Mismunun jafnaðarmanna Jóhann Magnússon skrifar 1. desember 2012 08:00 Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. Á sama tíma og ég vil hæla ríkistjórninni fyrir þetta verk þá vil ég biðja sömu ríkisstjórn og þá flokka sem að baki henni standa að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt búgreinum. Árið 2009 urðu óvænt næturfrost um mitt sumar sem orsökuðu mesta uppskerubrest á kartöflum í Þykkvabæ og nágrenni í 30 ár. Uppskerubrestur var metinn á annað hundrað milljónir á aðeins 12-15 búum, þetta var skömmu eftir hrun og erfitt um lausafé til að mæta þessum áföllum. Lítið fé var til í bjargráðasjóði og leitað var á náðir landbúnaðarráðuneytis um aukaframlög, svarið var NEI, tjónið var ekki nógu almennt og mikið til að það réttlætti aðkomu ríkisins. Ekki eru nema um 30 bújarðir í kartöflurækt svo einhverju nemi á landinu öllu og er þetta því yfir þriðjungur kartöflubænda sem urðu fyrir tjóni og þar að auki á stærsta kartöfluræktarsvæði landsins. Tjónið nam u.þ.b. 7-8 milljónum að meðaltali á bú. 224 bú urðu fyrir tjóni í óveðrinu í september og reiknast mér til að meðaltalstjón, miðað við þær tölur sem upp hafa verið gefnar, gæti verið á bilinu 500-700 þúsund á bú og rokið er upp til handa og fóta til að bæta mönnum skaðann en kartöflubændur máttu bara tapa því sem úti fraus. Sömu ríkistjórnarflokkar voru við völd þá og ber þeim að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt í þessu tilfelli. Taka ber fram að bjargráðasjóður gerði það sem í hans valdi stóð til að minnka skaða kartöflubænda miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem hann hafði til ráðstöfunar og námu bætur á milli 8 og 9% af metnu uppskerutapi. Ekkert getur réttlætt styrkveitingu ríkis til landbúnaðar nema þörfin fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar enda er þetta skattfé þjóðarinnar allrar og ber að nýta í hennar þágu, ekki fárra útvaldra. Komi hér til í framtíðinni að reyna þurfi á fæðuöryggi þjóðarinnar, þ.e. ef að lokast fyrir viðskipti þjóða á milli vegna óviðráðanlegra aðstæðna (sem oft hefur gerst í sögunni og mun gerast aftur) þá lifir þjóðin ekki á mjólk og sauðfé einu saman en það virðast vera einu búgreinarnar sem eiga tilkall til ríkisstyrkja. Þarft finnst mér að benda á að þessi misskipting ríkisfjár á milli búgreina hefði og mundi ekki þrífast nema fyrir tilstilli og aðkomu bændasamtakanna sjálfra en þau hafa með hagsmunapoti og aðgerðarleysi sogað allt fé sem veitt er úr ríkissjóði inn í stærstu búgreinarnar og skilið garðyrkjubændur eftir til að deyja drottni sínum. Það minnkar ekki skömm ríkistjórnarinnar vegna þessarar mismununar, enda er hún gæslumaður ríkisfjár og ber að tryggja fæðuöryggi. Í ljósi þess velti ég fyrir mér nýafstaðinni stjórnarskrárumræðu en þar er jú að finna einhverja jafnræðisreglu, ætli þessi mismunun gæti verið brot á henni? Hvað um það, ef þessi mismunun heldur áfram munum við eftir fáein ár þurfa að flytja inn mest allar kartöflur, rófur og gulrætur sem þjóðin borðar því bændum fækkar ört í þessum búgreinum, enda afkoman léleg og engir styrkir hvorki til framleiðslu, uppbyggingar né ef áföll dynja á, og óska ég þeim stjórnvöldum og forsvarsmönnum bænda sem áfram láta þessa mismunun viðgangast ævarandi skammar. Einnig vil ég votta sauðfjárbændum mína fyllstu samúð vegna áfallanna en vænt hefði mér þótt um ef kartöflubændur hefðu hlotið sömu hluttekningu stjórnvalda og þjóðarinnar er áföllin dundu yfir þá sumarið 2009. Lifið heil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Ríkistjórnin hefur ákveðið að taka myndarlega á málum og gera bjargráðasjóði kleift að bæta sauðfjárbændum á Norðurlandi fjárskaðann sem þeir urðu fyrir í óveðrinu í september, það er vel og ber að hæla ríkistjórninni fyrir það. Persónulega er ég talsmaður þess að styrkja beri landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og er ég því ánægður fyrir hönd sauðfjárbænda hversu hikstalaust og örugglega er tekið á þessum málum. Um 9.000 fjár féllu og reiknast mér það til, miðað við sláturverð 1. flokks lambaskrokks, að það tjón hlaupi á um 120 milljónum. Þar að auki féllu einhverjar girðingar o.fl. tínist eflaust til. Ríkisstjórnin leggur bjargráðasjóði til 120 milljónir og gefur honum að auki heimild til að nýta 20–30 milljónir af því fé sem var eftir af eldgosframlögum í þetta mæta verkefni, því ætti bjargráðasjóður að geta bætt þessum 224 bújörðum sem um ræðir skaðann nánast að fullu. Á sama tíma og ég vil hæla ríkistjórninni fyrir þetta verk þá vil ég biðja sömu ríkisstjórn og þá flokka sem að baki henni standa að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt búgreinum. Árið 2009 urðu óvænt næturfrost um mitt sumar sem orsökuðu mesta uppskerubrest á kartöflum í Þykkvabæ og nágrenni í 30 ár. Uppskerubrestur var metinn á annað hundrað milljónir á aðeins 12-15 búum, þetta var skömmu eftir hrun og erfitt um lausafé til að mæta þessum áföllum. Lítið fé var til í bjargráðasjóði og leitað var á náðir landbúnaðarráðuneytis um aukaframlög, svarið var NEI, tjónið var ekki nógu almennt og mikið til að það réttlætti aðkomu ríkisins. Ekki eru nema um 30 bújarðir í kartöflurækt svo einhverju nemi á landinu öllu og er þetta því yfir þriðjungur kartöflubænda sem urðu fyrir tjóni og þar að auki á stærsta kartöfluræktarsvæði landsins. Tjónið nam u.þ.b. 7-8 milljónum að meðaltali á bú. 224 bú urðu fyrir tjóni í óveðrinu í september og reiknast mér til að meðaltalstjón, miðað við þær tölur sem upp hafa verið gefnar, gæti verið á bilinu 500-700 þúsund á bú og rokið er upp til handa og fóta til að bæta mönnum skaðann en kartöflubændur máttu bara tapa því sem úti fraus. Sömu ríkistjórnarflokkar voru við völd þá og ber þeim að skammast sín fyrir þá mismunun sem þeir hafa sýnt í þessu tilfelli. Taka ber fram að bjargráðasjóður gerði það sem í hans valdi stóð til að minnka skaða kartöflubænda miðað við þá takmörkuðu fjármuni sem hann hafði til ráðstöfunar og námu bætur á milli 8 og 9% af metnu uppskerutapi. Ekkert getur réttlætt styrkveitingu ríkis til landbúnaðar nema þörfin fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar enda er þetta skattfé þjóðarinnar allrar og ber að nýta í hennar þágu, ekki fárra útvaldra. Komi hér til í framtíðinni að reyna þurfi á fæðuöryggi þjóðarinnar, þ.e. ef að lokast fyrir viðskipti þjóða á milli vegna óviðráðanlegra aðstæðna (sem oft hefur gerst í sögunni og mun gerast aftur) þá lifir þjóðin ekki á mjólk og sauðfé einu saman en það virðast vera einu búgreinarnar sem eiga tilkall til ríkisstyrkja. Þarft finnst mér að benda á að þessi misskipting ríkisfjár á milli búgreina hefði og mundi ekki þrífast nema fyrir tilstilli og aðkomu bændasamtakanna sjálfra en þau hafa með hagsmunapoti og aðgerðarleysi sogað allt fé sem veitt er úr ríkissjóði inn í stærstu búgreinarnar og skilið garðyrkjubændur eftir til að deyja drottni sínum. Það minnkar ekki skömm ríkistjórnarinnar vegna þessarar mismununar, enda er hún gæslumaður ríkisfjár og ber að tryggja fæðuöryggi. Í ljósi þess velti ég fyrir mér nýafstaðinni stjórnarskrárumræðu en þar er jú að finna einhverja jafnræðisreglu, ætli þessi mismunun gæti verið brot á henni? Hvað um það, ef þessi mismunun heldur áfram munum við eftir fáein ár þurfa að flytja inn mest allar kartöflur, rófur og gulrætur sem þjóðin borðar því bændum fækkar ört í þessum búgreinum, enda afkoman léleg og engir styrkir hvorki til framleiðslu, uppbyggingar né ef áföll dynja á, og óska ég þeim stjórnvöldum og forsvarsmönnum bænda sem áfram láta þessa mismunun viðgangast ævarandi skammar. Einnig vil ég votta sauðfjárbændum mína fyllstu samúð vegna áfallanna en vænt hefði mér þótt um ef kartöflubændur hefðu hlotið sömu hluttekningu stjórnvalda og þjóðarinnar er áföllin dundu yfir þá sumarið 2009. Lifið heil.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir Skoðun