Fótbolti

Þessi vildi ekki vera hjá Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba var maður helgarinnar í ítalska boltanum en þessi fyrrum leikmaður Manchester United átti magnaðan leik með Juventus þegar liðið vann 4-0 sigur á Udinese á laugardagskvöldið.

Paul Pogba skoraði tvö mörk með langskotum í leiknum þar af annað þeirra með mögnuðu skoti í slá og inn af 35 metra færi. Miðjumaðurinn hefur skorað 4 mörk í 13 deildarleikjum á tímabilinu. Það er hægt að sjá markið hans hér fyrir neðan en hér fyrir ofan eru síðan svipmyndir frá leiknum.

Progba skoraði tvö fyrstu mörk Juve í leiknum og ítalskir fjölmiðlar halda ekki vatni yfir frammistöðu hans í þessum leik.

Pogba er 19 ára Frakki sem var í herbúðum Manchester United frá 2009 til 2012 en fékk fá tækifæri með aðalliði félagsins. Pogba ákvað því að semja ekki við United heldur fara frekar til Juventus á Ítalíu.

Paul Pogba og félagar í Juventus eru með fimm stiga forskot á toppi ítölsku deildarinnar og eru á góðri leið með því að verja ítalska meistaratitilinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×