Varnarsigur í Doha Svandís Svavarsdóttir skrifar 13. desember 2012 06:00 Árleg þing loftslagssamnings SÞ eru viðamiklar samkomur, enda er verkefnið tröllaukið. Ríki heims taka þar ákvarðanir um bókhald yfir losun, loftslagsvæna tækni og hvernig hægt sé að aðstoða ríki sem verst standa vegna breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum. Umfram allt er rætt um leiðir til að ráðast að rót vandans og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin, sem setur töluleg markmið fyrir nær 40 auðug ríki, átti að vera fyrsta skrefið til að koma á bindandi losunarskuldbindingum á heimsvísu. Nú stefnir hins vegar í öfuga átt. Ríkjum með skuldbindingar fer fækkandi, en fjölgar ekki eins og að var stefnt. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt að Kýótó-bókunin yrði framlengd um annað tímabil, frá 2013 til 2020, en því fyrsta lýkur nú á gamlaársdag. Eingöngu Evrópuríki taka á sig skuldbindingar á nýju tímabili, ásamt Ástralíu, en ríki með 85% heimslosunar verða án alþjóðlega bindandi losunarmarkmiða. Vonir eru bundnar við nýjar samningaviðræður um losunarmarkmið fyrir öll ríki, sem til stendur að ljúka árið 2015, þótt markmiðin sjálf eigi ekki að taka gildi fyrr en 2020. Þótt viðræður gangi hægt er mikilvægt að ríki heims haldi áfram að vinna saman undir regnhlíf loftslagssamningsins. Í Kýótó-bókuninni hefur bókhaldið verið þróað lengst. Þar eru gefnar út losunarheimildir og settar reglur sem eiga að gera ríkjum kleift að ná árangri á hagkvæman hátt. Þótt kvarnast hafi úr Kýótó-hópnum í Doha var líf hans framlengt. Það er mikilvægt að einhver ríki standi vaktina og þrói og efli kerfi til að draga úr losun, sem getur gagnast í víðtækara samkomulagi síðar. Ísland má vera stolt af því að vera í þeim hópi ríkja sem mest leggja af mörkum varðandi skuldbindingar og leiðir að lausnum. Þótt horfurnar í loftslagsmálum séu fjarri því að vera bjartar, þá vannst mikilvægur varnarsigur í Doha. Nú þarf að snúa vörn í sókn og takast af krafti á við þessa stærstu áskorun samtímans svo að unnt sé að hlúa að forsendum lífs og velsældar á jörðinni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árleg þing loftslagssamnings SÞ eru viðamiklar samkomur, enda er verkefnið tröllaukið. Ríki heims taka þar ákvarðanir um bókhald yfir losun, loftslagsvæna tækni og hvernig hægt sé að aðstoða ríki sem verst standa vegna breytinga á loftslagi og lífsskilyrðum. Umfram allt er rætt um leiðir til að ráðast að rót vandans og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kýótó-bókunin, sem setur töluleg markmið fyrir nær 40 auðug ríki, átti að vera fyrsta skrefið til að koma á bindandi losunarskuldbindingum á heimsvísu. Nú stefnir hins vegar í öfuga átt. Ríkjum með skuldbindingar fer fækkandi, en fjölgar ekki eins og að var stefnt. Á nýloknum fundi í Doha í Katar var samþykkt að Kýótó-bókunin yrði framlengd um annað tímabil, frá 2013 til 2020, en því fyrsta lýkur nú á gamlaársdag. Eingöngu Evrópuríki taka á sig skuldbindingar á nýju tímabili, ásamt Ástralíu, en ríki með 85% heimslosunar verða án alþjóðlega bindandi losunarmarkmiða. Vonir eru bundnar við nýjar samningaviðræður um losunarmarkmið fyrir öll ríki, sem til stendur að ljúka árið 2015, þótt markmiðin sjálf eigi ekki að taka gildi fyrr en 2020. Þótt viðræður gangi hægt er mikilvægt að ríki heims haldi áfram að vinna saman undir regnhlíf loftslagssamningsins. Í Kýótó-bókuninni hefur bókhaldið verið þróað lengst. Þar eru gefnar út losunarheimildir og settar reglur sem eiga að gera ríkjum kleift að ná árangri á hagkvæman hátt. Þótt kvarnast hafi úr Kýótó-hópnum í Doha var líf hans framlengt. Það er mikilvægt að einhver ríki standi vaktina og þrói og efli kerfi til að draga úr losun, sem getur gagnast í víðtækara samkomulagi síðar. Ísland má vera stolt af því að vera í þeim hópi ríkja sem mest leggja af mörkum varðandi skuldbindingar og leiðir að lausnum. Þótt horfurnar í loftslagsmálum séu fjarri því að vera bjartar, þá vannst mikilvægur varnarsigur í Doha. Nú þarf að snúa vörn í sókn og takast af krafti á við þessa stærstu áskorun samtímans svo að unnt sé að hlúa að forsendum lífs og velsældar á jörðinni fyrir núlifandi og komandi kynslóðir.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun