Vinnum gegn kynbundnu ofbeldi Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 30. nóvember 2012 08:00 Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi eins og kunnugt er. Það er miður að árið 2012 þurfi enn að minna okkur á þörfina að uppræta ofbeldi. Með átakinu erum við einnig minnt á að við Íslendingar erum hluti af stærri heild, hluti af alþjóðasamfélagi. Í því samfélagi sitja ekki allir við sama borð hvað mannréttindi varðar og er það miður.Gert að viljalausu verkfæri Barátta milli góðs og ills er hluti af daglegu lífi margra. Við eigum að ganga erinda hins góða og berjast gegn hinu illa. Þess vegna er full þörf á því að vekja athygli okkar á því kynbundna ofbeldi sem viðgengst í heimi hér og hvetja til þess að vinna markvisst gegn því. Það er hræðilegt til þess að vita að fólk líti þannig á líf sitt að það geti ráðstafað lífi annarrar manneskju. Gert hana að viljalausu verkfæri sem notað er til að þóknast öðrum. Því miður höfum við heyrt ljótar sögur af því undanfarna daga þar sem stúlkum var lofað glæstri framtíð, menntun og öryggi en allt reyndist það blekkingin ein.Fyrsta skrefið Fyrir áratug kom út skýrsla frá Lútherska heimssambandinu sem ber yfirskriftina „Kirkjan mótmælir ofbeldi gegn konum. Framkvæmdaáætlun fyrir kirkjuna". Skýrslan er unnin í framhaldi af starfi fjölda kirkjufólks víðs vegar að úr heiminum, sem skoðaði ofbeldi í menningu, kirkju og samfélagi í þeim tilgangi að lýsa því og skilgreina. Það er fyrsta skrefið að því að geta unnið gegn því.Kirkjan meðvituð Kirkjan er meðvituð um það að henni ber að vinna gegn öllu því er eyðir og deyðir. Þar á meðal er kynbundið ofbeldi. Við eigum að standa vörð um það góða, fagra og fullkomna og láta okkur koma við ef við verðum þess áskynja að verið sé að eyðileggja sjálfsmynd og framtíð náungans. „Á ég að gæta bróður míns?" spurði Kain í sögunni um þá bræður Kain og Abel. Enn er þessi spurning í gildi. Okkur kemur náungi okkar við. Samfélagsleg ábyrgð skiptir máli. Hvert skref í átt til betra samfélags er skref til betra lífs. Verum því vakandi fyrir því að uppræta kynbundið ofbeldi úr samfélagi okkar og heiminum öllum.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun