Framtíð heilbrigðisþjónustu Helga Bragadóttir skrifar 1. desember 2012 08:00 Ég vil þakka Teiti Guðmundssyni lækni kærlega fyrir mjög svo tímabæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hugrekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnuumhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heilbrigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bundin árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin.Betri nýting Ég gæti ekki verið meira sammála varðandi aukna nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Frá því á 10. áratug síðustu aldar, þegar ég stundaði framhaldsnám í hjúkrunarfræði við University of Iowa, hef ég leynt og ljóst leitað leiða til að efla áhuga kollega og ráðamanna á nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Iowa-fylkið í Bandaríkjunum og þar með talið University of Iowa, voru leiðandi í fjarheilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni á þeim tíma og voru meðal frumkvöðla á því sviði í heiminum og kynnti ég mér það sérstaklega í mínu námi. Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem við Íslendingar gætum svo vel nýtt okkur. Með hjálp tækninnar sjúkdómsgreindu læknar sjúklinga í öðrum landshlutum, sérfræðingar í hjúkrun á háskólasjúkrahúsinu veittu kollegum á hjúkrunarheimilum ráðgjöf, heimahjúkrun hringdi í langveika sjúklinga þar sem einnig var notuð gagnvirk myndavél og veitti þeim stuðning til að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús, sálfræðingar veittu meðferðir með fjarfundabúnaði og þverfagleg teymi á háskólasjúkrahúsinu funduðu með meðferðaraðilum á strjálbýlli stöðum s.s. læknum, skólahjúkrunarfræðingum og sérkennurum um fjarfundabúnað. Í Iowa var talað um bætta þjónustu og betri nýtingu þekkingar, mannafla og fjármagns, svo ekki sé talað um aukin þægindi fyrir sjúklinga.Lítið breyst Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá tíma mínum í Iowa, en sorglega lítið hefur breyst í heilbrigðisþjónustu á Íslandi hvað nýjungar og nýtingu tækninnar varðar. En vel má vera að nú séu runnir upp nýir tímar – allt hefur jú sinn rétta tíma. Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Árið 2004 gerði ég mér ferð til þáverandi heilbrigðisráðherra og til þáverandi landlæknis til að kynna fyrir þeim niðurstöður rannsókna af aukinni nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og reynslu annarra s.s. Breta og Bandaríkjamanna. Afhenti ég þeim m.a. gögn sem ég hafði tekið saman um nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og lagði til að hafist yrði handa um að koma á miðlægri símaþjónustu sem ég kýs að kalla fjarhjúkrun um síma. Þar væri eitt símanúmer fyrir alla þar sem veitt væri gagnreynd leiðsögn til landsmanna. Slík þjónusta hefur reynst vel hjá öðrum þjóðum þar sem hún kemur í veg fyrir dýrari þjónustu s.s. heimsóknir á bráðamóttökur, þar er leiðbeint um rétt viðbrögð og fólki beint á rétta staði, sem kemur sér vel fyrir heilbrigðiskerfið ekki síður en sjúklingana (sjá t.d. http://www.nhsdirect.nhs.uk/).Tími tækifæranna Það er skemmst frá því að segja að mér var vel tekið og máli mínu sýndur áhugi en að öðru leyti held ég að ekkert hafi verið aðhafst. En árið 2004 var góðæri en nú árið 2012 er hart í ári, en slíku árferði fylgja alltaf tækifæri. Nú er að okkur þrengt og við þvinguð til að endurskoða og endurskilgreina margt í okkar lífi, þar með talið ferla og verklag í heilbrigðisþjónustu. Ég er sannfærð um að tími tækifæranna í heilbrigðisþjónustu er kominn, ekki síst í heilsugæslu. Tökum höndum saman; heilbrigðisstarfsmenn, ráðamenn og almenningur, og stöndum vörð um það sem vel er gert og bætum það sem styrkja þarf. Fjölgum sérfræðingum í hjúkrun, aukum þverfræðilega samvinnu og nýtum tæknina betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Teiti Guðmundssyni lækni kærlega fyrir mjög svo tímabæra grein í Fréttablaðinu 6. nóvember sl. Hún lýsir bæði framsýni og hugrekki. Ég tek heils hugar undir það sem þar er sett fram. Hversu mikilvægt er ekki að nýta þekkingu, mannafla og annan auð í heilbrigðisþjónustu í nútíð og framtíð og gæta í því sambandi vel að vinnuumhverfinu. Heilbrigt vinnuumhverfi er forsenda þess að heilbrigðisstarfsmenn geti sinnt störfum sínum af fagmennsku og lágmarkað um leið alla sóun. Gæði heilbrigðisþjónustu og vilji heilbrigðisstarfsmanna til góðra verka þar sem heill og öryggi sjúklinga er í fyrirrúmi ættu ekki að vera bundin árferði. Í því er fagmennskan fólgin. Fagleg og sönn vinnubrögð eru nefnilega yfir pólitík og árferði hafin.Betri nýting Ég gæti ekki verið meira sammála varðandi aukna nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Frá því á 10. áratug síðustu aldar, þegar ég stundaði framhaldsnám í hjúkrunarfræði við University of Iowa, hef ég leynt og ljóst leitað leiða til að efla áhuga kollega og ráðamanna á nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu. Iowa-fylkið í Bandaríkjunum og þar með talið University of Iowa, voru leiðandi í fjarheilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni á þeim tíma og voru meðal frumkvöðla á því sviði í heiminum og kynnti ég mér það sérstaklega í mínu námi. Ég sá strax að þetta væri eitthvað sem við Íslendingar gætum svo vel nýtt okkur. Með hjálp tækninnar sjúkdómsgreindu læknar sjúklinga í öðrum landshlutum, sérfræðingar í hjúkrun á háskólasjúkrahúsinu veittu kollegum á hjúkrunarheimilum ráðgjöf, heimahjúkrun hringdi í langveika sjúklinga þar sem einnig var notuð gagnvirk myndavél og veitti þeim stuðning til að koma í veg fyrir innlagnir á sjúkrahús, sálfræðingar veittu meðferðir með fjarfundabúnaði og þverfagleg teymi á háskólasjúkrahúsinu funduðu með meðferðaraðilum á strjálbýlli stöðum s.s. læknum, skólahjúkrunarfræðingum og sérkennurum um fjarfundabúnað. Í Iowa var talað um bætta þjónustu og betri nýtingu þekkingar, mannafla og fjármagns, svo ekki sé talað um aukin þægindi fyrir sjúklinga.Lítið breyst Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá tíma mínum í Iowa, en sorglega lítið hefur breyst í heilbrigðisþjónustu á Íslandi hvað nýjungar og nýtingu tækninnar varðar. En vel má vera að nú séu runnir upp nýir tímar – allt hefur jú sinn rétta tíma. Ég vil að minnsta kosti trúa á bjartari framtíð fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Árið 2004 gerði ég mér ferð til þáverandi heilbrigðisráðherra og til þáverandi landlæknis til að kynna fyrir þeim niðurstöður rannsókna af aukinni nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og reynslu annarra s.s. Breta og Bandaríkjamanna. Afhenti ég þeim m.a. gögn sem ég hafði tekið saman um nýtingu tækninnar í heilbrigðisþjónustu og lagði til að hafist yrði handa um að koma á miðlægri símaþjónustu sem ég kýs að kalla fjarhjúkrun um síma. Þar væri eitt símanúmer fyrir alla þar sem veitt væri gagnreynd leiðsögn til landsmanna. Slík þjónusta hefur reynst vel hjá öðrum þjóðum þar sem hún kemur í veg fyrir dýrari þjónustu s.s. heimsóknir á bráðamóttökur, þar er leiðbeint um rétt viðbrögð og fólki beint á rétta staði, sem kemur sér vel fyrir heilbrigðiskerfið ekki síður en sjúklingana (sjá t.d. http://www.nhsdirect.nhs.uk/).Tími tækifæranna Það er skemmst frá því að segja að mér var vel tekið og máli mínu sýndur áhugi en að öðru leyti held ég að ekkert hafi verið aðhafst. En árið 2004 var góðæri en nú árið 2012 er hart í ári, en slíku árferði fylgja alltaf tækifæri. Nú er að okkur þrengt og við þvinguð til að endurskoða og endurskilgreina margt í okkar lífi, þar með talið ferla og verklag í heilbrigðisþjónustu. Ég er sannfærð um að tími tækifæranna í heilbrigðisþjónustu er kominn, ekki síst í heilsugæslu. Tökum höndum saman; heilbrigðisstarfsmenn, ráðamenn og almenningur, og stöndum vörð um það sem vel er gert og bætum það sem styrkja þarf. Fjölgum sérfræðingum í hjúkrun, aukum þverfræðilega samvinnu og nýtum tæknina betur.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun