Það verða Keflavík og Valur sem spila til úrslita í Powerade-bikar kvenna í körfubolta í Laugardalshöllinni 16. febrúar næstkomandi en það kom í ljós þegar Keflavíkurkonur unnu 73-70 sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í dag. Valskonur komust í úrslitaleikinn með sigri á Hamar í Hveragerði í gær.
Lokamínúturnar voru æsispennandi og Kieraah Marlow fékk skot í lokin til að jafna leikinn en tókst það ekki og Keflavíkurkonur fögnuðu vel sæti í bikarúrslitaleiknum í Höllinni.
Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 23 stig fyrir Keflavík og Birna Valgarðsdóttir skoraði 17 stig. Það kom ekki að sök fyrir Keflavík að bandaríski bakvörðurinn Jessica Ann Jenkins skoraði aðeins 8 stig í leiknum en hún skoraði reyndar mikilvæga þriggja stiga körfu á lokasprettinum.
Kieraah Marlow var með 22 stig og 15 fráköst hjá Snæfelli og Hildur Björg Kjartansdóttir skoraði 16 stig.
Keflavíkurkonur í Höllina í tuttugasta sinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn






Fleiri fréttir
