Búrfellshraun – eitt merkasta hraun á Íslandi Reynir Ingibjartsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af?Fórnarlamb framkvæmda Það er vert að spyrja þessarar spurningar þegar eitt merkilegasta hraunið, Búrfellshraun í löndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, verður stöðugt fórnarlamb framkvæmdagleði okkar mannanna. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá andláti eins okkar merkasta jarðfræðings og brautryðjanda, Guðmundar Kjartanssonar, sem lést um aldur fram árið 1972. Hans síðasta verk var merk grein um Búrfellshraun og aldur þess sem birtist í Náttúrufræðingnum á dánarári Guðmundar. Honum tókst reyndar ekki að ljúka greininni, en félagar hans, Jón Jónsson og Þorleifur Einarsson, luku henni eftir minnisblöðum höfundar. Guðmundur var reyndar annar Íslendingurinn sem lauk prófi í jarðfræði – hinn var Helgi Péturs áratugum fyrr. Tilviljanir réðu því að Guðmundi tókst að láta aldursgreina Búrfellshraun. Snemma árs 1970 varð mikið sjávarflóð og rótaðist upp jarðvegur við strönd Balahrauns sem er einn hluti Búrfellshrauns og vestan Hafnarfjarðar. Var Guðmundi sagt frá þessu. Á stórstraumsfjöru seinna á árinu tókst Guðmundi að finna og grafa upp fjörumó undir hrauninu og lét aldursgreina hann hjá Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt þeirri aldursgreiningu var hraunið um 7.240 ára gamalt. Við síðari rannsóknir hefur aldurinn reynst hærri, eða rúmlega 8.000 ár. Guðmundur kenndi við Flensborgarskóla í fjölda ára og gjörþekkti því Búrfellshraunið. Með greininni um Búrfellshraun fylgir kort með hinum mörgu aðskildu hraunum sem Búrfellshraun nær yfir s.s. Smyrlabúðahraun, Urriðakotshraun, Gráhelluhraun, Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Guðmundur fjallar ítarlega um hraungjána Búrfellsgjá og Búrfellsgíg sem telst til eldborga. Einnig um Hjallamisgengið sem sker sundur gjána og gíginn og tryggir íbúum höfuðborgarsvæðisins hið góða drykkjarvatn. Fram kemur að ysti hluti hraunsins, Gálgahraun, er 12 km frá upptökunum í Búrfellsgíg. Í lok greinar bendir Guðmundur Kjartansson á nauðsyn þess að raska ekki Búrfellshrauni með mannvirkjum. Hann vekur athygli á lítilsháttar grjótnámi í Urriðakotshrauni sem tókst að stöðva fyrir atbeina Náttúruverndarráðs. Þetta hraun ætti nauðsynlega að friða. Hvað skyldi Guðmundur þá hafa sagt um allt umrótið kringum IKEA? Einhver áform voru uppi um byggingu skála við Búrfell og Búrfellsgjá, en þau tókst einnig að stöðva. Þakkaði Guðmundur það þáverandi yfirvöldum í Garðabæ og Hafnarfirði.Merkar minjar Í þessari grein vekur Guðmundur athygli á hinni merkilegu jarðfræði hraunsins og hversu kjörið það er til fræðslu. En aðrir þættir gera Búrfellshraunið einnig mjög sérstakt. Þar er margar menningarminjar að finna, s.s. Gjáarrétt í Búrfellsgjá, Maríuhella og fleiri hella, söguslóðir í Vífilsstaðahrauni sem tengjast Vífilsstaðaspítala, fyrstu vegarslóða um hraunið, vatnsstokkinn frá Kaldárseli að ógleymdum öllum fornu hraungötunum í Gálgahrauni og víðar. Minjar um forna búskaparhætti eru um allt. Svo er það þáttur Jóhannesar S. Kjarvals. Nú er að koma í ljós að hann málaði vítt og breitt um Búrfellshraun. Þekktastir eru Kjarvalsklettarnir en einnig átti hann sér staði í Vífilsstaðahrauni og Svínahrauni hjá Vífilsstaðahlíð. Nokkrar af „meintum" Þingvallamyndum Kjarvals voru málaðar í Búrfellshrauni.Mælirinn fullur Það er svo sannarlega kominn tími til að allt sem eftir er af Búrfellshrauni verði friðað – bæði í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Það er einstakt að búa að hrauni í miðri byggð með þennan mikla fjölbreytileika og margháttuðu sögu. Yfirvöld í Garðabæ hafa vissulega stigið góð skref í þessa átt og Hafnfirðingar hafa sýnt lit. En þegar vantar land undir íbúabyggð, atvinnurekstur, vegi, golfvelli og hesthús svo dæmi séu nefnd, er sneitt af hrauninu hér og þar. Að endingu verða kannski nokkrir klettar eftir. Baráttan nú gegn nýjum Álftanesvegi gegnum Gálgahraunið er mælikvarðinn á það, hvort mælirinn sé ekki endanlega orðinn fullur. Við ættum að sjá sóma okkar í því að heiðra minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings með því að segja og framkvæma – nú er endanlega komið nóg. Ekki meir, ekki meir sagði Steinn Steinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt mesta sérkennið í náttúru Íslands eru nútímahraunin. Þau standa okkur svo nærri að við skynjum hvernig yfirborð jarðar hefur myndast og hvað býr undir. Og á mesta þéttbýlissvæði landsins eru hraunin fyrir allra augum, ekki síst í Hafnarfirði og Garðabæ. En hvernig höfum við gengið um þessar náttúrusmíðar? Höfum við ætlað komandi kynslóðum að njóta þess sem við höfum haft fyrir augum – lengst af?Fórnarlamb framkvæmda Það er vert að spyrja þessarar spurningar þegar eitt merkilegasta hraunið, Búrfellshraun í löndum Garðabæjar og Hafnarfjarðar, verður stöðugt fórnarlamb framkvæmdagleði okkar mannanna. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá andláti eins okkar merkasta jarðfræðings og brautryðjanda, Guðmundar Kjartanssonar, sem lést um aldur fram árið 1972. Hans síðasta verk var merk grein um Búrfellshraun og aldur þess sem birtist í Náttúrufræðingnum á dánarári Guðmundar. Honum tókst reyndar ekki að ljúka greininni, en félagar hans, Jón Jónsson og Þorleifur Einarsson, luku henni eftir minnisblöðum höfundar. Guðmundur var reyndar annar Íslendingurinn sem lauk prófi í jarðfræði – hinn var Helgi Péturs áratugum fyrr. Tilviljanir réðu því að Guðmundi tókst að láta aldursgreina Búrfellshraun. Snemma árs 1970 varð mikið sjávarflóð og rótaðist upp jarðvegur við strönd Balahrauns sem er einn hluti Búrfellshrauns og vestan Hafnarfjarðar. Var Guðmundi sagt frá þessu. Á stórstraumsfjöru seinna á árinu tókst Guðmundi að finna og grafa upp fjörumó undir hrauninu og lét aldursgreina hann hjá Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn. Samkvæmt þeirri aldursgreiningu var hraunið um 7.240 ára gamalt. Við síðari rannsóknir hefur aldurinn reynst hærri, eða rúmlega 8.000 ár. Guðmundur kenndi við Flensborgarskóla í fjölda ára og gjörþekkti því Búrfellshraunið. Með greininni um Búrfellshraun fylgir kort með hinum mörgu aðskildu hraunum sem Búrfellshraun nær yfir s.s. Smyrlabúðahraun, Urriðakotshraun, Gráhelluhraun, Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Guðmundur fjallar ítarlega um hraungjána Búrfellsgjá og Búrfellsgíg sem telst til eldborga. Einnig um Hjallamisgengið sem sker sundur gjána og gíginn og tryggir íbúum höfuðborgarsvæðisins hið góða drykkjarvatn. Fram kemur að ysti hluti hraunsins, Gálgahraun, er 12 km frá upptökunum í Búrfellsgíg. Í lok greinar bendir Guðmundur Kjartansson á nauðsyn þess að raska ekki Búrfellshrauni með mannvirkjum. Hann vekur athygli á lítilsháttar grjótnámi í Urriðakotshrauni sem tókst að stöðva fyrir atbeina Náttúruverndarráðs. Þetta hraun ætti nauðsynlega að friða. Hvað skyldi Guðmundur þá hafa sagt um allt umrótið kringum IKEA? Einhver áform voru uppi um byggingu skála við Búrfell og Búrfellsgjá, en þau tókst einnig að stöðva. Þakkaði Guðmundur það þáverandi yfirvöldum í Garðabæ og Hafnarfirði.Merkar minjar Í þessari grein vekur Guðmundur athygli á hinni merkilegu jarðfræði hraunsins og hversu kjörið það er til fræðslu. En aðrir þættir gera Búrfellshraunið einnig mjög sérstakt. Þar er margar menningarminjar að finna, s.s. Gjáarrétt í Búrfellsgjá, Maríuhella og fleiri hella, söguslóðir í Vífilsstaðahrauni sem tengjast Vífilsstaðaspítala, fyrstu vegarslóða um hraunið, vatnsstokkinn frá Kaldárseli að ógleymdum öllum fornu hraungötunum í Gálgahrauni og víðar. Minjar um forna búskaparhætti eru um allt. Svo er það þáttur Jóhannesar S. Kjarvals. Nú er að koma í ljós að hann málaði vítt og breitt um Búrfellshraun. Þekktastir eru Kjarvalsklettarnir en einnig átti hann sér staði í Vífilsstaðahrauni og Svínahrauni hjá Vífilsstaðahlíð. Nokkrar af „meintum" Þingvallamyndum Kjarvals voru málaðar í Búrfellshrauni.Mælirinn fullur Það er svo sannarlega kominn tími til að allt sem eftir er af Búrfellshrauni verði friðað – bæði í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Það er einstakt að búa að hrauni í miðri byggð með þennan mikla fjölbreytileika og margháttuðu sögu. Yfirvöld í Garðabæ hafa vissulega stigið góð skref í þessa átt og Hafnfirðingar hafa sýnt lit. En þegar vantar land undir íbúabyggð, atvinnurekstur, vegi, golfvelli og hesthús svo dæmi séu nefnd, er sneitt af hrauninu hér og þar. Að endingu verða kannski nokkrir klettar eftir. Baráttan nú gegn nýjum Álftanesvegi gegnum Gálgahraunið er mælikvarðinn á það, hvort mælirinn sé ekki endanlega orðinn fullur. Við ættum að sjá sóma okkar í því að heiðra minningu Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings með því að segja og framkvæma – nú er endanlega komið nóg. Ekki meir, ekki meir sagði Steinn Steinar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar