyrstu umræðu í nánast algerri þögn fjölmiðla. Slík vinna væri ekki aðeins æskileg með hliðsjón af sjálfsvirðingu Íslendinga heldur myndi einnig stuðla að því að gera aðkomu Feneyjanefndarinnar markvissari og gagnlegri fyrir framhald málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Eftir fall Berlínarmúrsins ákváðu 18 ríki Evrópuráðsins að koma á fót sérstakri nefnd sem í daglegu tali er nefnd Feneyjanefndin (opinbert heiti „The European Commission for Democracy through Law"). Fram til þessa hefur meginstarfi nefndarinnar falist í því að aðstoða fyrrum kommúnistaríki við endurreisn sína þótt önnur ríki hafi leitað eftir áliti um afmarkaðri atriði. Nú hefur eftirlits- og stjórnskipunarnefnd Alþingis ákveðið að leita eftir áliti Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Í bréfi formanns, Valgerðar Bjarnadóttur, er óskað álits á þeim ákvæðum frumvarpsins sem lúta að stöðu, verkan og gagnvirkum samskiptum Alþingis, ríkisstjórnar og forseta og auknum möguleikum á þjóðaratkvæðagreiðslum. Að auki er farið fram á að nefndin greini ráðgert kosningafyrirkomulag og áhrif þess á fulltrúalýðræðið. Að undanförnu hefur ítrekað verið kallað eftir skipulegu mati og greiningu á þeim atriðum sem Feneyjanefndin er nú beðin um álit á. Þegar stjórnlagaráð lauk vinnu sinni var rætt um nauðsyn „álagsprófana" áður en málið kæmi til kasta þingsins. Og nú síðast benti svokölluð lögtækninefnd á að ekki hefði farið fram heildstætt og skipulagt mat á áhrifum stjórnarskrártillagnanna í heild, en slíkt mat kallaði „á þverfaglega vinnu sem hópnum var ekki falin". Það vekur athygli að þegar Alþingi ákveður loksins að standa fyrir efnislegri úttekt á hugsanlegri framtíðarstjórnarskrá lýðveldisins skuli vera ákveðið að leita til erlendrar sérfræðinganefndar. Sú spurning hlýtur að vakna hvort litið sé svo á af hálfu Alþingis að ekki séu fyrir hendi nauðsynlegar forsendur til að takast á hendur þetta verkefni innanlands. Ef sú er raunin hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir íslenskt háskóla- og fræðasamfélag og raunar Íslendinga sem sjálfstæða þjóð. Þrátt fyrir þann skamma tíma sem er til stefnu hlýtur það enn að teljast eðlileg krafa að Alþingi láti gera þverfaglega úttekt á því frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem nú hefur þegar verið afgreitt frá fyrstu umræðu í nánast algerri þögn fjölmiðla. Slík vinna væri ekki aðeins æskileg með hliðsjón af sjálfsvirðingu Íslendinga heldur myndi einnig stuðla að því að gera aðkomu Feneyjanefndarinnar markvissari og gagnlegri fyrir framhald málsins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar