Hækkið laun táknmálstúlka Magnús Sverrisson skrifar 28. desember 2012 08:00 Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Ég er heyrnarlaus, fyrsta mál mitt er táknmál. Ég tala táknmál dagsdaglega. Táknmál var viðurkennt sem jafnrétthátt íslenskunni í lok maí 2011 eftir langa baráttu. Ég nota táknmálstúlk oft við daglegt líf mitt. Ef táknmálstúlks nyti ekki við þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Starf táknmálstúlka er því mjög mikilvægt í mínu lífi og sjálfsagt margra annarra sem nota táknmál. Það er ekki okkar val að nota táknmál. Það er bara svona sem við fæddumst eða urðum heyrnarlaus/skert með einhverjum hætti. Starf táknmálstúlka hefur ekki verið metið að verðleikum og nú hyggjast margir táknmálstúlkar hætta störfum og snúa sér mögulega að öðru sem gefur meira í vasann. Það kom vel fram í grein (18.12.12 visir.is) Árnýjar Guðmundsdóttur fyrir jól þar sem fór hún yfir launamálin, stöðu túlka og rakti afstöðu stjórnvalda hvað varðar laun táknmálstúlka. Afstaða stjórnvalda til starfa þeirra vakti með mér ugg. Það er ekki langt síðan stjórnvöld samþykktu að borga svokallaðar sanngirnisbætur til mín og annarra heyrnarlausra á forsendum þess að meðal annars sé viðurkennt að samskiptalega vorum við heft í allri skólagöngu okkar. Nú þegar við erum svo sannarlega nútímavædd og reynslunni ríkari um afleiðingar þess að vera svipt táknmálinu virðist mér svo að sama sagan gæti gerst aftur. Ég spyr því: Á aftur að borga út sanngirnisbætur? Ég myndi krefjast bóta ef líf mitt yrði aftur sett í kassa og ég sviptur mínu máli. Ég get lofað ykkur að þá verða þær dýrari vegna þess að öll þekking var til staðar og nauðsyn fyrir táknmálstúlk var vitað mál. Þið skapið sjálf forsendurnar fyrir bótum framtíðarinnar ef þið hækkið ekki laun táknmálstúlka og veitið starfi þeirra þá virðingu sem það á skilið. Hvaða forsendur eru það að laun táknmálstúlka eigi að vera lág? Er það vegna þess að túlkarnir eru konur? Eða vegna þess að þær eru góðar konur samkvæmt skilgreiningu gamallar frænku Árnýjar greinarhöfundar? Ég ætla ekki að útlista frekar þörfina fyrir táknmálstúlka, þið stjórnvöld vitið það alveg. En hætti táknmálstúlkar hins vegar vegna skilningsleysis ykkar þá verð ég mjög reiður og eflaust margir aðrir líka. Ég verð svo reiður að þið munið aldrei fá að vita hvað ég segi af þeirri ástæðu að það er einfaldlega ekki til táknmálstúlkur. Ég borga skatta og lít svo á að táknmálstúlkur sé hluti af sameiginlegum lífsgæðum allra landsmanna. Það er allra hagur að táknmálstúlkur sé til. Hækkið laun táknmálstúlka og sleppið því að breyta daglegu lífi okkar táknmálsnotenda í martröð.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun