Sátt um sjúkrahús? Torfi Hjartarson skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Ákvörðun um uppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut hefur lengi legið fyrir og fyrir henni eru ýmis rök sem ekki verða tíunduð hér. Í skipulagsráði Reykjavíkur hefur ríkt samhljómur um að ekki verði horfið frá þessum stað svo lengi sem koma megi starfseminni fyrir í sæmilegri sátt við borgarbúa og gott borgarskipulag. Enda er það svo að tillaga um deiliskipulag sjúkrahússins við Hringbraut hefur verið til umfjöllunar í ráðinu um langt skeið. Svonefndur SPITAL-hópur leggur tillöguna fram og vinnur jafnframt að forhönnun bygginga.Tillaga um stóran kjarna Byggt er á verðlaunatillögu úr samkeppni. Gert er ráð fyrir að sjúkrahús og ýmis tengd starfsemi sé í nokkrum byggingum í því skyni að fella skipulag að byggð í nágrenninu og töluvert er dregið úr umfangi eldri hugmynda. Engu að síður er í fyrri áfanga skipulagsins mikill þungi uppbyggingar á svæðinu suðvestanverðu, næst Barónsstíg, Einarsgarði og nýrri Hringbraut. Þar er Hringbrautin gamla látin víkja fyrir gríðarstórum meðferðar- eða bráðakjarna sunnan við barnaspítalabygginguna sem þarna var reist fyrir nokkrum árum. Kjarninn er á við húsakynni IKEA að lengd og breidd og miklu hærri, það er leitun að öðru eins stórhýsi á öllu höfuðborgarsvæðinu. Austar á lóðinni, nær mislægum gatnamótum og Snorrabraut, er uppbygging lítil þar til í síðari áfanga sem enginn veit hvenær verður né í hvaða mynd þó að fyrir liggi hugmyndir hönnunarhópsins um þann áfanga líka. Við Eiríksgötu er uppbygging lítil og efst á gömlu spítalalóðinni, ofan við svonefnda K-byggingu, er ekki gert ráð fyrir byggingum.Togstreita um tilhögun og umfang Skipulagsráð fjallaði á sínum tíma um forsendur hugmyndasamkeppninnar áður en hún fór fram. Ráðið kallaði þá þegar eftir meiri áherslu á lóðina austanverða og benti á að nýta mætti rými og uppbyggingarmöguleika norðan gömlu Hringbrautar í nágrenni við eldri byggingar. Því miður tóku keppendur lítið mið af þessu heldur lögðu sig fram um að mæta hugmyndum um mikla uppbyggingu sunnan gömlu Hringbrautar og sem allra nánust tengsl bráðakjarna við húsakynni barnaspítala og kvennadeildar. Jafnframt var farið að ósk sjúkrahússins um gríðarstóran kjarna til að tryggja öryggi og hámarka hagræðingu í rekstri. Umfang kjarnans ber umhverfið ofurliði en hönnunarhópurinn hefur ekki viljað breyta sínum áherslum og í raun gengið í öfuga átt. Í stað þess að draga úr umfanginu var krafist hækkunar á húsinu um eina hæð til að geta betur komið þar fyrir tæknibúnaði. Samkomulag náðist um að borgin fengi tækifæri til uppbyggingar á lóðum vestan Barónsstígs (reit Umferðarmiðstöðvar BSÍ) og næst nýrri Hringbraut auk þess sem farið verður í einhverja samvinnu um þróunarmöguleika á spítalasvæðinu austanverðu. Samt hefur hugmyndum um sjálfa kjarnabygginguna og meginþunga uppbyggingar nær ekkert verið hnikað. Þessu hefur almenningur nú harðlega mótmælt í lögbundnu umsagnarferli.Undarleg þversögn Í ofangreindu ferli felst undarleg þversögn. Á sama tíma og ráðið og borgarbúar allir hafa haft skipulagshugmyndir hönnunarhópsins til umfjöllunar og lýst margvíslegum áhyggjum af hugmyndunum hafa hönnuðir setið við forhönnun bygginga sem enginn veit hvort hljóta samþykki ráðsins. Meira en átta hundrað athugasemdir hafa borist skipulagsráði og staðfesta þótt seint sé að áhyggjur ráðsins af umfangsmiklum byggingum eru á rökum reistar. Á móti standa skipulagshugmyndir SPITAL-hópsins og öll sú forhönnunarvinna sem þegar hefur farið fram. Pólitískt umhverfi er svo með þeim hætti að allar ákvarðanir verða vandasamar, hart er sótt að dugandi ríkisstjórn, brýnt er að byggja nýjan spítala, þarfir atvinnulífsins fyrir auknar framkvæmdir eru öllum kunnar, þjóðin vill öfluga heilbrigðisþjónustu en býr við takmörkuð fjárráð. Og svo eru margir sem enn andmæla sjúkrahúsi á þessum stað, vilja henda dæminu öllu upp í loft og leita annað með uppbygginguna.Afstaða í skipulagsráði Sá sem hér skrifar og situr í skipulagsráði fyrir hönd Vinstri-grænna er ekki í síðastnefnda hópnum, þeim sem helst vill nýjan spítala á öðrum stað. Þvert á móti finnst mér eins og fleirum í mínum flokki brýnt að sjá nýjar spítalabyggingar rísa við Hringbraut. Ég hef aftur á móti alltaf ætlast til þess og talað fyrir því á fundum ráðsins að ráðið knýi fram breytingar á kjarnabyggingunni, hún sé einfaldlega of stór og hvíli of nærri smágerðri byggð við Barónsstíg. Ég hef eins og fleiri bent á möguleika austar á svæðinu og ítrekað dregið fram mikilvægi Snorrabrautar í borgarskipulaginu, líka þegar byggt verður upp í Vatnsmýri. Þá götu þarf að styðja betur en gert er í fyrirliggjandi tillögum. Ég hef spurt hvort ekki megi endurskoða þótt ekki væri nema eitthvað af þeirri starfsemi sem koma á fyrir í kjarnanum, draga úr umfanginu eða færa í aðrar byggingar, hvort ekki megi rýma betur til austan við gömlu spítalabygginguna og byggja upp þar eða færa til rannsóknarhús sunnan kjarnans og koma hluta hans fyrir þar. Svörin eru öll á eina leið, rætt hafi verið við hönnunarhópinn og kjarnanum verði ekki haggað, það sé bara ekki hægt að gera þetta öðruvísi! Samt er hann of stór, samt liggja fyrir næstum þúsund athugasemdir sem flestar ganga í eina átt, byggingarmagnið er of mikið, spítalinn og kjarninn sérstaklega er of frekur í umhverfi sínu ef ekki verða gerðar á honum breytingar.Ekki tjaldað til einnar nætur Þetta er staðan og nú er að hrökkva eða stökkva fyrir skipulagsráð, að samþykkja tillögur SPITAL-hópsins eða hafna þeim eins og þær liggja fyrir. Ég skora á ráðið og borgaryfirvöld að bregðast vel við réttmætum athugasemdum almennings og láta gera nauðsynlegar breytingar sem leitt geta til samfélagslegrar sáttar um þetta brýna og þýðingarmikla verkefni. Sú vinna þarf að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu á félagslegum grunni, þjóðhagslega hagkvæmni til lengri tíma litið og gæði í borgarskipulagi að leiðarljósi. Hér er ekki tjaldað til einnar nætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun um uppbyggingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss við Hringbraut hefur lengi legið fyrir og fyrir henni eru ýmis rök sem ekki verða tíunduð hér. Í skipulagsráði Reykjavíkur hefur ríkt samhljómur um að ekki verði horfið frá þessum stað svo lengi sem koma megi starfseminni fyrir í sæmilegri sátt við borgarbúa og gott borgarskipulag. Enda er það svo að tillaga um deiliskipulag sjúkrahússins við Hringbraut hefur verið til umfjöllunar í ráðinu um langt skeið. Svonefndur SPITAL-hópur leggur tillöguna fram og vinnur jafnframt að forhönnun bygginga.Tillaga um stóran kjarna Byggt er á verðlaunatillögu úr samkeppni. Gert er ráð fyrir að sjúkrahús og ýmis tengd starfsemi sé í nokkrum byggingum í því skyni að fella skipulag að byggð í nágrenninu og töluvert er dregið úr umfangi eldri hugmynda. Engu að síður er í fyrri áfanga skipulagsins mikill þungi uppbyggingar á svæðinu suðvestanverðu, næst Barónsstíg, Einarsgarði og nýrri Hringbraut. Þar er Hringbrautin gamla látin víkja fyrir gríðarstórum meðferðar- eða bráðakjarna sunnan við barnaspítalabygginguna sem þarna var reist fyrir nokkrum árum. Kjarninn er á við húsakynni IKEA að lengd og breidd og miklu hærri, það er leitun að öðru eins stórhýsi á öllu höfuðborgarsvæðinu. Austar á lóðinni, nær mislægum gatnamótum og Snorrabraut, er uppbygging lítil þar til í síðari áfanga sem enginn veit hvenær verður né í hvaða mynd þó að fyrir liggi hugmyndir hönnunarhópsins um þann áfanga líka. Við Eiríksgötu er uppbygging lítil og efst á gömlu spítalalóðinni, ofan við svonefnda K-byggingu, er ekki gert ráð fyrir byggingum.Togstreita um tilhögun og umfang Skipulagsráð fjallaði á sínum tíma um forsendur hugmyndasamkeppninnar áður en hún fór fram. Ráðið kallaði þá þegar eftir meiri áherslu á lóðina austanverða og benti á að nýta mætti rými og uppbyggingarmöguleika norðan gömlu Hringbrautar í nágrenni við eldri byggingar. Því miður tóku keppendur lítið mið af þessu heldur lögðu sig fram um að mæta hugmyndum um mikla uppbyggingu sunnan gömlu Hringbrautar og sem allra nánust tengsl bráðakjarna við húsakynni barnaspítala og kvennadeildar. Jafnframt var farið að ósk sjúkrahússins um gríðarstóran kjarna til að tryggja öryggi og hámarka hagræðingu í rekstri. Umfang kjarnans ber umhverfið ofurliði en hönnunarhópurinn hefur ekki viljað breyta sínum áherslum og í raun gengið í öfuga átt. Í stað þess að draga úr umfanginu var krafist hækkunar á húsinu um eina hæð til að geta betur komið þar fyrir tæknibúnaði. Samkomulag náðist um að borgin fengi tækifæri til uppbyggingar á lóðum vestan Barónsstígs (reit Umferðarmiðstöðvar BSÍ) og næst nýrri Hringbraut auk þess sem farið verður í einhverja samvinnu um þróunarmöguleika á spítalasvæðinu austanverðu. Samt hefur hugmyndum um sjálfa kjarnabygginguna og meginþunga uppbyggingar nær ekkert verið hnikað. Þessu hefur almenningur nú harðlega mótmælt í lögbundnu umsagnarferli.Undarleg þversögn Í ofangreindu ferli felst undarleg þversögn. Á sama tíma og ráðið og borgarbúar allir hafa haft skipulagshugmyndir hönnunarhópsins til umfjöllunar og lýst margvíslegum áhyggjum af hugmyndunum hafa hönnuðir setið við forhönnun bygginga sem enginn veit hvort hljóta samþykki ráðsins. Meira en átta hundrað athugasemdir hafa borist skipulagsráði og staðfesta þótt seint sé að áhyggjur ráðsins af umfangsmiklum byggingum eru á rökum reistar. Á móti standa skipulagshugmyndir SPITAL-hópsins og öll sú forhönnunarvinna sem þegar hefur farið fram. Pólitískt umhverfi er svo með þeim hætti að allar ákvarðanir verða vandasamar, hart er sótt að dugandi ríkisstjórn, brýnt er að byggja nýjan spítala, þarfir atvinnulífsins fyrir auknar framkvæmdir eru öllum kunnar, þjóðin vill öfluga heilbrigðisþjónustu en býr við takmörkuð fjárráð. Og svo eru margir sem enn andmæla sjúkrahúsi á þessum stað, vilja henda dæminu öllu upp í loft og leita annað með uppbygginguna.Afstaða í skipulagsráði Sá sem hér skrifar og situr í skipulagsráði fyrir hönd Vinstri-grænna er ekki í síðastnefnda hópnum, þeim sem helst vill nýjan spítala á öðrum stað. Þvert á móti finnst mér eins og fleirum í mínum flokki brýnt að sjá nýjar spítalabyggingar rísa við Hringbraut. Ég hef aftur á móti alltaf ætlast til þess og talað fyrir því á fundum ráðsins að ráðið knýi fram breytingar á kjarnabyggingunni, hún sé einfaldlega of stór og hvíli of nærri smágerðri byggð við Barónsstíg. Ég hef eins og fleiri bent á möguleika austar á svæðinu og ítrekað dregið fram mikilvægi Snorrabrautar í borgarskipulaginu, líka þegar byggt verður upp í Vatnsmýri. Þá götu þarf að styðja betur en gert er í fyrirliggjandi tillögum. Ég hef spurt hvort ekki megi endurskoða þótt ekki væri nema eitthvað af þeirri starfsemi sem koma á fyrir í kjarnanum, draga úr umfanginu eða færa í aðrar byggingar, hvort ekki megi rýma betur til austan við gömlu spítalabygginguna og byggja upp þar eða færa til rannsóknarhús sunnan kjarnans og koma hluta hans fyrir þar. Svörin eru öll á eina leið, rætt hafi verið við hönnunarhópinn og kjarnanum verði ekki haggað, það sé bara ekki hægt að gera þetta öðruvísi! Samt er hann of stór, samt liggja fyrir næstum þúsund athugasemdir sem flestar ganga í eina átt, byggingarmagnið er of mikið, spítalinn og kjarninn sérstaklega er of frekur í umhverfi sínu ef ekki verða gerðar á honum breytingar.Ekki tjaldað til einnar nætur Þetta er staðan og nú er að hrökkva eða stökkva fyrir skipulagsráð, að samþykkja tillögur SPITAL-hópsins eða hafna þeim eins og þær liggja fyrir. Ég skora á ráðið og borgaryfirvöld að bregðast vel við réttmætum athugasemdum almennings og láta gera nauðsynlegar breytingar sem leitt geta til samfélagslegrar sáttar um þetta brýna og þýðingarmikla verkefni. Sú vinna þarf að hafa öfluga heilbrigðisþjónustu á félagslegum grunni, þjóðhagslega hagkvæmni til lengri tíma litið og gæði í borgarskipulagi að leiðarljósi. Hér er ekki tjaldað til einnar nætur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun